„Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. desember 2025 22:30 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélags Íslands segir nýjar aðgerir menningarmálaráðherra afar jákvæðar fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild. Verið sé að viðurkenn mikilvægt hlutverk blaðamennsku. Hún biðlar til samfélagsins að taka þátt í að styðja við íslenska fjölmiðla. „Við fyrstu skoðun eru þetta mjög jákvæðar aðgerðir fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild sinni. Þarna er verið að viðurkenna hlutverk blaðamennsku og fjölmiðla sem er mjög mikilvægt. Fjölmiðlar eru skilgreindir sem grunnstoð í samfélaginu. Öll orðræðan og orðanotkunin finnst mér mjög jákvæð og til marks um að stjórnvöld séu að öðlast skilning á þessu mikilvægi og það sem þurfi að gera,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti í dag tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla. Með aðgerðunum ættu opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla hér á landi að næstum tvöfaldast á þarnæsta ári en meðal annars verða umsvif Rúv á auglýsingamarkaði takmörkuð. Sigríður Dögg segir að í draumaheimi þyrftu fjölmiðlar ekki á styrkjum að halda en íslenskt fjölmiðlaumhverfi sé nú að ganga í gegnum mikið umbreytingartímabil. „Þarna er fyrirsjáanleiki, styrkir eru framlengdir til fimm ára, það hefur verið kallað eftir því. Mér finnst mjög jákvætt að þarna er verið að boða aðgerðir til að skattleggja samfélagsmiðla og tæknirisa. Það verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana enn þá betur.“ Taka á stóra bleika fílnum Forsvarsmenn einkarekinna fjölmiðla hér á landi hafa kallað eftir því að einhverjar skorður yrðu settar á Ríkisútvarpið vegna bágrar stöðu einkareknu miðlanna. „Þarna er verið að taka á, eins og það hefur verið kallað stóra bleika fílnum í herberginu, Rúv á auglýsingamarkaði en þó án þess að skerða tekjur Rúv. Það sem við höfum líka kallað eftir að það verði tekið á þessu með einhverjum hætti, það hefur verið ákall frá öðrum miðlum en um leið er ekki verið að skerða auglýsingatekjurnar með þeim hætti að það sé hætta á að auglýsingarnar fari úr landi,“ segir Sigríður Dögg. https://www.visir.is/g/20252819937d Þá hafi Blaðamannafélagið og fjölmiðla einnig lagt áherslu á afslátt af áskriftum fjölmiða. Hún tekur samt sem áður fram að samkvæmt nýlegu dæmi frá Danmörku virki slíkir afslættir ekki nógu vel og skili ekki nægilega miklu til fjölmiðlanna. „Svo söknum við þess að fá ekki styrkir í það sem við höfum verið að reyna koma á fót, styrktarsjóð fyrir sjálfstætt starfandi blaðamenn en þetta er allavega skref í rétta átt,“ segir hún. Biðlar til samfélagsins Sigríður kallar eftir því að almenningur og fyrirtæki taki einnig þátt í því að styrkja fjölmiðla. „Nú eru stjórnvöld búin að gera sitt og þá þarf samfélagið að stíga inn í þetta stóra verkefni líka,“ segir hún. „Við biðlum til atvinnulífsins að kaupa áskriftir handa starfsfólki hjá sér og auglýsa í auknum mæli á íslenskum miðlum og almenningur kaupi áskriftir vegna þess að það þarf að borga fyrir vandað fréttaefni og blaðamennsku, þetta er ekki ókeypis.“ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Við fyrstu skoðun eru þetta mjög jákvæðar aðgerðir fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild sinni. Þarna er verið að viðurkenna hlutverk blaðamennsku og fjölmiðla sem er mjög mikilvægt. Fjölmiðlar eru skilgreindir sem grunnstoð í samfélaginu. Öll orðræðan og orðanotkunin finnst mér mjög jákvæð og til marks um að stjórnvöld séu að öðlast skilning á þessu mikilvægi og það sem þurfi að gera,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti í dag tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla. Með aðgerðunum ættu opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla hér á landi að næstum tvöfaldast á þarnæsta ári en meðal annars verða umsvif Rúv á auglýsingamarkaði takmörkuð. Sigríður Dögg segir að í draumaheimi þyrftu fjölmiðlar ekki á styrkjum að halda en íslenskt fjölmiðlaumhverfi sé nú að ganga í gegnum mikið umbreytingartímabil. „Þarna er fyrirsjáanleiki, styrkir eru framlengdir til fimm ára, það hefur verið kallað eftir því. Mér finnst mjög jákvætt að þarna er verið að boða aðgerðir til að skattleggja samfélagsmiðla og tæknirisa. Það verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana enn þá betur.“ Taka á stóra bleika fílnum Forsvarsmenn einkarekinna fjölmiðla hér á landi hafa kallað eftir því að einhverjar skorður yrðu settar á Ríkisútvarpið vegna bágrar stöðu einkareknu miðlanna. „Þarna er verið að taka á, eins og það hefur verið kallað stóra bleika fílnum í herberginu, Rúv á auglýsingamarkaði en þó án þess að skerða tekjur Rúv. Það sem við höfum líka kallað eftir að það verði tekið á þessu með einhverjum hætti, það hefur verið ákall frá öðrum miðlum en um leið er ekki verið að skerða auglýsingatekjurnar með þeim hætti að það sé hætta á að auglýsingarnar fari úr landi,“ segir Sigríður Dögg. https://www.visir.is/g/20252819937d Þá hafi Blaðamannafélagið og fjölmiðla einnig lagt áherslu á afslátt af áskriftum fjölmiða. Hún tekur samt sem áður fram að samkvæmt nýlegu dæmi frá Danmörku virki slíkir afslættir ekki nógu vel og skili ekki nægilega miklu til fjölmiðlanna. „Svo söknum við þess að fá ekki styrkir í það sem við höfum verið að reyna koma á fót, styrktarsjóð fyrir sjálfstætt starfandi blaðamenn en þetta er allavega skref í rétta átt,“ segir hún. Biðlar til samfélagsins Sigríður kallar eftir því að almenningur og fyrirtæki taki einnig þátt í því að styrkja fjölmiðla. „Nú eru stjórnvöld búin að gera sitt og þá þarf samfélagið að stíga inn í þetta stóra verkefni líka,“ segir hún. „Við biðlum til atvinnulífsins að kaupa áskriftir handa starfsfólki hjá sér og auglýsa í auknum mæli á íslenskum miðlum og almenningur kaupi áskriftir vegna þess að það þarf að borga fyrir vandað fréttaefni og blaðamennsku, þetta er ekki ókeypis.“
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira