30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. nóvember 2025 21:05 Hressar og skemmtilegar kvenfélagskonur staddar á fæðingadeildinni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur um allt land hafa safnað 30 milljónum króna og gefið sjö fæðingardeildum andvirðið en um er að ræða hugbúnað og tæknilausnina „Milou”, sem er rafrænt kerfi fyrir skráningu og vistun fósturhjartsláttarrita, sem er mikið öryggi fyrir þungaðar konur á meðgöngu og í fæðingu. Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands og konur úr nokkrum sunnlenskum kvenfélögum mættu nýlega í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem gjafaafhending til fæðingardeildarinnar fór formlega fram, auk þess sem nýi tæknibúnaðurinn var kynntur í máli og myndum. Fæðingardeildirnar á Akranesi, Ísafirði, Reykjanesi, Akureyri, Vestmannaeyjum, Selfossi og á Neskaupstað hafa allar fengið nýja tækjabúnaðinn, sem er að andvirði 30 milljónir króna. Peningunum var safnað í tilefni af 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands. „Þetta hjartsláttar fósturrit er til að tryggja öryggi barna og mæðra hvar sem þær eru búsettar á landinu. Það sparar þeim að þurfa ekki að vera að fara suður í skoðun og það er hægt að, þetta eykur öryggi barna og kvenna,” segir Dagmar Elín Sigurðardóttir, Forseti Kvenfélagasambands Íslands. Dagmar Elín, Forseti kvenfélagasambands Íslands og Björk Steindórsdóttir þegar gjöfin var formlega afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég til dæmis man að ég bakaði heima í eldhúsi sörur, sem ég seldi svo bara nágrannakonunni til þess að gefa í söfnunina. Þannig bara gerum við, við bara vinnum þetta saman konur,” segir Sólveig Þórðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Sólveig Þórðardóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna (SSK)Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskar kvenfélagskonur mættu á kynningu á nýja tækjabúnaðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðirin hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á varla til orð til að lýsa ánægju sinni með gjöfina. „Það er bara alveg með ólíkindum hvað það er mikill kraftur í konum fyrir konur og þessar konur í Kvennfélagasambandi Íslands hafa bara unnið þrekvirki, ég verð að segja það. Þessi vegferð er búin að vera alveg ótrúleg. Ég fær alveg gæsahúð að þetta skuli vera að virka og við erum byrjaðar að nota þetta og það er alveg ofboðslega mikil sælutilfinning og svo bara kraftur kvenna,” segir Björk Steindórsdóttir, yfirljósmaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hér má sjá upplýsingar um hvað tækið gerir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kvenheilsa Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands og konur úr nokkrum sunnlenskum kvenfélögum mættu nýlega í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem gjafaafhending til fæðingardeildarinnar fór formlega fram, auk þess sem nýi tæknibúnaðurinn var kynntur í máli og myndum. Fæðingardeildirnar á Akranesi, Ísafirði, Reykjanesi, Akureyri, Vestmannaeyjum, Selfossi og á Neskaupstað hafa allar fengið nýja tækjabúnaðinn, sem er að andvirði 30 milljónir króna. Peningunum var safnað í tilefni af 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands. „Þetta hjartsláttar fósturrit er til að tryggja öryggi barna og mæðra hvar sem þær eru búsettar á landinu. Það sparar þeim að þurfa ekki að vera að fara suður í skoðun og það er hægt að, þetta eykur öryggi barna og kvenna,” segir Dagmar Elín Sigurðardóttir, Forseti Kvenfélagasambands Íslands. Dagmar Elín, Forseti kvenfélagasambands Íslands og Björk Steindórsdóttir þegar gjöfin var formlega afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég til dæmis man að ég bakaði heima í eldhúsi sörur, sem ég seldi svo bara nágrannakonunni til þess að gefa í söfnunina. Þannig bara gerum við, við bara vinnum þetta saman konur,” segir Sólveig Þórðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Sólveig Þórðardóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna (SSK)Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskar kvenfélagskonur mættu á kynningu á nýja tækjabúnaðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðirin hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á varla til orð til að lýsa ánægju sinni með gjöfina. „Það er bara alveg með ólíkindum hvað það er mikill kraftur í konum fyrir konur og þessar konur í Kvennfélagasambandi Íslands hafa bara unnið þrekvirki, ég verð að segja það. Þessi vegferð er búin að vera alveg ótrúleg. Ég fær alveg gæsahúð að þetta skuli vera að virka og við erum byrjaðar að nota þetta og það er alveg ofboðslega mikil sælutilfinning og svo bara kraftur kvenna,” segir Björk Steindórsdóttir, yfirljósmaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hér má sjá upplýsingar um hvað tækið gerir. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kvenheilsa Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira