Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2025 13:32 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri tilkynnti stjórn Ríkisútvarpsins að framkvæmdastjórn hefði tekið ákvörðun um að Ísland yrði ekki með í Eurovision. Vísir/Vilhelm Útvarpsstjóri segir ljóst að einhverjir lagahöfundar muni draga framlög sín til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins í ljósi þess að Ísland verður ekki með Eurovision. Ákvörðun Íslands setji þrýsting á önnur Norðurlönd sem hann telur þó ólíklegt að hætti við þátttöku. Framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tilkynnti í gær að Ísland yrði ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Þátttaka Ísraels í keppninni yrði til þess að hvorki gleði né friður ríkti um þátttöku Íslands og segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ákvörðunina því tekna vegna dagskrárlegrasjónarmiða. Snemma í desember sat Stefán fund hjá EBU þar sem tekin var ákvörðun um að leyfa Ísrael að vera með. „Það var mjög áhugavert andrúmsloft þarna á þessum fundi. Það er almennt mikil samstaða milli EBU-ríkjanna almennt, en það er alveg augljóst að þetta einstaka málefni hefur skipt hópnum upp. Þó svo að allir hafi skilning á sjónarmiðum hinna í þessu máli, þá er þetta áhyggjuefni að mínu mati. Bæði fyrir Eurovision og EBU, að það takist ekki að leysa úr þessu flókna máli,“ segir Stefán. Norðurlöndin fylgja ekki Hann telur ákvörðun Íslands verða til þess að þrýstingur aukist á hin Norðurlöndin. Einhverjir útvarpsstjórar hafi haft samband við hann eftir ákvörðunina. „Þau ætla öll að taka þátt í keppninni á næsta ári. En það er ákveðinn blæbrigðamunur hvernig þau nálgast það, með hvaða hætti þau hafa lýst sinni afstöðu yfir. En niðurstaðan er alltaf sú sama, þau ætla enn sem komið er að taka þátt,“ segir Stefán. Enn er óvíst hvað verður um Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefur verið forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Það liggur fyrir að mjög margir af þeim sem sendu lög inn í keppnina voru að því vegna þess að þeir töldu að til stæði að taka þátt í Eurovision. Nú liggur fyrir að svo verður ekki, þannig þær forsendur hafa breyst. Þá förum við bara yfir þetta, eins og hver og einn gerir sömuleiðis,“ segir Stefán. Skemmta landsmönnum með einhverjum hætti Það verði einhver viðburður. „Við skulum bara orða það þannig að hér hjá Ríkisútvarpinu er fullt af góðum hugmyndum og hjá samstarfsaðilum okkar um land allt. Nú förum við að fara vel yfir það og taka ákvörðun um með hvaða hætti við ætlum að skemmta og lyfta upp landsmönnum á næsta ári,“ segir Stefán. Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Austurríki Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tilkynnti í gær að Ísland yrði ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Þátttaka Ísraels í keppninni yrði til þess að hvorki gleði né friður ríkti um þátttöku Íslands og segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ákvörðunina því tekna vegna dagskrárlegrasjónarmiða. Snemma í desember sat Stefán fund hjá EBU þar sem tekin var ákvörðun um að leyfa Ísrael að vera með. „Það var mjög áhugavert andrúmsloft þarna á þessum fundi. Það er almennt mikil samstaða milli EBU-ríkjanna almennt, en það er alveg augljóst að þetta einstaka málefni hefur skipt hópnum upp. Þó svo að allir hafi skilning á sjónarmiðum hinna í þessu máli, þá er þetta áhyggjuefni að mínu mati. Bæði fyrir Eurovision og EBU, að það takist ekki að leysa úr þessu flókna máli,“ segir Stefán. Norðurlöndin fylgja ekki Hann telur ákvörðun Íslands verða til þess að þrýstingur aukist á hin Norðurlöndin. Einhverjir útvarpsstjórar hafi haft samband við hann eftir ákvörðunina. „Þau ætla öll að taka þátt í keppninni á næsta ári. En það er ákveðinn blæbrigðamunur hvernig þau nálgast það, með hvaða hætti þau hafa lýst sinni afstöðu yfir. En niðurstaðan er alltaf sú sama, þau ætla enn sem komið er að taka þátt,“ segir Stefán. Enn er óvíst hvað verður um Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefur verið forkeppni Íslands fyrir Eurovision. „Það liggur fyrir að mjög margir af þeim sem sendu lög inn í keppnina voru að því vegna þess að þeir töldu að til stæði að taka þátt í Eurovision. Nú liggur fyrir að svo verður ekki, þannig þær forsendur hafa breyst. Þá förum við bara yfir þetta, eins og hver og einn gerir sömuleiðis,“ segir Stefán. Skemmta landsmönnum með einhverjum hætti Það verði einhver viðburður. „Við skulum bara orða það þannig að hér hjá Ríkisútvarpinu er fullt af góðum hugmyndum og hjá samstarfsaðilum okkar um land allt. Nú förum við að fara vel yfir það og taka ákvörðun um með hvaða hætti við ætlum að skemmta og lyfta upp landsmönnum á næsta ári,“ segir Stefán.
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Austurríki Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira