Innlent

Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Fjölbreyttur fréttatími er fram undan á Sýn. Við heyrum meðal annars í Dorrit Moussaieff sem er lemstruð eftir rán, hittum unga konu sem leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt og verðum í beinni útsendingu frá pakkaflóði eftir afsláttardaga. 

Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú var rænd á dögunum þar sem hún var á göngu um London. Við heyrum hljóðið í Dorrit sem slasaðist lítillega og hvetur Íslendinga til að fara varlega í borginni.

Þá hittum við unga konu sem leitar nú bróður sem hún hefur aldrei hitt. Faðir konunnar sagði henni frá bróðurnum áður en hann féll frá en hún veit ekki nafn hans og greip því til þess ráðs að auglýsa eftir honum á samfélagsmiðlum. Allt um þetta mál í kvöldfréttum.

Þá kíkir Kristján Már Unnarsson á Reykjavíkurflugvöll en fyrsta áætlunarflugi Norlandair til Vestmannaeyja, sem átti að vera í dag, var frestað vegna veðurs. Auk þess verðum við í beinni frá pakkaflóði í vöruhúsi Dropp, skoðum nýtt merki Þjóðkirkjunnar og ræðum við biskup auk þess sem við verðum í beinni frá Árbæjarsafni þar sem haldið er upp á fullveldisdaginn með þjóðdönsum og harmonikkuleik.

Í Sportpakkanum rýnum við í nýjan launasjóð ÍSÍ fyrir afreksíþróttafólk og í Íslandi í dag hittum við Dagbjörtu Rúriksdóttur sem var langt leidd í fíkniefnaneyslu þegar hún fann trúna, sem bjargaði lífi hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×