Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Lovísa Arnardóttir skrifar 16. desember 2025 21:52 Gunnar Ingi í endurhæfingu á Grensás. Á myndinni til hægri má sjá björgunarbátinn í firðinum kvöldið sem Gunnar Ingi lenti í slysinu. Aðsendar Fjölskylda Gunnars Inga Hákonarsonar safnar nú fyrir hann og móður hans, Jónu B. Brynjarsdóttur, til að mæta miklum kostnaði vegna endurhæfingar Gunnars Inga. Gunnar Ingi og Jóna eru búsett á Ísafirði en dvelja Reykjavík svo Gunnar Ingi geti sinnt endurhæfingu á Grensás. Hann lenti í umferðarslysi í október þegar hann missti meðvitund undir stýri og bíllinn rann út í sjó. Í lok október var greint frá því að karlmaður hefði lent í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á tíunda tímanum. Maðurinn var hífður upp úr sjónum og fluttur á sjúkrahús á Ísafirði og síðar með sjúkraflugi á Landspítalann. „Við viljum byrja á að þakka innilega fyrir allan þann stuðning, hlýju og kærleika sem Gunnari Inga og fjölskyldu hefur verið sýndur frá októberkvöldinu örlagaríka þegar bíll Gunnars hafnaði út í sjó á Ísafirði. Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað þetta kvöld og sendum við öllum sem komu að björguninni okkar innilegustu þakkir,“ segir í færslu frá Matthildi Helgadóttur Jónudóttur á Facebook en undir hana skrifar stórfjölskyldan. Þar kemur fram að þó svo að það sé farið að sjá til sólar hjá Gunnari sé ljóst að bataferli hans verði langt. Hann sé í endurhæfingu á Grensás og þurfi að vera þar um óákveðinn tíma. Það þýði að bæði hann og móðir hans, Jóna Björk, komi til með að dvelja fjarri heimilinu á Ísafirði með tilheyrandi kostnaði og tekjutapi. „Fjárhagsáhyggjur eru það síðasta sem við viljum að fólk í þeirra sporum þurfi að takast á við og því ákváðum við stórfjölskyldan að hefja söfnun til að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgir svona verkefnum. Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir í færslunni og að með því að leggja söfnuninni lið geti fólk aðstoðað við að létta undir hjá mæðginunum. Hægt er að finna nánari upplýsingar um reikningsnúmer í færslunni hér. Spennt að fara heim um jólin Jóna Björk segir í samtali við fréttastofu að þau séu þakklát stuðningi og spennt að komast heim um jólin. Gunnar Ingi glími enn við afleiðingar þess að hafa lent í sjónum en hann hafi orðið meðvitundarlaus og í kjölfarið hafi bíllinn runnið út í sjó. Hún segir þau spennt að komast heim, þó stutt verði. „Það er lokað á Grensás um jólin og því fáum við að fara heim í nokkra daga,“ segir Jóna Björk. Strax eftir jól komi þau svo aftur til Reykjavíkur í endurhæfingu. Ísafjarðarbær Samgönguslys Umferðaröryggi Lögreglumál Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Í lok október var greint frá því að karlmaður hefði lent í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á tíunda tímanum. Maðurinn var hífður upp úr sjónum og fluttur á sjúkrahús á Ísafirði og síðar með sjúkraflugi á Landspítalann. „Við viljum byrja á að þakka innilega fyrir allan þann stuðning, hlýju og kærleika sem Gunnari Inga og fjölskyldu hefur verið sýndur frá októberkvöldinu örlagaríka þegar bíll Gunnars hafnaði út í sjó á Ísafirði. Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað þetta kvöld og sendum við öllum sem komu að björguninni okkar innilegustu þakkir,“ segir í færslu frá Matthildi Helgadóttur Jónudóttur á Facebook en undir hana skrifar stórfjölskyldan. Þar kemur fram að þó svo að það sé farið að sjá til sólar hjá Gunnari sé ljóst að bataferli hans verði langt. Hann sé í endurhæfingu á Grensás og þurfi að vera þar um óákveðinn tíma. Það þýði að bæði hann og móðir hans, Jóna Björk, komi til með að dvelja fjarri heimilinu á Ísafirði með tilheyrandi kostnaði og tekjutapi. „Fjárhagsáhyggjur eru það síðasta sem við viljum að fólk í þeirra sporum þurfi að takast á við og því ákváðum við stórfjölskyldan að hefja söfnun til að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgir svona verkefnum. Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir í færslunni og að með því að leggja söfnuninni lið geti fólk aðstoðað við að létta undir hjá mæðginunum. Hægt er að finna nánari upplýsingar um reikningsnúmer í færslunni hér. Spennt að fara heim um jólin Jóna Björk segir í samtali við fréttastofu að þau séu þakklát stuðningi og spennt að komast heim um jólin. Gunnar Ingi glími enn við afleiðingar þess að hafa lent í sjónum en hann hafi orðið meðvitundarlaus og í kjölfarið hafi bíllinn runnið út í sjó. Hún segir þau spennt að komast heim, þó stutt verði. „Það er lokað á Grensás um jólin og því fáum við að fara heim í nokkra daga,“ segir Jóna Björk. Strax eftir jól komi þau svo aftur til Reykjavíkur í endurhæfingu.
Ísafjarðarbær Samgönguslys Umferðaröryggi Lögreglumál Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira