Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2025 13:19 Nokkrir þingmenn hafa lent í vandræðum með tölvupóstinn. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem sendi óvart tölvupóst á alla kollega sína í efnahags- og viðskiptanefnd, er ekki sá fyrsti til að hlaupa á sig í þessum efnum og eflaust heldur ekki sá síðasti. Tölvupóstsendingar hafa reynst fyrrum kollegum hans fjötur um fót. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu krafist þess að frumvarp um kílómetragjald yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu. Framkvæmdastjórinn hafði viðrað áhyggjur af tæknilegum útfærslum á gjaldinu gagnvart skattinum. Í svari sem Sigmundur ætlaði framkvæmdastjóranum en sendi þingmönnum í nefndinni sagðist hann myndu krefjast þess að málið yrði endurmetið. Fór stjórnarandstaðan í kjölfarið með málið upp í pontu Alþingis og fagnaði því að stjórnarþingmaður hefði kallað eftir endurskoðun málsins. Þingmenn stjórnar sögðu hins vegar að Sigmundur hefði einungis viðrað áhyggjur af tæknilegum útfærslum, sem þegar hefði verið tekið á. Voru því deildar meiningar um innihald póstsins. Átti bara að fara á aðstoðarmanninn Frægasta íslenska dæmið um tölvupóst sem átti ekki að fara lengra er líklegast tölvupóstur Bjarna Harðarsonar, þáverandi þingmanns Framsóknar, frá því í nóvember 2008 sem hann sendi á alla fjölmiðla landsins en átti að fara til aðstoðarmanns hans, Ármanns Inga Sigurðssonar. Það hefði líklega ekki þótt fréttnæmt ef ekki hefði verið fyrir innihald póstsins. „sæll hér er merkilegt bréf ertu til í að búa til anymous netfang og senda þetta úr því á alla fjölmiðla, -b.,“ Átti bréfið sem um ræðir að fara til Valgerðar Sverrisdóttur, þáverandi varaformanns Framsóknar, og var það undirritað af tveimur Framsóknarmönnum. Var Valgerður í bréfinu minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna og gerðar miklar athugasemdir við afstöðu hennar gagnvart Evrópusambandinu. Skömmu síðar sendi hann fjölmiðlum annan tölvupóst: „ágætu fjölmiðlamenn mér urðu á lítilsháttar mistök áðan við sendingu á bréfi til aðstoðarmanns míns bréf þetta sem átti aðeins að fara milli okkar tveggja lenti óvart á hópsendingarlista fjölmiðla ég vil því vinsamlegast fara þess á leit við ykkur að þið eyðið þessu bréfi og nýtið hvorki efni þess né þessi mistök mín sem urðu til þess að bréfið rataði ranglega í ykkar hendur á nokkurn hátt í miðlum ykkar með kærri kveðju og fyrirfram þökk -b.“ Við því var ekki orðið. Bjarni sagði í kjölfarið af sér þingmennsku og sagðist í tilkynningu hafa gert alvarleg mistök. „Og vitaskuld hljóp hér pólitískur hiti með mig í gönur. Ég hef af þeirri ástæðu ákveðið að segja af mér þingmennsku enda hefur það ævinlega verið bjargföst sannfæring mín að menn eigi alltaf að axla ábyrgð á eigin gerðum.“ Áhyggjur af samflokksmanninum fóru á fleiri félaga Minna en ári síðar, í ágúst 2009, lenti Margrét Tryggvadóttir, þáverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sem þá var og hét og komst á þing eftir bankahrun, í því að senda tölvupóst á nokkra félaga sína í hreyfingunni. Tölvupósturinn sneri að áhyggjum hennar af heilsufari samflokksmanns hennar, Þráins Bertelssonar, og átti eingöngu að fara til varamanns Þráins á þingi. „Ég hef miklar áhyggjur af Þráni og þar sem þú þekkir hann vel og þekkir e.t.v. betur inn á fjölskyldu hans eða forsögu en mig langar mig að bera þetta upp við þig. Kannski er það ímyndun að þú sért betur inn í hans málum en við en - það má alla vega reyna. Við höfðum áhyggjur af því snemma í sumar að hann væri að síga í eitthvert þunglyndi en svo virtist það brá af honum.“ Þá velti hún því fyrir sér hvort hann væri með alzheimer á byrjunarstigi. Hún sagði í samtali við Vísi seinna sama dag að henni hefði gengið gott eitt til með póstinum. Hún hefði haft áhyggjur af Þráni og hefði þær enn og þá hefðu viðbrögð hans við málinu ekki slegið á þær áhyggjur. Þráinn lýsti því yfir seinna sama dag að hann hygðist hætta í þingflokki Borgarahreyfingarinnar vegna málsins. Hann sagðist hafa gert stjórn hreyfingarinnar það ljóst að annaðhvort segði hann sig úr hreyfingunni eða stjórnin myndi reka hana og gera kröfu um að hún segði af sér þingmennsku. Svo fór að Þráinn hætti í hreyfingunni og var utan flokka í rúmt ár. Borgarahreyfingin varð að Hreyfingunni. Þá gekk hann til liðs við VG, í september 2010. Varð hann einkar mikilvægur hlekkur fyrir þáverandi meirihluta líkt og frétt Vísis frá því í apríl 2011 ber með sér. Ýtti óvart á reply-all Ásmundur Friðriksson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í apríl árið 2018 í velferðarnefnd. Hann sendi öllum þingmönnum í nefndinni svar eftir að hafa fengið boð um nefndarfund frá Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata og formanni nefndarinnar, vegna umfjöllunar Stundarinnar um mál Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu þar sem sagði að hann hefði hlutast til um meðferð máls barna sem Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hélt utan um. „Sæl. Ég verð ekki á þessum fundi og ég les ekki Stundina, en er það fjölmiðill sem fólk tekur mark á aðrir en Píratar. Bkv Ási Friðriks,“ skrifaði Ásmundur í tölvupóstinum sem átti að fara til Halldóru en fór á alla nefndina og svo virðist vera sem hann hafi einnig ratað til þingflokks Pírata. Sakaði hann í kjölfarið Pírata um að „mígleka“ upplýsingum til Stundarinnar eftir að miðillinn vitnaði beint í efni tölvupóstsins. „Ég notaði póst sem formaðurinn sendi nefndinni og svaraði til baka. Það er skemmst frá því að segja að það leið örskammur tími frá því að ég sendi svarið á nefndina að tölvupósturinn frá mér til nefndarmanna birtist óbreyttur á vef Stundarinnar,“ skrifaði Ásmundur um málið á Facebook. Ásmundur sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að Halldóra hefði bætt þingflokki Pírata inn í tölvupóstsendingar sem einungis áttu að vera á milli nefndarmanna. Halldóra svaraði Ásmundi fullum hálsi og sagði það hafa verið hans mistök að ganga ekki úr skugga um hvert hann sendi tölvupóst. Ekki hafi ríkt trúnaður um efni tölvupóstsins sem hún hafi sent frá sér, þar hafi hún einfaldlega verið að tilkynna nefndinni, forseta þingsins, ráðherra og þingflokki um að opinn fundur yrði haldinn í nefndinni. „Hann gerir bara „reply all“ (svara öllum). Þetta voru mistök af hans hálfu. Það átti ekki að vera neinn trúnaður um þessa tilkynningu. Ég get ekki verið ábyrg fyrir því ef hann skoðar ekki hvert pósturinn er að fara,“ sagði Halldóra í samtali við mbl.is um málið á sínum tíma. Alþingi Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
Vísir greindi frá því í gærkvöldi að þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu krafist þess að frumvarp um kílómetragjald yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu. Framkvæmdastjórinn hafði viðrað áhyggjur af tæknilegum útfærslum á gjaldinu gagnvart skattinum. Í svari sem Sigmundur ætlaði framkvæmdastjóranum en sendi þingmönnum í nefndinni sagðist hann myndu krefjast þess að málið yrði endurmetið. Fór stjórnarandstaðan í kjölfarið með málið upp í pontu Alþingis og fagnaði því að stjórnarþingmaður hefði kallað eftir endurskoðun málsins. Þingmenn stjórnar sögðu hins vegar að Sigmundur hefði einungis viðrað áhyggjur af tæknilegum útfærslum, sem þegar hefði verið tekið á. Voru því deildar meiningar um innihald póstsins. Átti bara að fara á aðstoðarmanninn Frægasta íslenska dæmið um tölvupóst sem átti ekki að fara lengra er líklegast tölvupóstur Bjarna Harðarsonar, þáverandi þingmanns Framsóknar, frá því í nóvember 2008 sem hann sendi á alla fjölmiðla landsins en átti að fara til aðstoðarmanns hans, Ármanns Inga Sigurðssonar. Það hefði líklega ekki þótt fréttnæmt ef ekki hefði verið fyrir innihald póstsins. „sæll hér er merkilegt bréf ertu til í að búa til anymous netfang og senda þetta úr því á alla fjölmiðla, -b.,“ Átti bréfið sem um ræðir að fara til Valgerðar Sverrisdóttur, þáverandi varaformanns Framsóknar, og var það undirritað af tveimur Framsóknarmönnum. Var Valgerður í bréfinu minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna og gerðar miklar athugasemdir við afstöðu hennar gagnvart Evrópusambandinu. Skömmu síðar sendi hann fjölmiðlum annan tölvupóst: „ágætu fjölmiðlamenn mér urðu á lítilsháttar mistök áðan við sendingu á bréfi til aðstoðarmanns míns bréf þetta sem átti aðeins að fara milli okkar tveggja lenti óvart á hópsendingarlista fjölmiðla ég vil því vinsamlegast fara þess á leit við ykkur að þið eyðið þessu bréfi og nýtið hvorki efni þess né þessi mistök mín sem urðu til þess að bréfið rataði ranglega í ykkar hendur á nokkurn hátt í miðlum ykkar með kærri kveðju og fyrirfram þökk -b.“ Við því var ekki orðið. Bjarni sagði í kjölfarið af sér þingmennsku og sagðist í tilkynningu hafa gert alvarleg mistök. „Og vitaskuld hljóp hér pólitískur hiti með mig í gönur. Ég hef af þeirri ástæðu ákveðið að segja af mér þingmennsku enda hefur það ævinlega verið bjargföst sannfæring mín að menn eigi alltaf að axla ábyrgð á eigin gerðum.“ Áhyggjur af samflokksmanninum fóru á fleiri félaga Minna en ári síðar, í ágúst 2009, lenti Margrét Tryggvadóttir, þáverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sem þá var og hét og komst á þing eftir bankahrun, í því að senda tölvupóst á nokkra félaga sína í hreyfingunni. Tölvupósturinn sneri að áhyggjum hennar af heilsufari samflokksmanns hennar, Þráins Bertelssonar, og átti eingöngu að fara til varamanns Þráins á þingi. „Ég hef miklar áhyggjur af Þráni og þar sem þú þekkir hann vel og þekkir e.t.v. betur inn á fjölskyldu hans eða forsögu en mig langar mig að bera þetta upp við þig. Kannski er það ímyndun að þú sért betur inn í hans málum en við en - það má alla vega reyna. Við höfðum áhyggjur af því snemma í sumar að hann væri að síga í eitthvert þunglyndi en svo virtist það brá af honum.“ Þá velti hún því fyrir sér hvort hann væri með alzheimer á byrjunarstigi. Hún sagði í samtali við Vísi seinna sama dag að henni hefði gengið gott eitt til með póstinum. Hún hefði haft áhyggjur af Þráni og hefði þær enn og þá hefðu viðbrögð hans við málinu ekki slegið á þær áhyggjur. Þráinn lýsti því yfir seinna sama dag að hann hygðist hætta í þingflokki Borgarahreyfingarinnar vegna málsins. Hann sagðist hafa gert stjórn hreyfingarinnar það ljóst að annaðhvort segði hann sig úr hreyfingunni eða stjórnin myndi reka hana og gera kröfu um að hún segði af sér þingmennsku. Svo fór að Þráinn hætti í hreyfingunni og var utan flokka í rúmt ár. Borgarahreyfingin varð að Hreyfingunni. Þá gekk hann til liðs við VG, í september 2010. Varð hann einkar mikilvægur hlekkur fyrir þáverandi meirihluta líkt og frétt Vísis frá því í apríl 2011 ber með sér. Ýtti óvart á reply-all Ásmundur Friðriksson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í apríl árið 2018 í velferðarnefnd. Hann sendi öllum þingmönnum í nefndinni svar eftir að hafa fengið boð um nefndarfund frá Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata og formanni nefndarinnar, vegna umfjöllunar Stundarinnar um mál Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu þar sem sagði að hann hefði hlutast til um meðferð máls barna sem Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hélt utan um. „Sæl. Ég verð ekki á þessum fundi og ég les ekki Stundina, en er það fjölmiðill sem fólk tekur mark á aðrir en Píratar. Bkv Ási Friðriks,“ skrifaði Ásmundur í tölvupóstinum sem átti að fara til Halldóru en fór á alla nefndina og svo virðist vera sem hann hafi einnig ratað til þingflokks Pírata. Sakaði hann í kjölfarið Pírata um að „mígleka“ upplýsingum til Stundarinnar eftir að miðillinn vitnaði beint í efni tölvupóstsins. „Ég notaði póst sem formaðurinn sendi nefndinni og svaraði til baka. Það er skemmst frá því að segja að það leið örskammur tími frá því að ég sendi svarið á nefndina að tölvupósturinn frá mér til nefndarmanna birtist óbreyttur á vef Stundarinnar,“ skrifaði Ásmundur um málið á Facebook. Ásmundur sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að Halldóra hefði bætt þingflokki Pírata inn í tölvupóstsendingar sem einungis áttu að vera á milli nefndarmanna. Halldóra svaraði Ásmundi fullum hálsi og sagði það hafa verið hans mistök að ganga ekki úr skugga um hvert hann sendi tölvupóst. Ekki hafi ríkt trúnaður um efni tölvupóstsins sem hún hafi sent frá sér, þar hafi hún einfaldlega verið að tilkynna nefndinni, forseta þingsins, ráðherra og þingflokki um að opinn fundur yrði haldinn í nefndinni. „Hann gerir bara „reply all“ (svara öllum). Þetta voru mistök af hans hálfu. Það átti ekki að vera neinn trúnaður um þessa tilkynningu. Ég get ekki verið ábyrg fyrir því ef hann skoðar ekki hvert pósturinn er að fara,“ sagði Halldóra í samtali við mbl.is um málið á sínum tíma.
Alþingi Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira