Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2025 13:58 Frá mótmælum við Útlendingastofnun árið 2023. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Útlendingastofnunar er sagður hafa deilt nöfnum skjólstæðinga sinna með fólki á Instagram. Það er brot á þagnarskyldu umrædds starfsmanns og er talið alvarlegt brot gegn skyldum embættismanna. Frá þessu er sagt í frétt Gímaldsins og er haft eftir upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar að trúnaðarbrot séu litin alvarlegum augum. Umræddur starfsmaður er sagður hafa deilt nöfnunum í lokuðum hópi á Instagram. Þar deildi hann handskrifuðum verkefnalistum sínum í vinnunni, þar sem mátti sjá nöfn skjólstæðinga. „Stofnunin lítur brot á trúnaði mjög alvarlegum augum og hafa þau afleiðingar í samræmi við alvarleika máls. Stofnunin mun að öðru leyti ekki tjá sig frekar um þetta mál að svo stöddu,“ segir í skriflegu svari Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, við fyrirspurn fréttastofu Sýnar. Hún bætir við að málið sé nú til skoðunar innan stofnunarinnar. Stofnunin hafi aðeins haft upplýsingar um málið frá því á fimmtudaginn. Einu sinni deildi starfsmaðurinn sjálfsmynd þar sem einnig voru tveir verkefnalistar með nöfnum skjólstæðinga. Starfsmaðurinn hafði þá hakað við nöfnin og stærði sig af því að hafa skilað af sér góðu verki þann daginn. Nokkur skilaboð virðast hafa verið þess eðlis, miðað við umfjöllun Gímaldsins, þar sem starfsmaðurinn stærði sig af því að hafa lokið verkefnum sem tengdust skjólstæðingum sem voru nafngreindir á myndunum. Í svari við fyrirspurn Gímaldsins til Útlendingastofnunar segir að rík áhersla sé lögð á vernd persónuupplýsinga þar. Vinnsla þeirra sé þó nauðsynleg starfsemi stofnunarinnar. Enn fremur segir að starfsfólk Útlendingastofnunar sé bundið þagnarskyldu samkvæmt lögum. Þau og reglur þar að lútandi séu kynntar starfsmönnum sem hefja þar störf. Stjórnsýsla Persónuvernd Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Frá þessu er sagt í frétt Gímaldsins og er haft eftir upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar að trúnaðarbrot séu litin alvarlegum augum. Umræddur starfsmaður er sagður hafa deilt nöfnunum í lokuðum hópi á Instagram. Þar deildi hann handskrifuðum verkefnalistum sínum í vinnunni, þar sem mátti sjá nöfn skjólstæðinga. „Stofnunin lítur brot á trúnaði mjög alvarlegum augum og hafa þau afleiðingar í samræmi við alvarleika máls. Stofnunin mun að öðru leyti ekki tjá sig frekar um þetta mál að svo stöddu,“ segir í skriflegu svari Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, við fyrirspurn fréttastofu Sýnar. Hún bætir við að málið sé nú til skoðunar innan stofnunarinnar. Stofnunin hafi aðeins haft upplýsingar um málið frá því á fimmtudaginn. Einu sinni deildi starfsmaðurinn sjálfsmynd þar sem einnig voru tveir verkefnalistar með nöfnum skjólstæðinga. Starfsmaðurinn hafði þá hakað við nöfnin og stærði sig af því að hafa skilað af sér góðu verki þann daginn. Nokkur skilaboð virðast hafa verið þess eðlis, miðað við umfjöllun Gímaldsins, þar sem starfsmaðurinn stærði sig af því að hafa lokið verkefnum sem tengdust skjólstæðingum sem voru nafngreindir á myndunum. Í svari við fyrirspurn Gímaldsins til Útlendingastofnunar segir að rík áhersla sé lögð á vernd persónuupplýsinga þar. Vinnsla þeirra sé þó nauðsynleg starfsemi stofnunarinnar. Enn fremur segir að starfsfólk Útlendingastofnunar sé bundið þagnarskyldu samkvæmt lögum. Þau og reglur þar að lútandi séu kynntar starfsmönnum sem hefja þar störf.
Stjórnsýsla Persónuvernd Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira