Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2025 09:25 Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, mætir fyrstur til Kristjáns en hann ætlar að ræða það hvort vextir muni halda áfram að lækka, hverjar horfurnar séu og hversu hröð kólnunin geti verið í íslensku efnahagslífi, svo eitthvað sé nefnt. Annan hálftímann í þættinum í dag mæta þau Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra. Þau ætla að tala um umhverfis- og loftslagsmál í kjölfarið á COP 30 og í aðdraganda Umhverfisdags atvinnulífsins og hvort Ísland sé á réttri leið í loftslagsmálum, í hvað öll útgjöldin í þessum málaflokki fara og hvaða árangri þau skila. Þá ætla þau einnig að tala um loftlagsskatta, hvort þeir séu gagnsæir eða eðlilegir og hvort þeir skaði samkeppnishæfni Íslands. Um klukkan ellefu mæta alþingismennirnir Bergór Ólason, Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Pawel Bartozek og ætla þau að ræða Evrópu- og alþjóðamál. Meðal annars munu þau ræða samskipti Íslands og Evrópusambandsins eftir að verndartollar voru lagði á íslenska framleiðslu á kísiljárni, hvort það breyti sambandi okkar við ESB, hvort það brjóti gegn EES samningnum og hvaða áhrif það haffi á utanríkisstefnu okkar. Einnig stendur til að ræða nýja friðaráætlun Bandaríkjamanna varðandi Úkraínu og hver áhrifin yrðu af því. Að endingu mæta þau Eiríku Bergmann, prófessor á Bifröst, og Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður, og ræða stjórnmálin á Íslandi. Þau munu tala um fylgisaukningu Miðflokksins og hvað gæti valdið henni, hvað valdi velgengni Samfylkingarinnar og stöðugu fylgistapi Sjálfstæðisflokksins og hvernig hræringar í íslenskum stjórnmálum tengist popúlisma sem virðist eflast bæði austan hafs og vestan. Sprengisandur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, mætir fyrstur til Kristjáns en hann ætlar að ræða það hvort vextir muni halda áfram að lækka, hverjar horfurnar séu og hversu hröð kólnunin geti verið í íslensku efnahagslífi, svo eitthvað sé nefnt. Annan hálftímann í þættinum í dag mæta þau Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra. Þau ætla að tala um umhverfis- og loftslagsmál í kjölfarið á COP 30 og í aðdraganda Umhverfisdags atvinnulífsins og hvort Ísland sé á réttri leið í loftslagsmálum, í hvað öll útgjöldin í þessum málaflokki fara og hvaða árangri þau skila. Þá ætla þau einnig að tala um loftlagsskatta, hvort þeir séu gagnsæir eða eðlilegir og hvort þeir skaði samkeppnishæfni Íslands. Um klukkan ellefu mæta alþingismennirnir Bergór Ólason, Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Pawel Bartozek og ætla þau að ræða Evrópu- og alþjóðamál. Meðal annars munu þau ræða samskipti Íslands og Evrópusambandsins eftir að verndartollar voru lagði á íslenska framleiðslu á kísiljárni, hvort það breyti sambandi okkar við ESB, hvort það brjóti gegn EES samningnum og hvaða áhrif það haffi á utanríkisstefnu okkar. Einnig stendur til að ræða nýja friðaráætlun Bandaríkjamanna varðandi Úkraínu og hver áhrifin yrðu af því. Að endingu mæta þau Eiríku Bergmann, prófessor á Bifröst, og Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður, og ræða stjórnmálin á Íslandi. Þau munu tala um fylgisaukningu Miðflokksins og hvað gæti valdið henni, hvað valdi velgengni Samfylkingarinnar og stöðugu fylgistapi Sjálfstæðisflokksins og hvernig hræringar í íslenskum stjórnmálum tengist popúlisma sem virðist eflast bæði austan hafs og vestan.
Sprengisandur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira