Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 13:00 Íslenskir læknar, sem hafa farið í sérnám í Bandaríkjunum, hafa undanfarin misseri ekki fengið starfsleyfi vegna sérmenntunarinnar. Getty Læknar með sérmenntun frá Bandaríkjunum fá ekki starfsleyfi í sinni sérgrein hérlendis, þrátt fyrir að eldri læknar með sömu menntun hafi fengið hana samþykkta. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það vegna galla í nýlegri reglugerð frá árinu 2023. Formaður læknafélagsins segir mikla gremju meðal lækna og landið hafi ekki efni á að missa þetta fólk, sem vilji koma aftur heim. Læknafélagið á fund með Landlækni í byrjun vikunnar vegna málsins. „Til að leita lausna og fá skýringar á stöðunni, sem kemur okkur mjög á óvart því það er áratuga reynsla af sérnámi í Bandaríkjunum og við vitum það öll, gríðarlega góð uppbygging og mikil stöðlun á sérnámi í Bandaríkjunum,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Almenn reiði Meðal þeirra raka sem læknar hafa fengið fyrir því að fá ekki sérfræðileyfi er að ekki sé til íslensk marklýsing í sérgreininni. Það er vegna þess að hún er ekki kennd hér á landi og vilji fólk mennta sig á því sviði verður það að leita út fyrir landssteinana. „Það sætir furðu að fólk sem er með nákvæmlega sömu menntun að baki og aðrir sérfræðingar á undan fái allt í einu neitun. Þetta auðvitað virkar ofboðslega neikvætt og það er mikil reiði almennt í hópi lækna út af þessari afgreiðslu.“ „Höfum ekki efni á þessu“ Læknar sem hafa ekki fengið sérfræðinám sitt samþykkt að undanförnu hafa engin svör fengið frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Þetta er eitthvað sem mér finnst ekki ásættanlegt,“ segir Steinunn. Hún segir skjóta skökku við að ekki sé tekið betur á móti nýjum sérfræðingum þegar íslenskir læknar hafa markvisst verið sóttir út vegna læknaskorts hérlendis. „Við erum að reyna að fjölga hér læknum. Við erum með nýjan kjarasamning sem gerir ráð fyrir betri vinnutíma lækna, að læknar fái endurheimt og við vitum að það krefst fleiri handa,“ segir Steinunn. „Við viljum taka vel á móti nýjum sérfræðingum, okkur vantar þetta fólk og við höfum ekki efni á þessu.“ Heilbrigðismál Bandaríkin Embætti landlæknis Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er það vegna galla í nýlegri reglugerð frá árinu 2023. Formaður læknafélagsins segir mikla gremju meðal lækna og landið hafi ekki efni á að missa þetta fólk, sem vilji koma aftur heim. Læknafélagið á fund með Landlækni í byrjun vikunnar vegna málsins. „Til að leita lausna og fá skýringar á stöðunni, sem kemur okkur mjög á óvart því það er áratuga reynsla af sérnámi í Bandaríkjunum og við vitum það öll, gríðarlega góð uppbygging og mikil stöðlun á sérnámi í Bandaríkjunum,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Almenn reiði Meðal þeirra raka sem læknar hafa fengið fyrir því að fá ekki sérfræðileyfi er að ekki sé til íslensk marklýsing í sérgreininni. Það er vegna þess að hún er ekki kennd hér á landi og vilji fólk mennta sig á því sviði verður það að leita út fyrir landssteinana. „Það sætir furðu að fólk sem er með nákvæmlega sömu menntun að baki og aðrir sérfræðingar á undan fái allt í einu neitun. Þetta auðvitað virkar ofboðslega neikvætt og það er mikil reiði almennt í hópi lækna út af þessari afgreiðslu.“ „Höfum ekki efni á þessu“ Læknar sem hafa ekki fengið sérfræðinám sitt samþykkt að undanförnu hafa engin svör fengið frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Þetta er eitthvað sem mér finnst ekki ásættanlegt,“ segir Steinunn. Hún segir skjóta skökku við að ekki sé tekið betur á móti nýjum sérfræðingum þegar íslenskir læknar hafa markvisst verið sóttir út vegna læknaskorts hérlendis. „Við erum að reyna að fjölga hér læknum. Við erum með nýjan kjarasamning sem gerir ráð fyrir betri vinnutíma lækna, að læknar fái endurheimt og við vitum að það krefst fleiri handa,“ segir Steinunn. „Við viljum taka vel á móti nýjum sérfræðingum, okkur vantar þetta fólk og við höfum ekki efni á þessu.“
Heilbrigðismál Bandaríkin Embætti landlæknis Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira