Innlent

Bana­slys á Hvols­velli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Útkallið barst lögreglu rétt fyrir miðnætti á þriðjudag.
Útkallið barst lögreglu rétt fyrir miðnætti á þriðjudag.

Kona á fertugsaldri lést þegar vörubíl var ekið yfir hana á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember. Málið er rannsakað sem slys. 

Þetta segir Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Útkall barst lögreglu skömmu fyrir miðnætti á þriðjudag, 30. desember.  Konan var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. 

Þorsteinn segir rannsóknina stutt á veg komna en málið sé rannsakað sem slys og enginn hafi verið handtekinn. 

Hann vildi ekki upplýsa um hvort hin látna tengdist SS eða væri þar starfsmaður. Þá gat hann ekki upplýst um hvort konan væri íslensk, en mikill fjöldi starfsmanna SS á Hvolsvelli er af erlendu bergi brotinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×