Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2025 10:35 Sabine Leskopf hefur setið sem borgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna frá 2018 og var varaborgarfulltrúi kjörtímabilið á undan, frá 2014. Aðsend Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segir það ekki auðvelda ákvörðun. Hún brenni fyrir jafnaðarstefnunni en geti ekki staðið með sannfæringu sinni með núverandi stefnu flokksins í innflytjendamálum. „Ég fann mitt pólitíska heimili innan Samfylkingarinnar einmitt vegna þess að málefni innflytjenda, sem ég brenn mest fyrir, eru í rauninni hjarta jafnaðarstefnunnar. Hún snýst um það að samfélög geti aðeins dafnað ef hver einstaklingur fær að njóta sín til fulls, óháð uppruna sínum. Virðing fyrir fjölbreytileikanum þarf að vera leiðarstef í slíkri stefnu. Við það stend ég enn,“ segir Sabine í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segir Samfylkinguna, í viðleitni til að ná til kjósenda á miðjunni, hafa bendlað innflytjendur við þær áskoranir sem nútímasamfélag standi frammi fyrir. Þannig ætli þau sömu leið og Viðreisn. Á sama tíma taki atvinnustefna stjórnvalda ekki á hraðri fólksfjölgun og stjórnvöld hafi ekki sett sér áætlanir til að vinna að inngildandi nálgun eða berjast gegn vaxandi skautun og útlendingaandúð í samfélaginu. „Þetta andvaraleysi bitnar á einn eða annan hátt á öllu fólki af erlendum uppruna. Mitt bakland í samfélagi innflytjenda tjáir mér með skýrum hætti að andrúmsloftið í landinu hafi svo sannarlega breyst til hins verra: andúð og fordómar sem og jaðarsetning íbúa af erlendum uppruna eru að aukast. Á slíkum tímum þarf flokkur eins og Samfylkingin að taka forystu og tala fyrir mannréttindum, mannúð og fjölmenningu; í stað þess að tala inn í fordóma og staðalmyndir eða þegja yfir árásum og andúð í garð viðkvæmra hópa,“ segir Sabine og að með því að bjóða sig ekki fram geti hún áfram staðið með sinni sannfæringu. „Ég vil taka fram að áherslur mínar og hugsjónir hafa alltaf notið virðingar og stuðnings á meðal samstarfsfólks míns innan Samfylkingarinnar í borginni þar sem ég sinni áfram þeim verkefnum sem ég var kjörin til. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig og gera það enn, og hlakka til að takast á við næstu áskoranir,“ segir hún að lokum. Reykjavík Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Innflytjendamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Látin líta út eins og „enemy number one“ af því að hún er ósammála Kristrúnu Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fór yfir hvað gerðist á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina í Bítinu á Bylgjunni. Hún segist, eins og fleiri innan flokksins, vera ósátt við orð formanns í nýlegu viðtali við útlendingamál þar sem Kristrún sagði að hún vildi ekki að Ísland skæri sig úr í útlendingamálum. 22. apríl 2024 09:25 Vill geta vísað flóttafólki úr landi innan tveggja sólarhringa Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf. 23. apríl 2024 10:40 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Ég fann mitt pólitíska heimili innan Samfylkingarinnar einmitt vegna þess að málefni innflytjenda, sem ég brenn mest fyrir, eru í rauninni hjarta jafnaðarstefnunnar. Hún snýst um það að samfélög geti aðeins dafnað ef hver einstaklingur fær að njóta sín til fulls, óháð uppruna sínum. Virðing fyrir fjölbreytileikanum þarf að vera leiðarstef í slíkri stefnu. Við það stend ég enn,“ segir Sabine í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segir Samfylkinguna, í viðleitni til að ná til kjósenda á miðjunni, hafa bendlað innflytjendur við þær áskoranir sem nútímasamfélag standi frammi fyrir. Þannig ætli þau sömu leið og Viðreisn. Á sama tíma taki atvinnustefna stjórnvalda ekki á hraðri fólksfjölgun og stjórnvöld hafi ekki sett sér áætlanir til að vinna að inngildandi nálgun eða berjast gegn vaxandi skautun og útlendingaandúð í samfélaginu. „Þetta andvaraleysi bitnar á einn eða annan hátt á öllu fólki af erlendum uppruna. Mitt bakland í samfélagi innflytjenda tjáir mér með skýrum hætti að andrúmsloftið í landinu hafi svo sannarlega breyst til hins verra: andúð og fordómar sem og jaðarsetning íbúa af erlendum uppruna eru að aukast. Á slíkum tímum þarf flokkur eins og Samfylkingin að taka forystu og tala fyrir mannréttindum, mannúð og fjölmenningu; í stað þess að tala inn í fordóma og staðalmyndir eða þegja yfir árásum og andúð í garð viðkvæmra hópa,“ segir Sabine og að með því að bjóða sig ekki fram geti hún áfram staðið með sinni sannfæringu. „Ég vil taka fram að áherslur mínar og hugsjónir hafa alltaf notið virðingar og stuðnings á meðal samstarfsfólks míns innan Samfylkingarinnar í borginni þar sem ég sinni áfram þeim verkefnum sem ég var kjörin til. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig og gera það enn, og hlakka til að takast á við næstu áskoranir,“ segir hún að lokum.
Reykjavík Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Innflytjendamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Látin líta út eins og „enemy number one“ af því að hún er ósammála Kristrúnu Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fór yfir hvað gerðist á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina í Bítinu á Bylgjunni. Hún segist, eins og fleiri innan flokksins, vera ósátt við orð formanns í nýlegu viðtali við útlendingamál þar sem Kristrún sagði að hún vildi ekki að Ísland skæri sig úr í útlendingamálum. 22. apríl 2024 09:25 Vill geta vísað flóttafólki úr landi innan tveggja sólarhringa Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf. 23. apríl 2024 10:40 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Látin líta út eins og „enemy number one“ af því að hún er ósammála Kristrúnu Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fór yfir hvað gerðist á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina í Bítinu á Bylgjunni. Hún segist, eins og fleiri innan flokksins, vera ósátt við orð formanns í nýlegu viðtali við útlendingamál þar sem Kristrún sagði að hún vildi ekki að Ísland skæri sig úr í útlendingamálum. 22. apríl 2024 09:25
Vill geta vísað flóttafólki úr landi innan tveggja sólarhringa Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf. 23. apríl 2024 10:40