Enski boltinn

Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir hans Thomas Frank hrifu fáa með spilamennsku sinni gegn Chelsea.
Strákarnir hans Thomas Frank hrifu fáa með spilamennsku sinni gegn Chelsea. getty/Shaun Brooks

Jamie Carragher sparaði ekki stóru orðin þegar hann ræddi um frammistöðu Tottenham í tapinu fyrir Chelsea um helgina. Hann sagði að Spurs hefði spilað eins og neðri deildarlið gegn nágrönnum sínum.

Chelsea vann leikinn á Tottenham-leikvanginum, 0-1, á laugardaginn. Spurs voru afar bitlausir í leiknum og ógnuðu sjaldan.

Carragher segir að frammistaðan veki upp spurningar um á hvaða leið Thomas Frank sé með lið Tottenham.

„Þetta er áhyggjuefni. Frank gæti horft á þessi úrslit og hugsað með sér: Ég veit ekki hvaðan þetta kom,“ sagði Carragher.

„Við erum að gera vel í deildinni og höfum skorað flest mörk allra. En vandamálið fyrir Frank og aðra stjóra sem taka stökkið frá minni liðum til þeirra stærri er fótboltinn sem þeir láta þau spila. Þegar þú horfir á leikinn um helgina og heimaleikina sem stuðningsmennirnir hafa séð var þetta eins og að horfa á fjórðu deildarlið gegn úrvalsdeildarliði í bikarkeppninni.“

Spurs er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sautján stig eftir tíu leiki. Næsti deildarleikur liðsins er gegn Manchester United á laugardaginn.

Í kvöld tekur Tottenham á móti FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni.


Tengdar fréttir

Spence og van de Ven báðust af­sökunar

Áhugaverð uppákoma átti sér stað í lok leiks Tottenham og Chelsea á laugardag þegar þeir Djed Spence og Micky van de Ven stormuðu út af vellinum og virtust hundsa Thomas Frank, þjálfara Tottenham, algjörlega.

Pedro afgreiddi Tottenham

Chelsea lagði granna sína í Tottenham í með einu marki gegn engu en yfirburðir Chelsea í leiknum voru algjörir þrátt fyrir að mörkin hafa látið á sér standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×