Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 10:01 Garðar Atli Jóhannsson, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Verkþekkingu Bylgjan Það er brýnt að bæta verulega eftirlit í byggingariðnaði, ekki síst strax á hönnunarstigi, til að unnt sé að koma betur í veg fyrir óþarfa galla í nýbyggingum. Þetta segir sérfræðingur sem segir bæði kosti og galla við hugmyndir um að eftirlit í byggingariðnaði verði fært á hendur einkaaðila. Algengi galla í nýbyggingum og staðan í byggingariðnaði var til umræðu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Garðar Atli Jóhannsson, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Verkþekkingu, var til viðtals. Ríkisstjórnin hefur boðað breytingar á byggingareftirliti þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Garðar Atli sér kosti og galla við þá leið sem hafi komið til tals þar sem eftirlit yrði fært á hendur einkaaðila. „Ég persónulega sé að það eru kostir og gallar við þetta. Gallarnir eru aðallega að ég tel að stóru stofurnar verði einræðisherrar í þessu,“ segir Garðar. Það geti verið erfitt að fá samþykkt byggingaleyfi og getur tekið langan tíma að fá byggingarfulltrúa á staðinn til að gera öryggis- og lokaúttektir. „Ég held að þetta vandamál leysist ekki með því að færa þetta yfir á [verkfræði]stofurnar. Ég held að það verði bara meiri tímapressa og þetta taki ennþá meiri tíma með auknum kostnaði fyrir fólk í framkvæmdum,“ segir Garðar til að mynda um þá galla sem hann sér við fyrirkomulagið. Þannig geti að hans mat ferlið orðið dýrara. Hins vegar séu ákveðnir gallar á kerfinu eins og það er í dag, þótt það hafi batnað nokkuð á síðustu árum. Þáttarstjórnandi benti á að það hafi verið gagnrýnt að verktakar geti sjálfir ráðið til sín byggingastjóra sem geri úttektir og þannig geti verið erfitt fyrir byggingarstjóra að gagnrýna eða gera athugasemdir við verktakann sem síðan greiðir honum sjálfum laun. „Já, það er meingallað. Það er til dæmis kosturinn við að færa þetta yfir á einkaaðila, til dæmis eins og stofurnar, eða fólk eins og mig,“ segir Garðar. Eftirliti á hönnunarstigi ábótavant Hann taki undir með þeim sem hafa bent á að auka þurfi hönnunareftirlit. „Það kemur fram í grein sem ég las í gær að sjötíu prósent af göllum eru útaf ráðgjöf og eftirliti. Sem sagt hönnunargallar sem að skila sig út í framkvæmdirnar.“ Hönnunarferlið þurfi að hefjast fyrr og megi fá lengri tíma í undirbúningi. „Við erum að flýta okkur svo rosalega mikið. Við erum oft að hefja byggingar án þess að vera með klára hönnun,“ segir Garðar. Þáttarstjórnandi rifjaði upp að prófessor hjá háskólanum hafi sagt í viðtali við Bítið í síðustu viku um að 90% af nýbyggingum í dag séu gallaðar. Garðar telur að það megi að stórum hluta rekja til hönnunargalla og skorts á eftirliti. Græðgin sé einnig vandamál Spurður hvers vegna þessi staða sé uppi segist Garðar telja að rekja megi fljótfærnina sem viðgangist í byggingariðnaði og öllu því ferli megi rekja aftur til fjármálahrunsins. Þá hafi verið hér fjöldinn allur af ókláruðum og ófrágengnum byggingum sem þurfti einhvern veginn að klára. „Svo þegar sprengjan kom aftur og við þurftum að byggja meira þá fórum við að flýta okkur svo mikið. Og græðgin til að græða sem mest á sem skemmstum tíma var bara svo mikil,“ segir Garðar. Ríkisstjórnin kynnti sinn fyrsta húsnæðispakka í síðustu viku en Garðar segir að hljóð og mynd fari að sínu mati ekki að öllu leyti saman, til að mynda hvað varðar boðaða uppbyggingu fjögur þúsund nýrra íbúða í Úlfarsárdal. „Hvernig ætlarðu að koma öllum þessum nýju íbúum út á stofnæðina, hvar er Sundabrautin?“ Byggingariðnaður Húsnæðismál Reykjavík Stjórnsýsla Bítið Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Algengi galla í nýbyggingum og staðan í byggingariðnaði var til umræðu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Garðar Atli Jóhannsson, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Verkþekkingu, var til viðtals. Ríkisstjórnin hefur boðað breytingar á byggingareftirliti þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Garðar Atli sér kosti og galla við þá leið sem hafi komið til tals þar sem eftirlit yrði fært á hendur einkaaðila. „Ég persónulega sé að það eru kostir og gallar við þetta. Gallarnir eru aðallega að ég tel að stóru stofurnar verði einræðisherrar í þessu,“ segir Garðar. Það geti verið erfitt að fá samþykkt byggingaleyfi og getur tekið langan tíma að fá byggingarfulltrúa á staðinn til að gera öryggis- og lokaúttektir. „Ég held að þetta vandamál leysist ekki með því að færa þetta yfir á [verkfræði]stofurnar. Ég held að það verði bara meiri tímapressa og þetta taki ennþá meiri tíma með auknum kostnaði fyrir fólk í framkvæmdum,“ segir Garðar til að mynda um þá galla sem hann sér við fyrirkomulagið. Þannig geti að hans mat ferlið orðið dýrara. Hins vegar séu ákveðnir gallar á kerfinu eins og það er í dag, þótt það hafi batnað nokkuð á síðustu árum. Þáttarstjórnandi benti á að það hafi verið gagnrýnt að verktakar geti sjálfir ráðið til sín byggingastjóra sem geri úttektir og þannig geti verið erfitt fyrir byggingarstjóra að gagnrýna eða gera athugasemdir við verktakann sem síðan greiðir honum sjálfum laun. „Já, það er meingallað. Það er til dæmis kosturinn við að færa þetta yfir á einkaaðila, til dæmis eins og stofurnar, eða fólk eins og mig,“ segir Garðar. Eftirliti á hönnunarstigi ábótavant Hann taki undir með þeim sem hafa bent á að auka þurfi hönnunareftirlit. „Það kemur fram í grein sem ég las í gær að sjötíu prósent af göllum eru útaf ráðgjöf og eftirliti. Sem sagt hönnunargallar sem að skila sig út í framkvæmdirnar.“ Hönnunarferlið þurfi að hefjast fyrr og megi fá lengri tíma í undirbúningi. „Við erum að flýta okkur svo rosalega mikið. Við erum oft að hefja byggingar án þess að vera með klára hönnun,“ segir Garðar. Þáttarstjórnandi rifjaði upp að prófessor hjá háskólanum hafi sagt í viðtali við Bítið í síðustu viku um að 90% af nýbyggingum í dag séu gallaðar. Garðar telur að það megi að stórum hluta rekja til hönnunargalla og skorts á eftirliti. Græðgin sé einnig vandamál Spurður hvers vegna þessi staða sé uppi segist Garðar telja að rekja megi fljótfærnina sem viðgangist í byggingariðnaði og öllu því ferli megi rekja aftur til fjármálahrunsins. Þá hafi verið hér fjöldinn allur af ókláruðum og ófrágengnum byggingum sem þurfti einhvern veginn að klára. „Svo þegar sprengjan kom aftur og við þurftum að byggja meira þá fórum við að flýta okkur svo mikið. Og græðgin til að græða sem mest á sem skemmstum tíma var bara svo mikil,“ segir Garðar. Ríkisstjórnin kynnti sinn fyrsta húsnæðispakka í síðustu viku en Garðar segir að hljóð og mynd fari að sínu mati ekki að öllu leyti saman, til að mynda hvað varðar boðaða uppbyggingu fjögur þúsund nýrra íbúða í Úlfarsárdal. „Hvernig ætlarðu að koma öllum þessum nýju íbúum út á stofnæðina, hvar er Sundabrautin?“
Byggingariðnaður Húsnæðismál Reykjavík Stjórnsýsla Bítið Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira