Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. október 2025 15:55 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi starfsmaður í landamæradeild ríkislögreglustjóra, sem var sagt upp störfum í vikunni, getur ekki orða bundist yfir framferði embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir að störf þriggja starfsmanna í landamæradeildinni hafi verið lögð niður, og erfitt sé að sjá hvernig embættið ætli að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til deildarinnar í framhaldinu. Konurnar þrjár sem sagt var upp hafi nýlega lýst yfir áhyggjum og óánægju með framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildarinnar. Í vikunni var greint frá því að á starfsmannafundi ríkislögreglustjóra hefði verið tilkynnt um uppsagnir innan embættisins. Þremur konum í landamæradeild embættisins hefði verið sagt upp. Þungt andrúmsloft er innan dómsmálaráðuneytisins og ákveðinna deilda embættis ríkislögreglustjóra vegna greiðslna embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru. Eva Sigrún Óskarsdóttir er ein þeirra þriggja sem var sagt upp í vikunni, en í færslu á samfélagsmiðlum segist hún ekki geta orða bundist yfir atburðum vikunnar. Rauntölur uppsagna á reiki Eva segir að fréttir af uppsögnum embættisins mjög á reiki, en enginn virðist kannast við uppsagnir í öðrum deildum en landamæradeildinni. „Í fréttum sjónvarps nefndi ríkislögreglustjóri einmitt töluna 22. Hins vegar kom í ljós á starfsmannafundi gærdagsins að aðeins 5 manns í allri stofnuninni sem telur örugglega vel yfir 200 manns hefði verið sagt upp, hitt voru starfsmenn sem eru að fara á eftirlaun eða samningar sem yrðu ekki endurnýjaðir.“ „Af þessum fimm starfsmönnum voru því einmitt þrír kvenkyns reynsluboltar í fámennri og mjög svo sérhæfðu landamæradeildinni sem deildu meira að segja saman sömu 10 fermetrunum og höfðu nýlega lýst yfir við sviðsstjóra áhyggjum og óánægju okkar kvennanna með framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildar,“ segir Eva. Erfitt að sjá hvernig deildin muni standast kröfur Eva segir að erfitt sé að sjá hvernig þeir sem eftir standa hjá ríkislögreglustjóra eigi að geta staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til landamæradeildarinnar, þar sem störf þeirra þriggja sem sagt var upp voru lögð niður. „Ég ætla ekki að telja upp allt það sem ég hef lagt af mörkum í starfi eða hef fram að færa en segi án þess að hika að það er enginn sem speglar nákvæmlega þá þekkingu og reynslu sem ég hef aflað mér síðustu rúmu 5 árin og ólíklegt að svo verði á næstu mánuðum og jafnvel árum.“ „Ég sem hef verið svo stolt af því hvernig konum hefur fjölgað og fengið framgöngu og tækifæri innan stofnunarinnar en okkur er svo kastað fyrir ljónin þegar á reynir. Það þarf enga geimvísindaútreikninga til að sjá að dæmið gengur ekki upp.“ Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Lögreglan Rekstur hins opinbera Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að á starfsmannafundi ríkislögreglustjóra hefði verið tilkynnt um uppsagnir innan embættisins. Þremur konum í landamæradeild embættisins hefði verið sagt upp. Þungt andrúmsloft er innan dómsmálaráðuneytisins og ákveðinna deilda embættis ríkislögreglustjóra vegna greiðslna embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru. Eva Sigrún Óskarsdóttir er ein þeirra þriggja sem var sagt upp í vikunni, en í færslu á samfélagsmiðlum segist hún ekki geta orða bundist yfir atburðum vikunnar. Rauntölur uppsagna á reiki Eva segir að fréttir af uppsögnum embættisins mjög á reiki, en enginn virðist kannast við uppsagnir í öðrum deildum en landamæradeildinni. „Í fréttum sjónvarps nefndi ríkislögreglustjóri einmitt töluna 22. Hins vegar kom í ljós á starfsmannafundi gærdagsins að aðeins 5 manns í allri stofnuninni sem telur örugglega vel yfir 200 manns hefði verið sagt upp, hitt voru starfsmenn sem eru að fara á eftirlaun eða samningar sem yrðu ekki endurnýjaðir.“ „Af þessum fimm starfsmönnum voru því einmitt þrír kvenkyns reynsluboltar í fámennri og mjög svo sérhæfðu landamæradeildinni sem deildu meira að segja saman sömu 10 fermetrunum og höfðu nýlega lýst yfir við sviðsstjóra áhyggjum og óánægju okkar kvennanna með framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildar,“ segir Eva. Erfitt að sjá hvernig deildin muni standast kröfur Eva segir að erfitt sé að sjá hvernig þeir sem eftir standa hjá ríkislögreglustjóra eigi að geta staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til landamæradeildarinnar, þar sem störf þeirra þriggja sem sagt var upp voru lögð niður. „Ég ætla ekki að telja upp allt það sem ég hef lagt af mörkum í starfi eða hef fram að færa en segi án þess að hika að það er enginn sem speglar nákvæmlega þá þekkingu og reynslu sem ég hef aflað mér síðustu rúmu 5 árin og ólíklegt að svo verði á næstu mánuðum og jafnvel árum.“ „Ég sem hef verið svo stolt af því hvernig konum hefur fjölgað og fengið framgöngu og tækifæri innan stofnunarinnar en okkur er svo kastað fyrir ljónin þegar á reynir. Það þarf enga geimvísindaútreikninga til að sjá að dæmið gengur ekki upp.“
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Lögreglan Rekstur hins opinbera Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira