Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. desember 2025 00:03 Björn segir framtaksleysi bæjarins bera vott um dystópíska forgangsröðun. Vísir/Samsett Íbúi Kársneshverfis segir Kópavogsbæ taka auglýsingapláss fram yfir umferðaröryggi barna. Hann og ung dóttir hans hafi ítrekað sloppið með skrekkinn þegar bílar þjóti yfir gangbraut á rauðu ljósi og að ekki hafi það bætt úr skák að bótaheit Kópavogsbæjar hafi að engu orðið og að stærðar auglýsingaskilti hafi sömuleiðis verið komið upp við gangbrautarljósin sem byrgir ökumönnum sýn í skammdeginu. Björn Atli Davíðsson, íbúi á Kársnesi, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við bæjaryfirvöld varðandi gangbraut yfir Kársnesbraut sem hann og dóttir hans þvera til að komast á róluvöll við Huldubraut. Hann vakti athygli bæjarins á málinu í september þegar hann segir þau feðgin hafa næstum orðið fyrir bíl í þriðja sinn á sömu gangbraut. Sérstakt leyfi bæjarstjórnar skilyrði Hann sendi þá erindi á Kópavogsbæ og barst honum þau svör að þegar gatnaframkvæmdum sem yfir stóðu lyki yrði gangbrautin upphækkuð sem myndi hægja á umferð bíla um götuna. Björn segir hins vegar ekkert hafa orðið af því. Fyrir um mánuði síðan fylgdi hann erindinu eftir og hengdi við það myndband af stórri rútu Reykjavik Excursions, áður Kynnisferðir, aka yfir á flennirauðu ljósi. Hann segist hafa náð því á myndband vegna þess að algengara sé að bílar bruni yfir á rauðu ljósi en ekki. Þessu erindi var ekki svarað. Sjöunda desember síðastliðinn varð Björn svo var við að upplýstu auglýsingaskilti hefði verið komið upp á strætóskýlinu við gangbrautina, þar sem áður var auglýsingaskilti með plakati sem skipt var reglulega út. Auglýsingaskiltið vísar á veginn í austur en eins og Björn bendir á þarf ekki bara sérstakt leyfi bæjarstjórnar fyrir því að setja upp auglýsingaskilti á almannafæri heldur einnig sérstakt leyfi til að setja slíka búnað við veg þannig að honum sé beint að umferð. „Á virkilega að reyna að stela athygli ökumanna og selja þeim Honey Nut Cheerios og áskrift að sjónvarpi Símans á þessum stað?“ spyr Björn sig. Dystópísk forgangsröðun Björn bendir einnig á að enn vanti skjól og bekk í strætóskýlið sem um ræðir en að auglýsingaskilti skíni skært. „Hvers konar dystópíska forgangsröðun er það að manni sé lofað hraðahindrun fyrir umferðaröryggi barna en fái upplýsta auglýsingu í smettið í staðinn?“ spyr Björn. Sunnudagskvöldið síðasta sendi hann svo Kópavogsbæ upplýsingabeiðni varðandi upplýsta auglýsingaskiltið en honum hefur að hans sögn ekki enn borist móttökustaðfesting. Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Björn Atli Davíðsson, íbúi á Kársnesi, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við bæjaryfirvöld varðandi gangbraut yfir Kársnesbraut sem hann og dóttir hans þvera til að komast á róluvöll við Huldubraut. Hann vakti athygli bæjarins á málinu í september þegar hann segir þau feðgin hafa næstum orðið fyrir bíl í þriðja sinn á sömu gangbraut. Sérstakt leyfi bæjarstjórnar skilyrði Hann sendi þá erindi á Kópavogsbæ og barst honum þau svör að þegar gatnaframkvæmdum sem yfir stóðu lyki yrði gangbrautin upphækkuð sem myndi hægja á umferð bíla um götuna. Björn segir hins vegar ekkert hafa orðið af því. Fyrir um mánuði síðan fylgdi hann erindinu eftir og hengdi við það myndband af stórri rútu Reykjavik Excursions, áður Kynnisferðir, aka yfir á flennirauðu ljósi. Hann segist hafa náð því á myndband vegna þess að algengara sé að bílar bruni yfir á rauðu ljósi en ekki. Þessu erindi var ekki svarað. Sjöunda desember síðastliðinn varð Björn svo var við að upplýstu auglýsingaskilti hefði verið komið upp á strætóskýlinu við gangbrautina, þar sem áður var auglýsingaskilti með plakati sem skipt var reglulega út. Auglýsingaskiltið vísar á veginn í austur en eins og Björn bendir á þarf ekki bara sérstakt leyfi bæjarstjórnar fyrir því að setja upp auglýsingaskilti á almannafæri heldur einnig sérstakt leyfi til að setja slíka búnað við veg þannig að honum sé beint að umferð. „Á virkilega að reyna að stela athygli ökumanna og selja þeim Honey Nut Cheerios og áskrift að sjónvarpi Símans á þessum stað?“ spyr Björn sig. Dystópísk forgangsröðun Björn bendir einnig á að enn vanti skjól og bekk í strætóskýlið sem um ræðir en að auglýsingaskilti skíni skært. „Hvers konar dystópíska forgangsröðun er það að manni sé lofað hraðahindrun fyrir umferðaröryggi barna en fái upplýsta auglýsingu í smettið í staðinn?“ spyr Björn. Sunnudagskvöldið síðasta sendi hann svo Kópavogsbæ upplýsingabeiðni varðandi upplýsta auglýsingaskiltið en honum hefur að hans sögn ekki enn borist móttökustaðfesting.
Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira