Lögmálið um lítil typpi Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 07:01 Getty/Anton Brink Djúpvitur kona gaf mér eftirfarandi heilræði í kjölfar þess að ég greindi henni frá tilvistarlegri áskorun sem ég stend frammi fyrir: „Þú átt ekki að vera að elta lítil typpi,“ sagði hún. Yfirlýsingin sló mig. Hvenær byrjaði ég að elta lítil typpi? Verðmætasta auðlind veraldar Í júní árið 2015 lýsti viðskiptamógúll að nafni Donald Trump því yfir að hann hygðist gefa kost á sér sem frambjóðandi Repúblikana í komandi forsetakosningum. Álitsgjafar lýstu framboðinu sem brandara og skoðanakannanir sýndu sáralítið fylgi. EN ÞÚ TRÚIR EKKI HVAÐ GERÐIST NÆST. Í lærðum greinum um ástæður óvænts sigurs Trumps í forsetakosningum árið 2016 má sjá rauðan þráð: Trump varð forseti með því að stela athyglinni. Ekki með ígrundaðri stefnuskrá, heldur yfirgengilegum staðhæfingum sem sjónvarpsmyndavélarnar gátu ekki annað en dregist að: Mexíkóar eru nauðgarar. Múslimar mega ekki koma til landsins. Ég ætla að byggja vegg. Athygli fólks er ein verðmætasta auðlind veraldar í dag. Í Kísildal Bandaríkjanna auðgast stórfyrirtæki á borð við Facebook og Google á að beisla athyglina og selja hana áfram. En áhugi okkar er háll sem áll. Þegar tölvurisarnir áttuðu sig á að árangursríkasta leiðin til að fanga athyglina var að vekja sterkar tilfinningar á borð við reiði, hneykslun, ótta og andstyggð siguðu þeir á okkur algóriþmum sem halda nú að okkur öfgum, óhugnaði og almennri lágkúru. Þegar ég tapaði fyrir litlum typpum Í kosningabaráttunni 2016 tileinkaði Trump sér aðferðafræði athyglishagkerfisins og uppskar eins og hann sáði. Hann er þó ekki einn um að apa upp svartagaldur algóriþmanna. Þegar ég hóf pistlaskrif fyrir tuttugu árum las fólk það sem ég skrifaði af gamaldags pappír, sem blaðburðarbörn báru í hús. Í þá daga vissi ég aldrei hvort nokkur maður læsi það sem ég skrifaði. En nú er öldin önnur. Í samtímanum er allt mælanlegt; meðalhraði morgunskokksins, hjartsláttur á mínútu, vinafjöldinn á samfélagsmiðlum, lækin – og athyglin. Vikum saman hafa skrif mín látið í minni pokann í lestrarmælingum fyrir fyrirsögnum sem eiga eitt sameiginlegt: Þær fjalla allar um lítil typpi. „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi.“ „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar.“ „Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum.“ Í veröld þar sem athygli er mæld eins og hraði bifreiðar í kappakstri, í augum á sekúndu, er áfangastaðurinn oftast lægsti samnefnari. Það skiptir ekki máli hvað þú segir svo lengi sem margir hlusta. Það var aðeins eitt sem ég gat gert í stöðunni: Ég yrði að skrifa pistil um lítil typpi. Litlu typpin rjúka upp Djúpvitra konan vissi sínu viti: Pistlahöfundur með sjálfsvirðingu á ekki að eltast við lítil typpi. En í athyglissjúkri veröld lúta pistlahöfundar og pólitíkusar sömu lögmálum; ef það les þig enginn er undirstaða tilvistar þinnar í molum; ef það kýs þig enginn ertu búinn að vera. Rétt eins og við erum háð þyngdarlögmálinu sitjum við nú uppi með lögmálið um lítil typpi. Því til stuðnings má nefna Miðflokkinn. Eins og litlu typpin rýkur flokkurinn upp, en ný könnun Maskínu sýnir að fylgi hans jókst um tæp fimm prósent milli mánaða. Miðflokkurinn er enda í fremstu röð þegar kemur að því að leika eftir útsjónarsemi Donalds Trump: „Hrun Vestrænnar siðmenningar blasir við.“ „Ísland fyrst, svo allt hitt.“ Hænan eða eggið Það er auðvelt að kenna Miðflokknum og örvæntingarfullum pistlahöfundum um að draga okkur niður í svaðið. En hvort kemur á undan, hænan eða eggið? Með þessum pistli hef ég lagt mitt af mörkum til hratt stækkandi heildarsafns umfjöllunar um lítil typpi. Mea culpa, sökin er mín. En kærir þú þig ekki um að lifa í heimi sem mótast af lögmálinu um lítil typpi er það á þína ábyrgð að hætta að smella á öll þessi litlu typpi. SAMHENGIÐ Athygli mannkyns er takmörkuð auðlind. Í því felst verðmæti hennar. Hugtakið „athyglishagkerfið“ var búið til af bandaríska hag- og félagsfræðingnum Herbert A. Simon. „Ofgnótt upplýsinga leiðir til skorts á athygli,“ sagði hann í fyrirlestri árið 1971. Hugtakið komst í almenna notkun með tilkomu internetsins. Í árdaga upplýsingatækninnar áttu tæknifyrirtæki í basli við að koma sér upp tekjumódeli. Brugðu mörg fyrirtæki á það ráð að gefa notendum frían aðgang að uppfinningum sínum í skiptum fyrir athygli þeirra sem seld var áfram. Árið 1948 sýndi sálfræðingurinn B. F. Skinner fram á að hann gæti fengið dúfur til að gogga oftar í disk ef dúfunum væri aðeins stundum umbunað fyrir verkið en ekki í hvert sinn sem þær gogguðu. Tilraunin liggur til grundvallar virkni samfélagsmiðla og útskýrir ásókn okkar í þá: Við erum öll goggandi dúfur að vonast eftir umbum. Spilakassar lúta sama óvissu lögmáli. Árið 2021 birti uppljóstrari gögn innan úr herbúðum Facebook sem sýndu að fyrirtækið hefði hannað algóriþma sína viljandi með þeim hætti að efni, sem vakti tilfinningaþrungin viðbrögð, fékk fimm sinnum meira vægi en hófsamara efni. Hafði reynslan sýnt að færslur sem kveiktu tilfinningahita hélt fólki lengur á samfélagsmiðlinum. Reiði karlinn, sem bættist við læk takkann árið 2016, var því yfirveguð viðskiptaákvörðun. Menning Samhengið með Sif Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Yfirlýsingin sló mig. Hvenær byrjaði ég að elta lítil typpi? Verðmætasta auðlind veraldar Í júní árið 2015 lýsti viðskiptamógúll að nafni Donald Trump því yfir að hann hygðist gefa kost á sér sem frambjóðandi Repúblikana í komandi forsetakosningum. Álitsgjafar lýstu framboðinu sem brandara og skoðanakannanir sýndu sáralítið fylgi. EN ÞÚ TRÚIR EKKI HVAÐ GERÐIST NÆST. Í lærðum greinum um ástæður óvænts sigurs Trumps í forsetakosningum árið 2016 má sjá rauðan þráð: Trump varð forseti með því að stela athyglinni. Ekki með ígrundaðri stefnuskrá, heldur yfirgengilegum staðhæfingum sem sjónvarpsmyndavélarnar gátu ekki annað en dregist að: Mexíkóar eru nauðgarar. Múslimar mega ekki koma til landsins. Ég ætla að byggja vegg. Athygli fólks er ein verðmætasta auðlind veraldar í dag. Í Kísildal Bandaríkjanna auðgast stórfyrirtæki á borð við Facebook og Google á að beisla athyglina og selja hana áfram. En áhugi okkar er háll sem áll. Þegar tölvurisarnir áttuðu sig á að árangursríkasta leiðin til að fanga athyglina var að vekja sterkar tilfinningar á borð við reiði, hneykslun, ótta og andstyggð siguðu þeir á okkur algóriþmum sem halda nú að okkur öfgum, óhugnaði og almennri lágkúru. Þegar ég tapaði fyrir litlum typpum Í kosningabaráttunni 2016 tileinkaði Trump sér aðferðafræði athyglishagkerfisins og uppskar eins og hann sáði. Hann er þó ekki einn um að apa upp svartagaldur algóriþmanna. Þegar ég hóf pistlaskrif fyrir tuttugu árum las fólk það sem ég skrifaði af gamaldags pappír, sem blaðburðarbörn báru í hús. Í þá daga vissi ég aldrei hvort nokkur maður læsi það sem ég skrifaði. En nú er öldin önnur. Í samtímanum er allt mælanlegt; meðalhraði morgunskokksins, hjartsláttur á mínútu, vinafjöldinn á samfélagsmiðlum, lækin – og athyglin. Vikum saman hafa skrif mín látið í minni pokann í lestrarmælingum fyrir fyrirsögnum sem eiga eitt sameiginlegt: Þær fjalla allar um lítil typpi. „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi.“ „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar.“ „Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum.“ Í veröld þar sem athygli er mæld eins og hraði bifreiðar í kappakstri, í augum á sekúndu, er áfangastaðurinn oftast lægsti samnefnari. Það skiptir ekki máli hvað þú segir svo lengi sem margir hlusta. Það var aðeins eitt sem ég gat gert í stöðunni: Ég yrði að skrifa pistil um lítil typpi. Litlu typpin rjúka upp Djúpvitra konan vissi sínu viti: Pistlahöfundur með sjálfsvirðingu á ekki að eltast við lítil typpi. En í athyglissjúkri veröld lúta pistlahöfundar og pólitíkusar sömu lögmálum; ef það les þig enginn er undirstaða tilvistar þinnar í molum; ef það kýs þig enginn ertu búinn að vera. Rétt eins og við erum háð þyngdarlögmálinu sitjum við nú uppi með lögmálið um lítil typpi. Því til stuðnings má nefna Miðflokkinn. Eins og litlu typpin rýkur flokkurinn upp, en ný könnun Maskínu sýnir að fylgi hans jókst um tæp fimm prósent milli mánaða. Miðflokkurinn er enda í fremstu röð þegar kemur að því að leika eftir útsjónarsemi Donalds Trump: „Hrun Vestrænnar siðmenningar blasir við.“ „Ísland fyrst, svo allt hitt.“ Hænan eða eggið Það er auðvelt að kenna Miðflokknum og örvæntingarfullum pistlahöfundum um að draga okkur niður í svaðið. En hvort kemur á undan, hænan eða eggið? Með þessum pistli hef ég lagt mitt af mörkum til hratt stækkandi heildarsafns umfjöllunar um lítil typpi. Mea culpa, sökin er mín. En kærir þú þig ekki um að lifa í heimi sem mótast af lögmálinu um lítil typpi er það á þína ábyrgð að hætta að smella á öll þessi litlu typpi. SAMHENGIÐ Athygli mannkyns er takmörkuð auðlind. Í því felst verðmæti hennar. Hugtakið „athyglishagkerfið“ var búið til af bandaríska hag- og félagsfræðingnum Herbert A. Simon. „Ofgnótt upplýsinga leiðir til skorts á athygli,“ sagði hann í fyrirlestri árið 1971. Hugtakið komst í almenna notkun með tilkomu internetsins. Í árdaga upplýsingatækninnar áttu tæknifyrirtæki í basli við að koma sér upp tekjumódeli. Brugðu mörg fyrirtæki á það ráð að gefa notendum frían aðgang að uppfinningum sínum í skiptum fyrir athygli þeirra sem seld var áfram. Árið 1948 sýndi sálfræðingurinn B. F. Skinner fram á að hann gæti fengið dúfur til að gogga oftar í disk ef dúfunum væri aðeins stundum umbunað fyrir verkið en ekki í hvert sinn sem þær gogguðu. Tilraunin liggur til grundvallar virkni samfélagsmiðla og útskýrir ásókn okkar í þá: Við erum öll goggandi dúfur að vonast eftir umbum. Spilakassar lúta sama óvissu lögmáli. Árið 2021 birti uppljóstrari gögn innan úr herbúðum Facebook sem sýndu að fyrirtækið hefði hannað algóriþma sína viljandi með þeim hætti að efni, sem vakti tilfinningaþrungin viðbrögð, fékk fimm sinnum meira vægi en hófsamara efni. Hafði reynslan sýnt að færslur sem kveiktu tilfinningahita hélt fólki lengur á samfélagsmiðlinum. Reiði karlinn, sem bættist við læk takkann árið 2016, var því yfirveguð viðskiptaákvörðun.
SAMHENGIÐ Athygli mannkyns er takmörkuð auðlind. Í því felst verðmæti hennar. Hugtakið „athyglishagkerfið“ var búið til af bandaríska hag- og félagsfræðingnum Herbert A. Simon. „Ofgnótt upplýsinga leiðir til skorts á athygli,“ sagði hann í fyrirlestri árið 1971. Hugtakið komst í almenna notkun með tilkomu internetsins. Í árdaga upplýsingatækninnar áttu tæknifyrirtæki í basli við að koma sér upp tekjumódeli. Brugðu mörg fyrirtæki á það ráð að gefa notendum frían aðgang að uppfinningum sínum í skiptum fyrir athygli þeirra sem seld var áfram. Árið 1948 sýndi sálfræðingurinn B. F. Skinner fram á að hann gæti fengið dúfur til að gogga oftar í disk ef dúfunum væri aðeins stundum umbunað fyrir verkið en ekki í hvert sinn sem þær gogguðu. Tilraunin liggur til grundvallar virkni samfélagsmiðla og útskýrir ásókn okkar í þá: Við erum öll goggandi dúfur að vonast eftir umbum. Spilakassar lúta sama óvissu lögmáli. Árið 2021 birti uppljóstrari gögn innan úr herbúðum Facebook sem sýndu að fyrirtækið hefði hannað algóriþma sína viljandi með þeim hætti að efni, sem vakti tilfinningaþrungin viðbrögð, fékk fimm sinnum meira vægi en hófsamara efni. Hafði reynslan sýnt að færslur sem kveiktu tilfinningahita hélt fólki lengur á samfélagsmiðlinum. Reiði karlinn, sem bættist við læk takkann árið 2016, var því yfirveguð viðskiptaákvörðun.
Menning Samhengið með Sif Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira