Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Kjartan Kjartansson skrifar 15. desember 2025 11:54 Leiðtogar finnsku ríkisstjórnarinnar. Petteri Orpo, forsætisráðherra, og Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, standa í miðjunni þótt þau séu bæði mislangt úti á hægri vængnum. Vísir/EPA Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, er ekki hlátur í huga yfir stuðningsyfirlýsingum samherja hans í ríkisstjórn við fegurðardrottningu á samfélagsmiðlum. Forsætisráðherrann segir sanna Finna sýna af sér barnaskap með því að birta af sér myndir þar sem þeir gera sig „skáeygða“. Nokkur fjöldi þingmanna og félaga í þjóðernisíhaldsflokknum Sönnum Finnum birti af sér myndir þar sem þeir teygja augnlokin á sér til að verða skáeygðir á samfélagsmiðlum í síðustu viku. Það var tilraun þeirra til að lýsa yfir stuðningi við fegurðardrottningu sem var svipt titlinum ungfrú Finnland fyrir að birta slíka mynd af sér. Myndirnar eru almennt taldar rasískar og særandi fyrir fólk af asískum uppruna. Sannir Finnar, sem eiga sæti í ríkisstjórn, hafa vísað slíkri gagnrýni á bug sem tepruskap og húmorsleysi. Orpo forsætisráðherra er ekki á sama máli. Hann sagði fréttamönnum að þingmenn ættu að setja gott fordæmi í hegðun og að myndirnar væru það ekki. „Þetta varð barnalegt,“ sagði forsætisráðherrann sem ætlar að ræða málið við leiðtoga þingflokkanna á finnska þinginu í vikunni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, varaforsætisráðherra og fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig frekar um uppákomuna í gær. Ekki sú fyrsta sem fellur í forarpyttinn Upphaflega reyndi Sarah Dzafce, fegurðardrottningin umtalaða, að þræta fyrir að hún hafi ætlað sér að gera grín að Kínverjum með færslu sinni. Síðar gekkst hún við því og baðst afsökunar en þá var það orðið of seint. Dzafce er ekki sú fyrsta sem fellur í það fen að gera grín að kynþætti fólks opinberlega. Allt Ólympíulið Spánverja í körfubolta birti mynd af sér þar sem það gerði sig skáeygt í aðdraganda leikanna í Beijing í Kína árið 2008. Pau Gasol, stjarna liðsins, bar fyrir sig að myndin hefði átt að vera fyndin en ekki særandi. Hann gaf út svonefnda efsökunarbeiðni, skilyrta afsökunarbeiðni ef svo skyldi vera að einhver hefði móðgast. „Mér þykir það leitt ef einhverjum fannst eða tók þessu á rangan hátt og fannst það vera móðgandi,“ sagði þáverandi NBA-stjarnan. Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11. desember 2025 13:39 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið Fleiri fréttir Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Sjá meira
Nokkur fjöldi þingmanna og félaga í þjóðernisíhaldsflokknum Sönnum Finnum birti af sér myndir þar sem þeir teygja augnlokin á sér til að verða skáeygðir á samfélagsmiðlum í síðustu viku. Það var tilraun þeirra til að lýsa yfir stuðningi við fegurðardrottningu sem var svipt titlinum ungfrú Finnland fyrir að birta slíka mynd af sér. Myndirnar eru almennt taldar rasískar og særandi fyrir fólk af asískum uppruna. Sannir Finnar, sem eiga sæti í ríkisstjórn, hafa vísað slíkri gagnrýni á bug sem tepruskap og húmorsleysi. Orpo forsætisráðherra er ekki á sama máli. Hann sagði fréttamönnum að þingmenn ættu að setja gott fordæmi í hegðun og að myndirnar væru það ekki. „Þetta varð barnalegt,“ sagði forsætisráðherrann sem ætlar að ræða málið við leiðtoga þingflokkanna á finnska þinginu í vikunni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, varaforsætisráðherra og fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig frekar um uppákomuna í gær. Ekki sú fyrsta sem fellur í forarpyttinn Upphaflega reyndi Sarah Dzafce, fegurðardrottningin umtalaða, að þræta fyrir að hún hafi ætlað sér að gera grín að Kínverjum með færslu sinni. Síðar gekkst hún við því og baðst afsökunar en þá var það orðið of seint. Dzafce er ekki sú fyrsta sem fellur í það fen að gera grín að kynþætti fólks opinberlega. Allt Ólympíulið Spánverja í körfubolta birti mynd af sér þar sem það gerði sig skáeygt í aðdraganda leikanna í Beijing í Kína árið 2008. Pau Gasol, stjarna liðsins, bar fyrir sig að myndin hefði átt að vera fyndin en ekki særandi. Hann gaf út svonefnda efsökunarbeiðni, skilyrta afsökunarbeiðni ef svo skyldi vera að einhver hefði móðgast. „Mér þykir það leitt ef einhverjum fannst eða tók þessu á rangan hátt og fannst það vera móðgandi,“ sagði þáverandi NBA-stjarnan.
Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11. desember 2025 13:39 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið Fleiri fréttir Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Sjá meira
Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11. desember 2025 13:39