Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2025 13:41 Fjárlaganefnd í heimsókn á Nýja-Landspítalanum fyrr á árinu. NLSH.is Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar til fimm ára, sér ekki tilganginn með fyrirhugaðri ferð fjárlaganefndar Alþingis til Frakklands og Ítalíu í janúar. Allir nefndarmenn samþykktu ferðalagið. Tillaga um utanlandsferð nefndarinnar í janúar var tekin fyrir á fundi hennar þann 5. nóvember. Morgunblaðið vísar í fundargerð nefndarinnar í mola í blaði dagsins sem vakið hefur nokkra athygli. „Samþykkt var af öllum viðstöddum nefndarmönnum að nefndin færi í fræðsluferð til höfuðstöðva OECD í París og efri deildar ítalska þingsins í Róm í janúar á næsta ári. Samþykkt var að kalla ekki inn varamenn í fjarveru fjárlaganefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. París og Róm Frekari upplýsingar koma ekki fram í fundargerðinni um ferðina en þess getið að minnisblað hafi verið lagt fram með frekari upplýsingum. OECD er sem kunnugt er Efnahags- og framfarastofnun Evrópu en höfuðstöðvar hennar eru í París í Frakklandi. OECD er alþjóðastofnun 36 þróaðra ríkja sem ber saman stefnumótun stjórnvalda í aðildarríkjunum, greina sameiginleg vandamál og leita lausna. Ítalska þingið er með aðsetur í höfuðborginni Róm. Allir sammála Páll klórar sér í kollinum yfir ferðinni í stuttri Facebook-færslu sem ber yfirskriftina „gagn eða gaman?“. „Ég sat í fjárlaganefnd í fimm ár og á þeim tíma hafði enginn nefndarmaður hugmyndaflug til að leggja fram tillögu um svona ferð. Enda afar erfitt að koma auga á tilganginn. Ég hefði haft gaman af að vera á þeim fundi þegar nefndin sannfærði sjálfa sig um að það væri gagnlegt - hvað þá nauðsynlegt - að nota almannafé í þessa ferð,“ segir Páll. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs auk þess að sinna eftirliti með framkvæmd fjárlaga. „Af öllum nefndum Alþingis ætti einmitt fjárlaganefnd að sýna betra fordæmi en þetta,“ segir Páll. Fleiri velta ferðinni fyrir sér. Þeirra á meðal Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og fyrrverandi fréttamaður. „Fjárlaganefnd gæti fræðst mikið um hvernig hægt er að auka fjárlagahallann umtalsvert með því að heimsækja franska þingið. Vonbrigði að þeir skuli heimsækja allar þessar efri deildir ítalska þingsins í stað hins franska.“ Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður gerir grín að ferðinni. „Það er svo mikil eining og þverpólitísk samstaða um þetta mál að maður sér hvergi neitt um þetta fjallað... Svona geta utanlandsferðir sameinað fólk sem alla jafna getur ekki komið sér saman um neitt..“ Fréttastofa hefur leitað til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns nefndarinnar, og óskað eftir viðbrögðum og upplýsingum um ferðina. Önnur umræða um fjárlög fyrir næsta ár stendur yfir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi hans í fjárlaganefnd, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Fjárlaganefnd er þannig skipuð: Ragnar Þór Ingólfsson formaður, Flokkur fólksins Dagur B. Eggertsson 1. varaformaður, Samfylkingin Stefán Vagn Stefánsson 2. varaformaður, Framsóknarflokkur Arna Lára Jónsdóttir, Samfylkingin Eiríkur Björn Björgvinsson, Viðreisn Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkur Ingvar Þóroddsson, Viðreisn Karl Gauti Hjaltason, Miðflokkurinn Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Tillaga um utanlandsferð nefndarinnar í janúar var tekin fyrir á fundi hennar þann 5. nóvember. Morgunblaðið vísar í fundargerð nefndarinnar í mola í blaði dagsins sem vakið hefur nokkra athygli. „Samþykkt var af öllum viðstöddum nefndarmönnum að nefndin færi í fræðsluferð til höfuðstöðva OECD í París og efri deildar ítalska þingsins í Róm í janúar á næsta ári. Samþykkt var að kalla ekki inn varamenn í fjarveru fjárlaganefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. París og Róm Frekari upplýsingar koma ekki fram í fundargerðinni um ferðina en þess getið að minnisblað hafi verið lagt fram með frekari upplýsingum. OECD er sem kunnugt er Efnahags- og framfarastofnun Evrópu en höfuðstöðvar hennar eru í París í Frakklandi. OECD er alþjóðastofnun 36 þróaðra ríkja sem ber saman stefnumótun stjórnvalda í aðildarríkjunum, greina sameiginleg vandamál og leita lausna. Ítalska þingið er með aðsetur í höfuðborginni Róm. Allir sammála Páll klórar sér í kollinum yfir ferðinni í stuttri Facebook-færslu sem ber yfirskriftina „gagn eða gaman?“. „Ég sat í fjárlaganefnd í fimm ár og á þeim tíma hafði enginn nefndarmaður hugmyndaflug til að leggja fram tillögu um svona ferð. Enda afar erfitt að koma auga á tilganginn. Ég hefði haft gaman af að vera á þeim fundi þegar nefndin sannfærði sjálfa sig um að það væri gagnlegt - hvað þá nauðsynlegt - að nota almannafé í þessa ferð,“ segir Páll. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs auk þess að sinna eftirliti með framkvæmd fjárlaga. „Af öllum nefndum Alþingis ætti einmitt fjárlaganefnd að sýna betra fordæmi en þetta,“ segir Páll. Fleiri velta ferðinni fyrir sér. Þeirra á meðal Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og fyrrverandi fréttamaður. „Fjárlaganefnd gæti fræðst mikið um hvernig hægt er að auka fjárlagahallann umtalsvert með því að heimsækja franska þingið. Vonbrigði að þeir skuli heimsækja allar þessar efri deildir ítalska þingsins í stað hins franska.“ Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður gerir grín að ferðinni. „Það er svo mikil eining og þverpólitísk samstaða um þetta mál að maður sér hvergi neitt um þetta fjallað... Svona geta utanlandsferðir sameinað fólk sem alla jafna getur ekki komið sér saman um neitt..“ Fréttastofa hefur leitað til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns nefndarinnar, og óskað eftir viðbrögðum og upplýsingum um ferðina. Önnur umræða um fjárlög fyrir næsta ár stendur yfir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi hans í fjárlaganefnd, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Fjárlaganefnd er þannig skipuð: Ragnar Þór Ingólfsson formaður, Flokkur fólksins Dagur B. Eggertsson 1. varaformaður, Samfylkingin Stefán Vagn Stefánsson 2. varaformaður, Framsóknarflokkur Arna Lára Jónsdóttir, Samfylkingin Eiríkur Björn Björgvinsson, Viðreisn Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkur Ingvar Þóroddsson, Viðreisn Karl Gauti Hjaltason, Miðflokkurinn Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkur
Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira