Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 10:51 Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur beðið þingmenn afsökunar á ummælum sínum sem hún lét falla í síðustu viku. Vísir/Anton Brink Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar. Þórunni varð heitt í hamsi á þingfundi síðastliðin föstudag og lét ófögur orð falla í garð stjórnarandstöðunnar í heyranda hljóði í Alþingishúsinu. Ummælin rötuðu í fréttir og hefur Þórunn síðan sagst iðrast orða sinna, meðal annars í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Það þótti þingmönnum stjórnarandstöðunnar ekki duga til. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins stigu öll í pontu og kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta þar sem þau kölluðu eftir því að Þórunn bæðist afsökunar. Hún hafði ekki gert svo að eigin frumkvæði þegar forseti flutti tilkynningar til þingsins við upphaf þingfundar. Þegar þingflokksformennirnir höfðu allir kallað eftir afsökunarbeiðni svaraði Þórunn kallinu og sagði sér það ljúft og skylt að biðjast afsökunar á ummælunum. „Þau féllu í miklum hugaræsingi og ég biðst innilega afsökunar á því og ég bið háttvirta þingmenn alla afsökunar á þeim orðum sem hér féllu og vonast sannarlega til að ekkert slíkt hendi mig aftur hér í þingsal. Og ég bið þess að háttvirtir þingmenn taki afsökunarbeiðnina gilda. Hún er einlæg. Það hefur enginn verið jafn miður sín yfir því sem hér gerðist á föstudaginn og sú sem hér stendur. Og hér með er sú afsökunarbeiðni, sem áður hefur reyndar komið fram annars staðar, ítrekuð. Og ég biðst afsökunar á þeim ummælum sem hér féllu, einlæglega,“ sagði Þórunn. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna kölluðu eftir afsökunarbeiðninni og svar Þórunnar við því ákalli. Sömuleiðis brugðust tveir þingmenn til viðbótar við eftir að Þórunn hafði beðist afsökunar svo athygli vakti líkt og sjá má í klippunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Þórunni varð heitt í hamsi á þingfundi síðastliðin föstudag og lét ófögur orð falla í garð stjórnarandstöðunnar í heyranda hljóði í Alþingishúsinu. Ummælin rötuðu í fréttir og hefur Þórunn síðan sagst iðrast orða sinna, meðal annars í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Það þótti þingmönnum stjórnarandstöðunnar ekki duga til. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins stigu öll í pontu og kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta þar sem þau kölluðu eftir því að Þórunn bæðist afsökunar. Hún hafði ekki gert svo að eigin frumkvæði þegar forseti flutti tilkynningar til þingsins við upphaf þingfundar. Þegar þingflokksformennirnir höfðu allir kallað eftir afsökunarbeiðni svaraði Þórunn kallinu og sagði sér það ljúft og skylt að biðjast afsökunar á ummælunum. „Þau féllu í miklum hugaræsingi og ég biðst innilega afsökunar á því og ég bið háttvirta þingmenn alla afsökunar á þeim orðum sem hér féllu og vonast sannarlega til að ekkert slíkt hendi mig aftur hér í þingsal. Og ég bið þess að háttvirtir þingmenn taki afsökunarbeiðnina gilda. Hún er einlæg. Það hefur enginn verið jafn miður sín yfir því sem hér gerðist á föstudaginn og sú sem hér stendur. Og hér með er sú afsökunarbeiðni, sem áður hefur reyndar komið fram annars staðar, ítrekuð. Og ég biðst afsökunar á þeim ummælum sem hér féllu, einlæglega,“ sagði Þórunn. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna kölluðu eftir afsökunarbeiðninni og svar Þórunnar við því ákalli. Sömuleiðis brugðust tveir þingmenn til viðbótar við eftir að Þórunn hafði beðist afsökunar svo athygli vakti líkt og sjá má í klippunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira