Lífið

„Ekkert of gott að vera of grannur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ágústa elskar góðar próteinmúffur.
Ágústa elskar góðar próteinmúffur.

Ágústa Johnson segist vera búin að finna ýmis spennandi trix við því og gerir til dæmis alveg ótrúlega góðar prótínmúffur með súkkulaðibitum.

Hún hefur tamið sér ýmislegt í sínu daglega lífi sem forvitnilegt er að heyra um. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti Ágústu og fékk að sjá og heyra hvernig hægt er að vera í góðu formi án þess að það sé leiðinlegt og á sama tíma njóta lífsins og borða girnilegan og góðan mat og jafnvel nammi.

Hvernig er hægt að borða hollt nammi á þessum tíma sem fram undan er með hátíðum og veislum. Ágústa vill núna fara að eyða meiri tíma með barnabörnunum og slaka meira á.

„Þegar ég var að byrja snerist þetta mest um að auka þolið og styrkja sig og svona. Í dag er þetta orðið streitustjórnun, bæta svefninn og bæta mataræðið og mikil þekking er komin þar. Við erum komin með svo mikið af unnum matvælum og allt annað en var kannski fyrir fimmtíu árum,“ segir Ágúst og bætir við að hreyfing sé í raun besta þunglyndislyfið sem til er.

„Það er mikið af fólki sem lifir að miklu leyti kyrrsetulífi. En þetta er ekkert allt eða ekkert. Lítið skilar miklu. Svo er yfirhöfuð ekkert of gott að vera of grannur. Aðalatriðið er að vera heilbrigður og hraustur.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Ágústu í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.