Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. desember 2025 00:03 Björn segir framtaksleysi bæjarins bera vott um dystópíska forgangsröðun. Vísir/Samsett Íbúi Kársneshverfis segir Kópavogsbæ taka auglýsingapláss fram yfir umferðaröryggi barna. Hann og ung dóttir hans hafi ítrekað sloppið með skrekkinn þegar bílar þjóti yfir gangbraut á rauðu ljósi og að ekki hafi það bætt úr skák að bótaheit Kópavogsbæjar hafi að engu orðið og að stærðar auglýsingaskilti hafi sömuleiðis verið komið upp við gangbrautarljósin sem byrgir ökumönnum sýn í skammdeginu. Björn Atli Davíðsson, íbúi á Kársnesi, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við bæjaryfirvöld varðandi gangbraut yfir Kársnesbraut sem hann og dóttir hans þvera til að komast á róluvöll við Huldubraut. Hann vakti athygli bæjarins á málinu í september þegar hann segir þau feðgin hafa næstum orðið fyrir bíl í þriðja sinn á sömu gangbraut. Sérstakt leyfi bæjarstjórnar skilyrði Hann sendi þá erindi á Kópavogsbæ og barst honum þau svör að þegar gatnaframkvæmdum sem yfir stóðu lyki yrði gangbrautin upphækkuð sem myndi hægja á umferð bíla um götuna. Björn segir hins vegar ekkert hafa orðið af því. Fyrir um mánuði síðan fylgdi hann erindinu eftir og hengdi við það myndband af stórri rútu Reykjavik Excursions, áður Kynnisferðir, aka yfir á flennirauðu ljósi. Hann segist hafa náð því á myndband vegna þess að algengara sé að bílar bruni yfir á rauðu ljósi en ekki. Þessu erindi var ekki svarað. Sjöunda desember síðastliðinn varð Björn svo var við að upplýstu auglýsingaskilti hefði verið komið upp á strætóskýlinu við gangbrautina, þar sem áður var auglýsingaskilti með plakati sem skipt var reglulega út. Auglýsingaskiltið vísar á veginn í austur en eins og Björn bendir á þarf ekki bara sérstakt leyfi bæjarstjórnar fyrir því að setja upp auglýsingaskilti á almannafæri heldur einnig sérstakt leyfi til að setja slíka búnað við veg þannig að honum sé beint að umferð. „Á virkilega að reyna að stela athygli ökumanna og selja þeim Honey Nut Cheerios og áskrift að sjónvarpi Símans á þessum stað?“ spyr Björn sig. Dystópísk forgangsröðun Björn bendir einnig á að enn vanti skjól og bekk í strætóskýlið sem um ræðir en að auglýsingaskilti skíni skært. „Hvers konar dystópíska forgangsröðun er það að manni sé lofað hraðahindrun fyrir umferðaröryggi barna en fái upplýsta auglýsingu í smettið í staðinn?“ spyr Björn. Sunnudagskvöldið síðasta sendi hann svo Kópavogsbæ upplýsingabeiðni varðandi upplýsta auglýsingaskiltið en honum hefur að hans sögn ekki enn borist móttökustaðfesting. Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Björn Atli Davíðsson, íbúi á Kársnesi, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við bæjaryfirvöld varðandi gangbraut yfir Kársnesbraut sem hann og dóttir hans þvera til að komast á róluvöll við Huldubraut. Hann vakti athygli bæjarins á málinu í september þegar hann segir þau feðgin hafa næstum orðið fyrir bíl í þriðja sinn á sömu gangbraut. Sérstakt leyfi bæjarstjórnar skilyrði Hann sendi þá erindi á Kópavogsbæ og barst honum þau svör að þegar gatnaframkvæmdum sem yfir stóðu lyki yrði gangbrautin upphækkuð sem myndi hægja á umferð bíla um götuna. Björn segir hins vegar ekkert hafa orðið af því. Fyrir um mánuði síðan fylgdi hann erindinu eftir og hengdi við það myndband af stórri rútu Reykjavik Excursions, áður Kynnisferðir, aka yfir á flennirauðu ljósi. Hann segist hafa náð því á myndband vegna þess að algengara sé að bílar bruni yfir á rauðu ljósi en ekki. Þessu erindi var ekki svarað. Sjöunda desember síðastliðinn varð Björn svo var við að upplýstu auglýsingaskilti hefði verið komið upp á strætóskýlinu við gangbrautina, þar sem áður var auglýsingaskilti með plakati sem skipt var reglulega út. Auglýsingaskiltið vísar á veginn í austur en eins og Björn bendir á þarf ekki bara sérstakt leyfi bæjarstjórnar fyrir því að setja upp auglýsingaskilti á almannafæri heldur einnig sérstakt leyfi til að setja slíka búnað við veg þannig að honum sé beint að umferð. „Á virkilega að reyna að stela athygli ökumanna og selja þeim Honey Nut Cheerios og áskrift að sjónvarpi Símans á þessum stað?“ spyr Björn sig. Dystópísk forgangsröðun Björn bendir einnig á að enn vanti skjól og bekk í strætóskýlið sem um ræðir en að auglýsingaskilti skíni skært. „Hvers konar dystópíska forgangsröðun er það að manni sé lofað hraðahindrun fyrir umferðaröryggi barna en fái upplýsta auglýsingu í smettið í staðinn?“ spyr Björn. Sunnudagskvöldið síðasta sendi hann svo Kópavogsbæ upplýsingabeiðni varðandi upplýsta auglýsingaskiltið en honum hefur að hans sögn ekki enn borist móttökustaðfesting.
Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira