Handtekinn í Dölunum Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2025 09:04 Frá lögreglustöðinni í Búðardal. Vísir/Vilhelm Lögregla handtók um helgina mann í Dölunum eftir að hann hafði ítrekað ekið bíl sínum á annan bíl á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum sem birt er á Facebook. Þar segir að tilkynning hafi borist um eignatjón þar sem ekið hafi verið á bílinn og ökumaðurinn svo ekið á brott. „Bifreiðin sem ekið var á brott fannst svo í Dölum og var ökumaður hennar handtekinn en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum,“ segir í tilkynningunni. Í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum er stiklað á ýmsum verkefnum sem komu inn á borð hennar í vikunni. Var þar haft afskipti af fólki vegna hraðaksturs, elds í sumarhúsi í Skutulsfirði og minniháttar líkamsárásar á Ísafirði. „Fjórir voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Sá sem hraðast ók mældis á 119 km hraða á klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km á klst. Einn var stöðvaður í Skutulsfirði í vikunni þar sem hann ók bifreið sem dró eftirvagn (kerru) sem var yfir 750 kg. að heildarþyngd. Ökumaðurinn hafði ekki réttindi til að draga kerruna og auk sektar var honum meinað að halda áfram för með með kerruna. Til þess að draga kerrur sem eru meira en 750 kg að leyfði heildarþyngd og að 3.500 kg. þarf BE-réttindi. Til að draga þyngri eftirvagna en hér eru nefndir þarf aukin ökuréttindi. (Meirapróf) Um helgina var tilkynnt um eignatjón á bifreið á sunnanverðum Vestfjörðum eftir að bifreið hefði verið ekið ítrekað á hana og svo ekið á brott. Bifreiðin sem ekið var á brott fannst svo í Dölum og var ökumaður hennar handtekinn en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum. Aðafaranótt sl. þriðjudags var ekið á ljósastaur í Bolungarvík. Staurinn var ónýtur eftir en sá sem á hann ók fór af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið. Sl. föstudagskvöld barst tilkynning um eld í sumarhúsi í Skutulsfirði. Slökkvilið og lögregla fóru á vettvangi en í ljós kom að tjón var sér í lagi vegna hita frá kamínuröri og reyndist minniháttar. Ein minniháttar líkamsárás var tilkynnt á Ísafirði um helgina. Ákváðu málsaðilar að endingu að afgreiða eftirmála hennar sín á milli í mesta bróðerni. Veiðitímabili til rjúpnaveiða á Vestfjörðum lýkur á morgun 18. nóvember. Lögregla mun á eftirlitsferðum sínum næstu daga hafa eftirlit með því að þau lög, reglur og ákvarðanir sem snúa að rjúpnaveiði á svæðinu séu virt. Þá er rétt að benda á að sölubann er á rjúpum,“ segir í tilkynningunni frá lögreglu á Vestfjörðum. Lögreglumál Vesturbyggð Dalabyggð Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum sem birt er á Facebook. Þar segir að tilkynning hafi borist um eignatjón þar sem ekið hafi verið á bílinn og ökumaðurinn svo ekið á brott. „Bifreiðin sem ekið var á brott fannst svo í Dölum og var ökumaður hennar handtekinn en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum,“ segir í tilkynningunni. Í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum er stiklað á ýmsum verkefnum sem komu inn á borð hennar í vikunni. Var þar haft afskipti af fólki vegna hraðaksturs, elds í sumarhúsi í Skutulsfirði og minniháttar líkamsárásar á Ísafirði. „Fjórir voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Sá sem hraðast ók mældis á 119 km hraða á klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km á klst. Einn var stöðvaður í Skutulsfirði í vikunni þar sem hann ók bifreið sem dró eftirvagn (kerru) sem var yfir 750 kg. að heildarþyngd. Ökumaðurinn hafði ekki réttindi til að draga kerruna og auk sektar var honum meinað að halda áfram för með með kerruna. Til þess að draga kerrur sem eru meira en 750 kg að leyfði heildarþyngd og að 3.500 kg. þarf BE-réttindi. Til að draga þyngri eftirvagna en hér eru nefndir þarf aukin ökuréttindi. (Meirapróf) Um helgina var tilkynnt um eignatjón á bifreið á sunnanverðum Vestfjörðum eftir að bifreið hefði verið ekið ítrekað á hana og svo ekið á brott. Bifreiðin sem ekið var á brott fannst svo í Dölum og var ökumaður hennar handtekinn en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum. Aðafaranótt sl. þriðjudags var ekið á ljósastaur í Bolungarvík. Staurinn var ónýtur eftir en sá sem á hann ók fór af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið. Sl. föstudagskvöld barst tilkynning um eld í sumarhúsi í Skutulsfirði. Slökkvilið og lögregla fóru á vettvangi en í ljós kom að tjón var sér í lagi vegna hita frá kamínuröri og reyndist minniháttar. Ein minniháttar líkamsárás var tilkynnt á Ísafirði um helgina. Ákváðu málsaðilar að endingu að afgreiða eftirmála hennar sín á milli í mesta bróðerni. Veiðitímabili til rjúpnaveiða á Vestfjörðum lýkur á morgun 18. nóvember. Lögregla mun á eftirlitsferðum sínum næstu daga hafa eftirlit með því að þau lög, reglur og ákvarðanir sem snúa að rjúpnaveiði á svæðinu séu virt. Þá er rétt að benda á að sölubann er á rjúpum,“ segir í tilkynningunni frá lögreglu á Vestfjörðum.
Lögreglumál Vesturbyggð Dalabyggð Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira