Enski boltinn

Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti at­hygli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah svekkir sig í jafntefli Liverpool á móti Sunderland á Anfield í kvöld.
Mohamed Salah svekkir sig í jafntefli Liverpool á móti Sunderland á Anfield í kvöld. EPA/ADAM VAUGHAN

Mohamed Salah byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum þegar Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í kvöld.

Liverpool hafði unnið hina tvo leiki sína í vetur þar sem Salah hafði ekki verið í byrjunarliðinu en það var ekki framhald á því í kvöld.

Salah kom inn á völlinn sem varamaður fyrir Cody Gakpo í hálfleik en þá var staðan enn markalaus.

Sunderland komst yfir en Liverpool jafnaði metin á sjálfsmarki.

Salah náði tveimur skotum í þessum hálfleik sem hann spilaði en hvorugt þeirra fór á markið. Hann bjó til fjögur skotfæri fyrir liðsfélaga sína.

Salah vakti einna mesta athygli fyrir klæðnað sinn á bekknum.

Það er auðvitað miklu kaldara í Liverpool en í Egyptalandi en kannski ekki alveg svona kalt.

Salah vildi augljóslega ekki gefa neitt upp um hvað honum fannst um það að vera á bekknum annan leikinn í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×