Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 09:29 Yuval Raphael kom fram fyrir Ísrael á síðasta ári. Ísrael lenti í öðru sæti í Eurovision. Vísir/EPA Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt ýmsar nýjar reglur um atkvæðagreiðslu og kynningu laga sem taka þátt í Eurovision sem eiga að tryggja hlutleysi. Reglurnar verða ræddar á fundi þátttökuþjóða í desember og eru viðbragð við áhyggjum margra þjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. Margar þjóðir, þar á meðal Ísland, höfðu lýst yfir áhyggjum af þátttöku Ísraels í keppninni og mögulegum áhrifum sem þjóðin hafði á atkvæðagreiðslu í síðustu keppni. Bæði vegna innrásar Ísraels í Palestínu en einnig vegna mögulegra áhrifa ísraelskra stjórnvalda á atvæðagreiðsluna. Ísrael lenti í öðru sæti með lag sitt New Day will Rise með Yuval Raphael og vann atkvæðagreiðsku meðal áhorfenda. Lagið fjallar um árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Tilkynnt var í október, þegar vopnahlé var undirritað á milli Hamas og Ísraels, að engin atkvæðagreiðsla um þátttöku Ísraels myndi fara fram eins og tilkynnt hafði verið um. Atkvæðagreiðslan hefði átt að fara fram í nóvember. EBU, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, segir í tilkynningu að aðeins verði haldið áfram að vinna að atkvæðagreiðslunni ef nýjar reglur sem kynntar voru í dag um atkvæðagreiðslu og markaðssetningu laga duga ekki til. „Við höfum hlustað og við höfum brugðist við,“ segir Martin Green, framkvæmdastjóri Eurovision, í yfirlýsingunni. Hann segir hlutleysi afar mikilvægt fyrir EBU, aðildarríkin og alla áhorfendur. Tekið á afskiptum þriðja aðila Í tilkynningu EBU segir að allar nýjar ráðstafanir varðandi atkvæðagreiðslu í keppninni 2026 byggi á víðtæku samráði og að hertari takmarkanir á markaðssetningu eigi að sporna við áhrifum frá þriðju aðilum, til dæmis herferðum sem eru studdar af stjórnvöldum. Í tilkynningu EBU segir að þó svo að listamenn, útvarpsstöðvar og útgáfufyritæki muni alltaf kynna lögin, og það sé hlutverk þeirra, þá sé nú búið að setja reglur sem banna listamönnum og útvarpstöðvum að taka þátt í herferðum sem eru skipulagðar eða greiddar af þriðja aðila, eins og stjórnvöldum. Það geti skekkt atkvæðagreiðsluna. JJ frá Austurríki fagnar sigri í fyrra. Keppnin verður haldin í Vín á næsta ári. Vísir/EPA Í tilkynningu segir einnig að EBU muni ekki umbera tilraunir til að hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna sem geti haft áhrif á úrslitin. Verði einhver uppvís að því verði tekið á því. Mega bara greiða atkvæði tíu sinnum Þá hefur verið tilkynnt að þak hafi verið sett á atkvæðagreiðslu og að áhorfendur megi aðeins greiða atkvæði tíu sinnum í staðinn fyrir tuttugu sinnum. Samhliða því verða áhorfendum hvattir til að dreifa atkvæðum sínum á marga þátttakendur. Þá mun dómnefnd sérfræðinga snúa aftur í undanúrslitin, dómurum verður fjölgað úr fimm í sjö og sett skilyrði um að allavega tveir þeirra veðri á aldrinum 18 til 25 ára. Á sama tíma hafa skilyrði um þátttöku sem dómari verið útvíkkuð. Atkvæði dómnefndar og áhorfenda munu gilda jafnt samkvæmt tilkynningunni. Þá verða einnig gerðar tæknilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir og bera kennsl á ef samræmd kosning er í gangi eða einhver svik í kosningu. Í desember verður einnig haldinn aðalfundur fyrir aðildarstöðvarnar. Þar munu aðildarríki ræða hvort nýjar ráðstafanirnar og öryggismatið séu nóg. Í tilkynningu EBU segir að óháður ráðgjafi hafi stýrt endurskoðun á kerfum EBU í samráði við framkvæmdastjóra. Eurovision-keppnin fer fram í Wiener Stadthalle í Vín í Austurríki þann 16. maí á næsta ári. Sama dag ganga Íslendingar til sveitastjórnarkosninga. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Austurríki Eurovision 2026 Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Margar þjóðir, þar á meðal Ísland, höfðu lýst yfir áhyggjum af þátttöku Ísraels í keppninni og mögulegum áhrifum sem þjóðin hafði á atkvæðagreiðslu í síðustu keppni. Bæði vegna innrásar Ísraels í Palestínu en einnig vegna mögulegra áhrifa ísraelskra stjórnvalda á atvæðagreiðsluna. Ísrael lenti í öðru sæti með lag sitt New Day will Rise með Yuval Raphael og vann atkvæðagreiðsku meðal áhorfenda. Lagið fjallar um árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Tilkynnt var í október, þegar vopnahlé var undirritað á milli Hamas og Ísraels, að engin atkvæðagreiðsla um þátttöku Ísraels myndi fara fram eins og tilkynnt hafði verið um. Atkvæðagreiðslan hefði átt að fara fram í nóvember. EBU, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, segir í tilkynningu að aðeins verði haldið áfram að vinna að atkvæðagreiðslunni ef nýjar reglur sem kynntar voru í dag um atkvæðagreiðslu og markaðssetningu laga duga ekki til. „Við höfum hlustað og við höfum brugðist við,“ segir Martin Green, framkvæmdastjóri Eurovision, í yfirlýsingunni. Hann segir hlutleysi afar mikilvægt fyrir EBU, aðildarríkin og alla áhorfendur. Tekið á afskiptum þriðja aðila Í tilkynningu EBU segir að allar nýjar ráðstafanir varðandi atkvæðagreiðslu í keppninni 2026 byggi á víðtæku samráði og að hertari takmarkanir á markaðssetningu eigi að sporna við áhrifum frá þriðju aðilum, til dæmis herferðum sem eru studdar af stjórnvöldum. Í tilkynningu EBU segir að þó svo að listamenn, útvarpsstöðvar og útgáfufyritæki muni alltaf kynna lögin, og það sé hlutverk þeirra, þá sé nú búið að setja reglur sem banna listamönnum og útvarpstöðvum að taka þátt í herferðum sem eru skipulagðar eða greiddar af þriðja aðila, eins og stjórnvöldum. Það geti skekkt atkvæðagreiðsluna. JJ frá Austurríki fagnar sigri í fyrra. Keppnin verður haldin í Vín á næsta ári. Vísir/EPA Í tilkynningu segir einnig að EBU muni ekki umbera tilraunir til að hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna sem geti haft áhrif á úrslitin. Verði einhver uppvís að því verði tekið á því. Mega bara greiða atkvæði tíu sinnum Þá hefur verið tilkynnt að þak hafi verið sett á atkvæðagreiðslu og að áhorfendur megi aðeins greiða atkvæði tíu sinnum í staðinn fyrir tuttugu sinnum. Samhliða því verða áhorfendum hvattir til að dreifa atkvæðum sínum á marga þátttakendur. Þá mun dómnefnd sérfræðinga snúa aftur í undanúrslitin, dómurum verður fjölgað úr fimm í sjö og sett skilyrði um að allavega tveir þeirra veðri á aldrinum 18 til 25 ára. Á sama tíma hafa skilyrði um þátttöku sem dómari verið útvíkkuð. Atkvæði dómnefndar og áhorfenda munu gilda jafnt samkvæmt tilkynningunni. Þá verða einnig gerðar tæknilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir og bera kennsl á ef samræmd kosning er í gangi eða einhver svik í kosningu. Í desember verður einnig haldinn aðalfundur fyrir aðildarstöðvarnar. Þar munu aðildarríki ræða hvort nýjar ráðstafanirnar og öryggismatið séu nóg. Í tilkynningu EBU segir að óháður ráðgjafi hafi stýrt endurskoðun á kerfum EBU í samráði við framkvæmdastjóra. Eurovision-keppnin fer fram í Wiener Stadthalle í Vín í Austurríki þann 16. maí á næsta ári. Sama dag ganga Íslendingar til sveitastjórnarkosninga.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Austurríki Eurovision 2026 Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein