Engin ástæða til að breyta neinu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. nóvember 2025 23:12 Guðrún Hafsteinsdóttir fornaður Sjálfstæðisflokksins horfir til fortíðar. Vísir/Lýður Valberg Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að halla sér frekar til hægri eða vinstri til að bregðast við auknu fylgistapi að sögn formanns flokksins sem kynnti nýja ásýnd á sérstökum fundi í dag. Engar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins sem lítur til fortíðar. Sjálfstæðismenn flykktust á sérstakan fund á Grand hótel í dag þar sem formaður flokksins kynnti nýja ásýnd fyrir áframhaldandi baráttu í stjórnarandstöðu og sveitarstjórnarkosningar sem styttist óðfluga í. Í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir frá fundinum. Fullt var út að dyrum þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður flokksins, kynnti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann flokksins, upp á svið sem gagnrýndi bæði ríkisstjórnina og meirihluta borgarstjórnar og boðaði stórsókn í komandi borgarstjórnarkosningum. Engar markvissar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins. Skerpt var á áherslum og tilkynnt að flokkurinn leiti til fortíðar og í ræturnar. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá er engin ástæða til að breyta stefnu tæplega hundrað ára gamals flokks sem hefur tekið svona ríkan þátt í því að byggja Ísland upp,“ segir Guðrún. Halla sér hvorki til hægri né vinstri Miðað við skoðanakannanir hefur fylgi flokksins dalað undanfarið. Í nýjustu könnun Gallups mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6 prósenta fylgi og Miðflokkurinn þar rétt á eftir með rúmlega sextán prósent. Guðrún segir flokkinn hvorki ætla að halla sér frekar til hægri né vinstri „Ég eiginlega bara skil ekki af hverju langstærstur meirihluti þjóðarinnar fylkir sér ekki um þessa góðu stefnu sem sjálfstæðisstefnan er. Við sitjum auðvitað bara og stöndum fast í okkar ístaði. Við eigum rosalega góða stefnu. Okkar grunngildi eru góð og gild og það er engin ástæða til að breyta því.“ Í nýrri ásýnd flokksins felst dökkblár litur sem prýddi vegg salarins og opinbert merki flokksins gert að upprunalega fálka flokksins sem var teiknaður árið 1945. „Þetta er fálkinn og hann hefur aðeins fengið andlitslyftingu. Við vildum fara aftur í upprunalega fálkann til að vísa í þau gömlu og grónu gildi sem enn standa fyrir sínu í sjálfstæðisstefnunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49 Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Sjálfstæðismenn flykktust á sérstakan fund á Grand hótel í dag þar sem formaður flokksins kynnti nýja ásýnd fyrir áframhaldandi baráttu í stjórnarandstöðu og sveitarstjórnarkosningar sem styttist óðfluga í. Í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir frá fundinum. Fullt var út að dyrum þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður flokksins, kynnti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann flokksins, upp á svið sem gagnrýndi bæði ríkisstjórnina og meirihluta borgarstjórnar og boðaði stórsókn í komandi borgarstjórnarkosningum. Engar markvissar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins. Skerpt var á áherslum og tilkynnt að flokkurinn leiti til fortíðar og í ræturnar. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá er engin ástæða til að breyta stefnu tæplega hundrað ára gamals flokks sem hefur tekið svona ríkan þátt í því að byggja Ísland upp,“ segir Guðrún. Halla sér hvorki til hægri né vinstri Miðað við skoðanakannanir hefur fylgi flokksins dalað undanfarið. Í nýjustu könnun Gallups mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6 prósenta fylgi og Miðflokkurinn þar rétt á eftir með rúmlega sextán prósent. Guðrún segir flokkinn hvorki ætla að halla sér frekar til hægri né vinstri „Ég eiginlega bara skil ekki af hverju langstærstur meirihluti þjóðarinnar fylkir sér ekki um þessa góðu stefnu sem sjálfstæðisstefnan er. Við sitjum auðvitað bara og stöndum fast í okkar ístaði. Við eigum rosalega góða stefnu. Okkar grunngildi eru góð og gild og það er engin ástæða til að breyta því.“ Í nýrri ásýnd flokksins felst dökkblár litur sem prýddi vegg salarins og opinbert merki flokksins gert að upprunalega fálka flokksins sem var teiknaður árið 1945. „Þetta er fálkinn og hann hefur aðeins fengið andlitslyftingu. Við vildum fara aftur í upprunalega fálkann til að vísa í þau gömlu og grónu gildi sem enn standa fyrir sínu í sjálfstæðisstefnunni.“
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49 Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49
Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13