Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2025 14:42 Forstjóri Sjúkratrygginga, heilbrigðisráðherra og formaður SÁÁ ásamt fleiri hagsmunaaðilum. Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferð við fíknsjúkdómi. Samningurinn er sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu og felur í sér mikilvæga viðurkenningu á fíknsjúkdómi sem alvarlegum og langvinnum heilbrigðisvanda sem krefst samfelldrar og faglegrar meðferðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Þar segir að samningurinn byggi á fjórum eldri samningum sem eru sameinaðir í einn. Nýr samningur marki mikilvægt skref í átt að auknum sveigjanleika, markvissari forgangsröðun, auknum afköstum og skýrari gæðakröfum í fíknimeðferðum á Íslandi. Sveigjanlegra meðferðarform, aukið aðgengi og jafnræði Með samningnum verður innleidd ný dagdeildarmeðferð á göngudeildum sem sameinar þætti frá inniliggjandi meðferð á Vogi og áframhaldandi sálfélagslega meðferð á Vík. „Með nýjum samningi færist áhersla frá því að meðferð sé fyrst bundin við fráhvarfsmeðferð með innlögn á Vogi og í framhaldi í fíknimeðferð á Vík yfir í sveigjanlegra kerfi þar sem einstaklingar fá meðferð við hæfi. Þeir sem geta nýtt sér fráhvarfsmeðferð á dagdeild fá nú aukin tækifæri til þess, sem kemur betur til móts við aðra hópa svo sem konur sem innlögn hentar síður. Þetta bætir aðgengi að meðferð og eykur jafnræði.“ Forgangsröðun og viðeigandi úrræði Þá stendur til að efla fíknimóttöku SÁÁ með það að leiðarljósi að bæta forgangsröðun í meðferð og tryggja að einstaklingar fái viðeigandi úrræði á réttum tíma. „Samningurinn leggur aukna áherslu á hvata sem tengjast árangri og afköstum, auk þess sem gæðaviðmið eru skilgreind með skýrari hætti. Kostnaðargreiningar verða hluti af samningnum og unnið verður áfram að frekari greiningu til að styðja við skilvirka nýtingu fjármuna. Samningurinn tekur til viðbótar við fyrri samningum, svo sem meðferðar vegna spilafíknar.“ Efling barna- og fjölskylduþjónustu Með samningnum er barna- og fjölskylduþjónusta efld. Aukinn stuðningur verður veittur börnum sjúklinga og fjölskyldum þeirra, meðal annars með sálfræðiþjónustu og fræðslu. Markmiðið er að styðja betur við bataferli foreldra og draga úr neikvæðum áhrifum fíknisjúkdóma á fjölskyldur. Samningurinn er til fjögurra ára og fjárhagsrammi hans rúmir tveir milljarðar á ári. Samningurinn veitir SÁÁ aukið svigrúm til að forgangsraða meðferð eftir þörfum hverju sinni innan ramma samningsins og tryggir um leið skýrari ábyrgð, aukin gæði og betri þjónustu fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem glíma við fíknisjúkdóma. „Það er mikið fagnaðarefni að kominn sé á nýr heildarsamningur við SÁÁ til fjögurra ára en samningurinn endurspeglar áherslu ríkisstjórnarinnar á að fjármagna og auka aðgengi að meðferðarúrræðum vegna fíknivanda. Ég er fullviss um að samningurinn verði til mikilla bóta enda felur hann í sér auknar faglegar kröfur, aukið svigrúm til forgangsröðunar og fjölbreyttari úrræði en áður, s.s. öflugri barna- og fjölskylduþjónustu og meðferð við spilafíkn,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra í tilkynningu. „Með þessum samningi er ekki aðeins verið að styrkja faglegan grunn meðferðar, heldur einnig að tryggja að aðgengi að henni sé raunhæft fyrir alla sem þurfa á henni að halda. Áhersla á Vík sem inniliggjandi úrræði með minni greiðsluþátttöku er lykilatriði í því samhengi,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ í tilkynningu. Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, bætir við: „Nýr samningur markar mikilvægt skref í átt að auknum sveigjanleika, markvissari forgangsröðun, auknum afköstum og skýrari gæðakröfum í fíknimeðferðum á Íslandi. Það er ánægjulegt og mikil tímamót að nú sé kominn nýr heildarsamningur sem eykur aðgengi og stuðlar að heildstæðari þjónustu við fíknisjúkdómum.“ SÁÁ Sjúkratryggingar Fíkn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Þar segir að samningurinn byggi á fjórum eldri samningum sem eru sameinaðir í einn. Nýr samningur marki mikilvægt skref í átt að auknum sveigjanleika, markvissari forgangsröðun, auknum afköstum og skýrari gæðakröfum í fíknimeðferðum á Íslandi. Sveigjanlegra meðferðarform, aukið aðgengi og jafnræði Með samningnum verður innleidd ný dagdeildarmeðferð á göngudeildum sem sameinar þætti frá inniliggjandi meðferð á Vogi og áframhaldandi sálfélagslega meðferð á Vík. „Með nýjum samningi færist áhersla frá því að meðferð sé fyrst bundin við fráhvarfsmeðferð með innlögn á Vogi og í framhaldi í fíknimeðferð á Vík yfir í sveigjanlegra kerfi þar sem einstaklingar fá meðferð við hæfi. Þeir sem geta nýtt sér fráhvarfsmeðferð á dagdeild fá nú aukin tækifæri til þess, sem kemur betur til móts við aðra hópa svo sem konur sem innlögn hentar síður. Þetta bætir aðgengi að meðferð og eykur jafnræði.“ Forgangsröðun og viðeigandi úrræði Þá stendur til að efla fíknimóttöku SÁÁ með það að leiðarljósi að bæta forgangsröðun í meðferð og tryggja að einstaklingar fái viðeigandi úrræði á réttum tíma. „Samningurinn leggur aukna áherslu á hvata sem tengjast árangri og afköstum, auk þess sem gæðaviðmið eru skilgreind með skýrari hætti. Kostnaðargreiningar verða hluti af samningnum og unnið verður áfram að frekari greiningu til að styðja við skilvirka nýtingu fjármuna. Samningurinn tekur til viðbótar við fyrri samningum, svo sem meðferðar vegna spilafíknar.“ Efling barna- og fjölskylduþjónustu Með samningnum er barna- og fjölskylduþjónusta efld. Aukinn stuðningur verður veittur börnum sjúklinga og fjölskyldum þeirra, meðal annars með sálfræðiþjónustu og fræðslu. Markmiðið er að styðja betur við bataferli foreldra og draga úr neikvæðum áhrifum fíknisjúkdóma á fjölskyldur. Samningurinn er til fjögurra ára og fjárhagsrammi hans rúmir tveir milljarðar á ári. Samningurinn veitir SÁÁ aukið svigrúm til að forgangsraða meðferð eftir þörfum hverju sinni innan ramma samningsins og tryggir um leið skýrari ábyrgð, aukin gæði og betri þjónustu fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem glíma við fíknisjúkdóma. „Það er mikið fagnaðarefni að kominn sé á nýr heildarsamningur við SÁÁ til fjögurra ára en samningurinn endurspeglar áherslu ríkisstjórnarinnar á að fjármagna og auka aðgengi að meðferðarúrræðum vegna fíknivanda. Ég er fullviss um að samningurinn verði til mikilla bóta enda felur hann í sér auknar faglegar kröfur, aukið svigrúm til forgangsröðunar og fjölbreyttari úrræði en áður, s.s. öflugri barna- og fjölskylduþjónustu og meðferð við spilafíkn,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra í tilkynningu. „Með þessum samningi er ekki aðeins verið að styrkja faglegan grunn meðferðar, heldur einnig að tryggja að aðgengi að henni sé raunhæft fyrir alla sem þurfa á henni að halda. Áhersla á Vík sem inniliggjandi úrræði með minni greiðsluþátttöku er lykilatriði í því samhengi,“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ í tilkynningu. Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, bætir við: „Nýr samningur markar mikilvægt skref í átt að auknum sveigjanleika, markvissari forgangsröðun, auknum afköstum og skýrari gæðakröfum í fíknimeðferðum á Íslandi. Það er ánægjulegt og mikil tímamót að nú sé kominn nýr heildarsamningur sem eykur aðgengi og stuðlar að heildstæðari þjónustu við fíknisjúkdómum.“
SÁÁ Sjúkratryggingar Fíkn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira