Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Kjartan Kjartansson skrifar 15. desember 2025 11:54 Leiðtogar finnsku ríkisstjórnarinnar. Petteri Orpo, forsætisráðherra, og Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, standa í miðjunni þótt þau séu bæði mislangt úti á hægri vængnum. Vísir/EPA Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, er ekki hlátur í huga yfir stuðningsyfirlýsingum samherja hans í ríkisstjórn við fegurðardrottningu á samfélagsmiðlum. Forsætisráðherrann segir sanna Finna sýna af sér barnaskap með því að birta af sér myndir þar sem þeir gera sig „skáeygða“. Nokkur fjöldi þingmanna og félaga í þjóðernisíhaldsflokknum Sönnum Finnum birti af sér myndir þar sem þeir teygja augnlokin á sér til að verða skáeygðir á samfélagsmiðlum í síðustu viku. Það var tilraun þeirra til að lýsa yfir stuðningi við fegurðardrottningu sem var svipt titlinum ungfrú Finnland fyrir að birta slíka mynd af sér. Myndirnar eru almennt taldar rasískar og særandi fyrir fólk af asískum uppruna. Sannir Finnar, sem eiga sæti í ríkisstjórn, hafa vísað slíkri gagnrýni á bug sem tepruskap og húmorsleysi. Orpo forsætisráðherra er ekki á sama máli. Hann sagði fréttamönnum að þingmenn ættu að setja gott fordæmi í hegðun og að myndirnar væru það ekki. „Þetta varð barnalegt,“ sagði forsætisráðherrann sem ætlar að ræða málið við leiðtoga þingflokkanna á finnska þinginu í vikunni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, varaforsætisráðherra og fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig frekar um uppákomuna í gær. Ekki sú fyrsta sem fellur í forarpyttinn Upphaflega reyndi Sarah Dzafce, fegurðardrottningin umtalaða, að þræta fyrir að hún hafi ætlað sér að gera grín að Kínverjum með færslu sinni. Síðar gekkst hún við því og baðst afsökunar en þá var það orðið of seint. Dzafce er ekki sú fyrsta sem fellur í það fen að gera grín að kynþætti fólks opinberlega. Allt Ólympíulið Spánverja í körfubolta birti mynd af sér þar sem það gerði sig skáeygt í aðdraganda leikanna í Beijing í Kína árið 2008. Pau Gasol, stjarna liðsins, bar fyrir sig að myndin hefði átt að vera fyndin en ekki særandi. Hann gaf út svonefnda efsökunarbeiðni, skilyrta afsökunarbeiðni ef svo skyldi vera að einhver hefði móðgast. „Mér þykir það leitt ef einhverjum fannst eða tók þessu á rangan hátt og fannst það vera móðgandi,“ sagði þáverandi NBA-stjarnan. Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11. desember 2025 13:39 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Nokkur fjöldi þingmanna og félaga í þjóðernisíhaldsflokknum Sönnum Finnum birti af sér myndir þar sem þeir teygja augnlokin á sér til að verða skáeygðir á samfélagsmiðlum í síðustu viku. Það var tilraun þeirra til að lýsa yfir stuðningi við fegurðardrottningu sem var svipt titlinum ungfrú Finnland fyrir að birta slíka mynd af sér. Myndirnar eru almennt taldar rasískar og særandi fyrir fólk af asískum uppruna. Sannir Finnar, sem eiga sæti í ríkisstjórn, hafa vísað slíkri gagnrýni á bug sem tepruskap og húmorsleysi. Orpo forsætisráðherra er ekki á sama máli. Hann sagði fréttamönnum að þingmenn ættu að setja gott fordæmi í hegðun og að myndirnar væru það ekki. „Þetta varð barnalegt,“ sagði forsætisráðherrann sem ætlar að ræða málið við leiðtoga þingflokkanna á finnska þinginu í vikunni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, varaforsætisráðherra og fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig frekar um uppákomuna í gær. Ekki sú fyrsta sem fellur í forarpyttinn Upphaflega reyndi Sarah Dzafce, fegurðardrottningin umtalaða, að þræta fyrir að hún hafi ætlað sér að gera grín að Kínverjum með færslu sinni. Síðar gekkst hún við því og baðst afsökunar en þá var það orðið of seint. Dzafce er ekki sú fyrsta sem fellur í það fen að gera grín að kynþætti fólks opinberlega. Allt Ólympíulið Spánverja í körfubolta birti mynd af sér þar sem það gerði sig skáeygt í aðdraganda leikanna í Beijing í Kína árið 2008. Pau Gasol, stjarna liðsins, bar fyrir sig að myndin hefði átt að vera fyndin en ekki særandi. Hann gaf út svonefnda efsökunarbeiðni, skilyrta afsökunarbeiðni ef svo skyldi vera að einhver hefði móðgast. „Mér þykir það leitt ef einhverjum fannst eða tók þessu á rangan hátt og fannst það vera móðgandi,“ sagði þáverandi NBA-stjarnan.
Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11. desember 2025 13:39 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11. desember 2025 13:39