Lífið

Ís­lenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu

Boði Logason skrifar
Lilja Katrín, Heimir Karls og Ómar Úlfur eru stjórnendur Bítisins á Bylgjunni.
Lilja Katrín, Heimir Karls og Ómar Úlfur eru stjórnendur Bítisins á Bylgjunni. bylgjan

Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa slegið í gegn en í þeim fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali.

Í nýjasta þættinum, þeim fyrsta á þessu ári, syngur leynigesturinn Ring of Fire með Johnny Cash og gerir það vel.

Leynigesturinn okkar gæti jafnvel fengið viðurnefnið hinn íslenski Johnny Cash, enda röddin djúp og þykk.

Klippa: Er þetta íslenski Johnny Cash?

En hver er undir pokanum? Hægt er að giska á það inni á Facebook-síðu Bylgjunnar og eru veglegar vinningar í boði fyrir heppinn aðila sem giskar á rétt.

Einnig verður opnað fyrir símann í Bítinu á Bylgjunni á morgun, miðvikudag, á milli klukkan 9 og 10 og þar verður einnig hægt að giska á hver leynigesturinn er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.