Helga Margrét tekur við af Króla Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2025 15:27 Helga Margrét hefur mikla reynslu af Gettu betur, enda hefur hún verið dómari, spurningahöfundur og keppandi. Ríkisútvarpið Helga Margrét Höskuldsdóttir er nýr spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem hefst á Rúv í janúar. Helga Margrét tekur við keflinu af Kristni Óla Haraldssyni, Króla, sem hefur verið spyrill undanfarin tvö ár. Í fréttatilkynningu frá Ríkisútvarpinu þess efnis segir að það þyki jafnan tíðindi þegar nýr spyrill tekur við keppninni. Margt þekkt fjölmiðlafólk hafi gegnt þessu hlutverki í gegnum tíðina, þar á meðal Ómar Ragnarsson, Stefán Jón Hafstein, Edda Hermannsdóttir, Logi Bergmann, Eva María Jónsdóttir og Kristjana Arnarsdóttir. Dómari, spurningahöfundur og keppandi Helga Margrét sé þekkt sem íþróttafréttamaður en hún hafi líka um árabil verið tengd Gettu betur sem spurningahöfundur og dómari. Haft er eftir henni að hún sé spennt að taka við nýju hlutverki. „Ég hlakka mikið til að fá að spreyta mig á þessu nýja hlutverki. Gettu betur er einn af fyrstu sjónvarpsþáttunum sem ég man eftir að hafa fylgst spennt með og það er ennþá jafn gaman að sjá keppendur svara ótrúlegustu spurningum hárrétt. Eftir að hafa keppt sjálf veit ég líka hvað það er mikil vinna á bakvið það að taka þátt og ég er spennt að fá að fylgjast með keppendum í vetur uppskera eftir þá vinnu.“ Nóg að gera hjá Króla Þá segir að Kristinn Óli hverfi nú til annarra starfa en hann hafi útskrifast sem leikari fyrir ári og verði í ýmsum leiksýningum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Auk þess eigi hann og unnusta hans von á barni í lok desember. „Ég naut þess að vera spyrill í keppninni enda verið mikill aðdáandi hennar árum saman. Ég á eftir að sakna þess að halda um stjórnartaumana en um leið fagna ég því að Helga Margrét taki við af mér. Hún er frábær í alla staði og á eftir að rúlla þessu upp,“ er haft eftir honum. Gettu betur Ríkisútvarpið Framhaldsskólar Vistaskipti Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Ríkisútvarpinu þess efnis segir að það þyki jafnan tíðindi þegar nýr spyrill tekur við keppninni. Margt þekkt fjölmiðlafólk hafi gegnt þessu hlutverki í gegnum tíðina, þar á meðal Ómar Ragnarsson, Stefán Jón Hafstein, Edda Hermannsdóttir, Logi Bergmann, Eva María Jónsdóttir og Kristjana Arnarsdóttir. Dómari, spurningahöfundur og keppandi Helga Margrét sé þekkt sem íþróttafréttamaður en hún hafi líka um árabil verið tengd Gettu betur sem spurningahöfundur og dómari. Haft er eftir henni að hún sé spennt að taka við nýju hlutverki. „Ég hlakka mikið til að fá að spreyta mig á þessu nýja hlutverki. Gettu betur er einn af fyrstu sjónvarpsþáttunum sem ég man eftir að hafa fylgst spennt með og það er ennþá jafn gaman að sjá keppendur svara ótrúlegustu spurningum hárrétt. Eftir að hafa keppt sjálf veit ég líka hvað það er mikil vinna á bakvið það að taka þátt og ég er spennt að fá að fylgjast með keppendum í vetur uppskera eftir þá vinnu.“ Nóg að gera hjá Króla Þá segir að Kristinn Óli hverfi nú til annarra starfa en hann hafi útskrifast sem leikari fyrir ári og verði í ýmsum leiksýningum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Auk þess eigi hann og unnusta hans von á barni í lok desember. „Ég naut þess að vera spyrill í keppninni enda verið mikill aðdáandi hennar árum saman. Ég á eftir að sakna þess að halda um stjórnartaumana en um leið fagna ég því að Helga Margrét taki við af mér. Hún er frábær í alla staði og á eftir að rúlla þessu upp,“ er haft eftir honum.
Gettu betur Ríkisútvarpið Framhaldsskólar Vistaskipti Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira