Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Lovísa Arnardóttir skrifar 16. nóvember 2025 11:09 Yfir helmingur þeirra sem lést innanbæjar í bifreið á síðustu tuttugu árum var beltislaus. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn í dag í fimmtánda sinn. Í ár er kastljósinu sérstaklega beint að bílbeltanotkun, sérstaklega meðal ungs fólk. Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1.632 látist í umferðinni á Íslandi (til og með 11. nóv. 2025). Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum. Það sem af er 2025)hafa átta einstaklingar látið lífið í umferðinni hér á landi.Í fyrra létust þrettán og 2023 átta. Árið 2022 létust níu og sami fjöldi árið áður. Árið 2020 létust sjö og sex árið 2019. Í tilkynningu frá Samgöngustofu segir að í viðhorfskönnunum sem Samgöngustofa fékk Gallup til að gera fyrir ári síðan hafi komið fram að bílbeltanotkun hafidregist talsvert saman meðal ungs fólks, einkum ungra karlmanna. Fjöldi ungs fólks noti því ekki öryggisbelti að staðaldri. „Við þessu var strax brugðist með herferð á samfélagsmiðlum en betur má ef duga skal. Á hverju ári verða mörg alvarleg slys, þar með talið banaslys, sem rekja má til þess að bílbelti eru ekki notuð. Í nýlegri samantekt sem byggir á slysatölum Samgöngustofu kemur fram að yfir helmingur þeirra sem lést innanbæjar í bifreið á síðustu 20 árum var beltislaus,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að sá sem ekki notar bílbelti er í um þrettán sinnum meiri meiri hættu á að verða fórnarlamb banaslyss en sá sem notar beltið. Þetta sjáist annars vegar á samanburði á fjölda þeirra sem nota belti almennt í umferðinni og tíðni beltanotkunar hjá þeim sem látast í umferðarslysum hins vegar. Minningarstundir um land allt Haldnar verða minningarstundir víða um land og er staðfest að auk Reykjavíkur verði viðburðir á Akureyri, Breiðdalsvík, Borgarbyggð, Dalvík, Ísafirði, Kjalarnesi, Múlaþingi, Ólafsfirði og Siglufirði. Líklega munu fleiri staðir bætast við en nánari upplýsingar um það má sjá á minningardagur.is Í Reykjavík verður athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi klukkan 14. Öllum er velkomið að taka þátt og að venju verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, flytja ávörp og þá mun Hilmar Sigurjónsson lögregluþjónn segja frá reynslu sinni af tveimur umferðarslysum. Hilmar lenti í öðru þeirra þar sem öryggisbelti komu til bjargar en hann kom að hinu slysinu en þar hafði það alvarlegar afleiðingar að bílbelti voru ekki notuð. Hvött til að leiða hugann að eigin ábyrgð Í tilkynningu Samgöngustofu eru þau hvött sem ekki komast á viðburði til að sýna viðeigandi hluttekningu og leiða hugann að þeirri ábyrgð sem við öll berum í umferðinni. Einkennislag dagsins er lag KK, When I Think of Angels, í flutningi hans og Ellenar sem samið var til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992. Lagið verður flutt samtímis á öllum útvarpsstöðum á minningardaginn klukkan 14:00. Hinsegin kórinn mun flytja lagið á minningarathöfninni í Fossvogi. Að baki minningardeginum standa innviðaráðuneytið, Samgöngustofa, Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan, Vegagerðin og ÖBÍ réttindasamtök. Samgönguslys Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1.632 látist í umferðinni á Íslandi (til og með 11. nóv. 2025). Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum. Það sem af er 2025)hafa átta einstaklingar látið lífið í umferðinni hér á landi.Í fyrra létust þrettán og 2023 átta. Árið 2022 létust níu og sami fjöldi árið áður. Árið 2020 létust sjö og sex árið 2019. Í tilkynningu frá Samgöngustofu segir að í viðhorfskönnunum sem Samgöngustofa fékk Gallup til að gera fyrir ári síðan hafi komið fram að bílbeltanotkun hafidregist talsvert saman meðal ungs fólks, einkum ungra karlmanna. Fjöldi ungs fólks noti því ekki öryggisbelti að staðaldri. „Við þessu var strax brugðist með herferð á samfélagsmiðlum en betur má ef duga skal. Á hverju ári verða mörg alvarleg slys, þar með talið banaslys, sem rekja má til þess að bílbelti eru ekki notuð. Í nýlegri samantekt sem byggir á slysatölum Samgöngustofu kemur fram að yfir helmingur þeirra sem lést innanbæjar í bifreið á síðustu 20 árum var beltislaus,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að sá sem ekki notar bílbelti er í um þrettán sinnum meiri meiri hættu á að verða fórnarlamb banaslyss en sá sem notar beltið. Þetta sjáist annars vegar á samanburði á fjölda þeirra sem nota belti almennt í umferðinni og tíðni beltanotkunar hjá þeim sem látast í umferðarslysum hins vegar. Minningarstundir um land allt Haldnar verða minningarstundir víða um land og er staðfest að auk Reykjavíkur verði viðburðir á Akureyri, Breiðdalsvík, Borgarbyggð, Dalvík, Ísafirði, Kjalarnesi, Múlaþingi, Ólafsfirði og Siglufirði. Líklega munu fleiri staðir bætast við en nánari upplýsingar um það má sjá á minningardagur.is Í Reykjavík verður athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi klukkan 14. Öllum er velkomið að taka þátt og að venju verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, flytja ávörp og þá mun Hilmar Sigurjónsson lögregluþjónn segja frá reynslu sinni af tveimur umferðarslysum. Hilmar lenti í öðru þeirra þar sem öryggisbelti komu til bjargar en hann kom að hinu slysinu en þar hafði það alvarlegar afleiðingar að bílbelti voru ekki notuð. Hvött til að leiða hugann að eigin ábyrgð Í tilkynningu Samgöngustofu eru þau hvött sem ekki komast á viðburði til að sýna viðeigandi hluttekningu og leiða hugann að þeirri ábyrgð sem við öll berum í umferðinni. Einkennislag dagsins er lag KK, When I Think of Angels, í flutningi hans og Ellenar sem samið var til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992. Lagið verður flutt samtímis á öllum útvarpsstöðum á minningardaginn klukkan 14:00. Hinsegin kórinn mun flytja lagið á minningarathöfninni í Fossvogi. Að baki minningardeginum standa innviðaráðuneytið, Samgöngustofa, Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan, Vegagerðin og ÖBÍ réttindasamtök.
Samgönguslys Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira