Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2025 22:02 Tekjur af kílómetragjaldinu er ætlað að standa undir uppbyggingu vegakerfisins. Vísir/Anton Brink Eigendur ökutækja þurfa að greiða tugþúsundir í kílómetragjald árlega frá áramótum en lög um gjaldið voru samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Verð á eldsneyti mun hins vegar lækka umtalsvert vegna niðurfellingar gjalda en misjafnt er hvort álögur á eigendur ökutækja aukist eða minnki. Lög um kílómetragjald fyrir ökutæki var samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Á upplýsingavef Stjórnarráðsins kemur fram að gjaldinu sé ætlað að standa undir uppbyggingu vega og að eldra kerfi hefði ekki tryggt fjármögnun vegakerfisins til framtíðar. Gjaldskyld ökutæki eru bílar, bifhjól, dráttarvélar og eftirvagnar en undanskilin eru þó til dæmis ökutæki björgunarsveita. Búist er við að eldsneytisverð muni lækka um tugi króna um áramótin.Vísir/Hjalti Eigendur munu þurfa að skrá kílómetrastöðu ökutækisins að minnsta kosti einu sinni á ári og er það gert í gegnum Ísland.is. en verður einnig hægt að gera á skoðunarstöð. Gjaldið verður greitt mánaðarlega og verður fyrsti gjalddagi 1. febrúar á nýju ári. Gjaldið fer eftir þyngd ökutækisins en öll ökutæki undir 3500 kílóum, sem er viðmiðið fyrir hefðbundin ökuréttindi, borga sama gjald eða 6,95 krónur á hvern ekinn kílómeter. Hér má sjá mun á kostnaði fólksbíls og vörubifreiðar vegna nýja kílómetragjaldsins.Vísir/Hjalti Eigandi fólksbíls sem keyrir 12500 kílómetra á ári greiðir rúmar 86.000 krónur í kílómetragjald á næsta ári en eigandi þyngri vörubifreiðar tæplega 300.000 fyrir sama akstur. Á móti kemur hins vegar að olíugjald fellur niður samkvæmt nýju lögunum sem hefur í för með sér lægra eldsneytisverð. Samkvæmt útreikningum félags íslenskra bifreiðaeigenda mun bensínlítrinn lækka um rúmar 90 krónur og dísel um rúmar 80 krónur. Eins og sést kemur eigandi jeppa sem eyðir 10 L á hverja hundrað kílómetra út í gróða hvað varðar rekstrarkostnað bílsins.Vísir/Hjalti Ef reiknaður er sparnaður vegna lægri eldsneytiskostnaðar og nýja kílómetragjaldinu bætt við sjáum við að rekstrarkostnaður eykst hjá eigendum eyðslugrannra bíla en minnkar hins vegar hjá eigendum bíla sem eyða miklu eldsneyti. Báðir borga sama kílómetragjaldið en sparnaður vegna eldsneytis er eðli málsins samkvæmt mun meiri hjá síðarnefnda hópnum. Kílómetragjald Bílar Samgöngur Skattar, tollar og gjöld Bifhjól Bensín og olía Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Lög um kílómetragjald fyrir ökutæki var samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Á upplýsingavef Stjórnarráðsins kemur fram að gjaldinu sé ætlað að standa undir uppbyggingu vega og að eldra kerfi hefði ekki tryggt fjármögnun vegakerfisins til framtíðar. Gjaldskyld ökutæki eru bílar, bifhjól, dráttarvélar og eftirvagnar en undanskilin eru þó til dæmis ökutæki björgunarsveita. Búist er við að eldsneytisverð muni lækka um tugi króna um áramótin.Vísir/Hjalti Eigendur munu þurfa að skrá kílómetrastöðu ökutækisins að minnsta kosti einu sinni á ári og er það gert í gegnum Ísland.is. en verður einnig hægt að gera á skoðunarstöð. Gjaldið verður greitt mánaðarlega og verður fyrsti gjalddagi 1. febrúar á nýju ári. Gjaldið fer eftir þyngd ökutækisins en öll ökutæki undir 3500 kílóum, sem er viðmiðið fyrir hefðbundin ökuréttindi, borga sama gjald eða 6,95 krónur á hvern ekinn kílómeter. Hér má sjá mun á kostnaði fólksbíls og vörubifreiðar vegna nýja kílómetragjaldsins.Vísir/Hjalti Eigandi fólksbíls sem keyrir 12500 kílómetra á ári greiðir rúmar 86.000 krónur í kílómetragjald á næsta ári en eigandi þyngri vörubifreiðar tæplega 300.000 fyrir sama akstur. Á móti kemur hins vegar að olíugjald fellur niður samkvæmt nýju lögunum sem hefur í för með sér lægra eldsneytisverð. Samkvæmt útreikningum félags íslenskra bifreiðaeigenda mun bensínlítrinn lækka um rúmar 90 krónur og dísel um rúmar 80 krónur. Eins og sést kemur eigandi jeppa sem eyðir 10 L á hverja hundrað kílómetra út í gróða hvað varðar rekstrarkostnað bílsins.Vísir/Hjalti Ef reiknaður er sparnaður vegna lægri eldsneytiskostnaðar og nýja kílómetragjaldinu bætt við sjáum við að rekstrarkostnaður eykst hjá eigendum eyðslugrannra bíla en minnkar hins vegar hjá eigendum bíla sem eyða miklu eldsneyti. Báðir borga sama kílómetragjaldið en sparnaður vegna eldsneytis er eðli málsins samkvæmt mun meiri hjá síðarnefnda hópnum.
Kílómetragjald Bílar Samgöngur Skattar, tollar og gjöld Bifhjól Bensín og olía Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira