Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. október 2025 12:06 Strætisvagnar hafa víða verið á eftir áætlun, en útlit er fyrir að það ástand vari áfram fram eftir degi. Vísir/Anton Brink Vonir standa til að hægt verði að opna hringveginn að fullu nú upp úr hádegi, en honum var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Bráðamóttaka Landspítalans býr sig undir aukið álag vegna hálkuslysa í dag og útlit er fyrir að Strætó verði á eftir áætlun fram eftir degi. Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi víðast hvar á landinu, ef frá eru talin Vestfirðir, Norðausturland og Faxaflói, vegna hvassviðris, rigningar og asahláku. Slík viðvörun tekur þó gildi á Vestfjörðum klukkan tvö. Eftir því sem líður á daginn falla þær úr gildi, fyrst á austurhluta landsins, en síðast við Faxaflóa klukkan níu í fyrramálið. Hringvegurinn er sem stendur lokaður á tveimur stöðum, annars vegar við Sandfell í Öræfum, og hins vegar frá Markarfljóti og austur að Vík, vegna mikils vinds. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan þó nokkuð vænleg upp á framhaldið. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vonir standa til þess að hægt verði að opna upp úr hádegi.Vísir/Einar „Veðrið er að ganga niður, þannig að við erum að undirbúa að opna aftur. Fyrst undir Eyjafjöllum og aðeins seinna í Öræfunum,“ segir G. Pétur Matthíasson, hjá Vegagerðinni. „Það er kannski svona upp úr hádeginu, sem það gæti farið að gerast.“ Búa sig undir aukið álag á slysó Á höfuðborgarsvæðinu og mun víðar hefur mikillar hálku gætt. Þrátt fyrir að nú sé tekið að leysa getur hálkan verið meiri en áður. Yfirlæknir á brátamóttökunni segir á þriðja tug hafa leitað aðhlynningar vegna hálkuslysa frá því tók að snjóa á þriðjudag. Hætta sé á að fleiri bætist við. „Það hefur verið nokkuð um beinbrot og jafnvel fólk sem hefur þurft innlagnir vegna þessa,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Arnar „Miðað við reynslu fyrri ára er það einmitt þegar það fer að rigna og hlýna sem hálkan verður verri. Þannig að ég hef umtalsverðar áhyggjur af því að það verði mikið álag á spítalanum í dag, út af þessum hálkuslysum sem gætu orðið í dag þegar fer að hlýna.“ Strætó á eftir áætlun fram eftir degi Síðustu daga hefur umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu verið mikill, og strætisvagnar óvíða á áætlun. „Mér þykir alveg líklegt að það verði í dag, og fram eftir þessum degi, þangað til það hreinsast betur af götunum. Umferðin er á köflum mjög hæg,“ segir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturs hjá Strætó. Steinar Karl Hlífarsson segir útlit fyrir að Strætó verði sums staðar á eftir áætlun í dag. Fólk komist þó á milli staða að endingu.Strætó Borið hafi á því að fleiri hafi nýtt sér þjónustuna en oft áður, enda hafi fólk verið hvatt til að skilja bílinn eftir heima til að létta á umferðinni. „Tilfinningin segir okkur að það er meira af fólki í vögnunum, sérstaklega seinnipartinn. Við höfum fengið einhverjar tilkynningar um það, allavega eina í morgun, um að vagn fylltist og komst ekki meira í hann. Það hefur merkjanlega verið fleira fólk.“ Veður Færð á vegum Vegagerð Strætó Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi víðast hvar á landinu, ef frá eru talin Vestfirðir, Norðausturland og Faxaflói, vegna hvassviðris, rigningar og asahláku. Slík viðvörun tekur þó gildi á Vestfjörðum klukkan tvö. Eftir því sem líður á daginn falla þær úr gildi, fyrst á austurhluta landsins, en síðast við Faxaflóa klukkan níu í fyrramálið. Hringvegurinn er sem stendur lokaður á tveimur stöðum, annars vegar við Sandfell í Öræfum, og hins vegar frá Markarfljóti og austur að Vík, vegna mikils vinds. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan þó nokkuð vænleg upp á framhaldið. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vonir standa til þess að hægt verði að opna upp úr hádegi.Vísir/Einar „Veðrið er að ganga niður, þannig að við erum að undirbúa að opna aftur. Fyrst undir Eyjafjöllum og aðeins seinna í Öræfunum,“ segir G. Pétur Matthíasson, hjá Vegagerðinni. „Það er kannski svona upp úr hádeginu, sem það gæti farið að gerast.“ Búa sig undir aukið álag á slysó Á höfuðborgarsvæðinu og mun víðar hefur mikillar hálku gætt. Þrátt fyrir að nú sé tekið að leysa getur hálkan verið meiri en áður. Yfirlæknir á brátamóttökunni segir á þriðja tug hafa leitað aðhlynningar vegna hálkuslysa frá því tók að snjóa á þriðjudag. Hætta sé á að fleiri bætist við. „Það hefur verið nokkuð um beinbrot og jafnvel fólk sem hefur þurft innlagnir vegna þessa,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Arnar „Miðað við reynslu fyrri ára er það einmitt þegar það fer að rigna og hlýna sem hálkan verður verri. Þannig að ég hef umtalsverðar áhyggjur af því að það verði mikið álag á spítalanum í dag, út af þessum hálkuslysum sem gætu orðið í dag þegar fer að hlýna.“ Strætó á eftir áætlun fram eftir degi Síðustu daga hefur umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu verið mikill, og strætisvagnar óvíða á áætlun. „Mér þykir alveg líklegt að það verði í dag, og fram eftir þessum degi, þangað til það hreinsast betur af götunum. Umferðin er á köflum mjög hæg,“ segir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturs hjá Strætó. Steinar Karl Hlífarsson segir útlit fyrir að Strætó verði sums staðar á eftir áætlun í dag. Fólk komist þó á milli staða að endingu.Strætó Borið hafi á því að fleiri hafi nýtt sér þjónustuna en oft áður, enda hafi fólk verið hvatt til að skilja bílinn eftir heima til að létta á umferðinni. „Tilfinningin segir okkur að það er meira af fólki í vögnunum, sérstaklega seinnipartinn. Við höfum fengið einhverjar tilkynningar um það, allavega eina í morgun, um að vagn fylltist og komst ekki meira í hann. Það hefur merkjanlega verið fleira fólk.“
Veður Færð á vegum Vegagerð Strætó Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira