Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2025 10:35 Kanadíski sagnfræðingurinn Ryan Eyford. HÍ Kanadíski sagnfræðingurinn Ryan Eyford er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem brotið hefur blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningar og þýðingastarfs. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að Eyford hljóti verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sögu Nýja Íslands í Manitoba. „Bók hans White Settler Reserve: New Iceland and the Colonization of the Canadian West (University of British Columbia Press, 2016) umbyltir viðteknum skoðunum fólks á sögu Nýja Íslands. Hún flytur lesendur úr goðsagnakenndri sýn á íslensku vesturfarana yfir í djúpstæðari skilning á þátttöku þeirra, sem og annarra evrópskra vesturfara, í landtöku-nýlendustefnu Kanada þess tíma. Í bókinni fjallar Eyford meðal annars um hlutskipti Cree-, Ojibwe- og Métis-frumbyggjanna við landtöku íslensku vesturfaranna og hvernig flókið og margþætt gangvirkið í þessari sögu við Winnipegvatn á 19. öld varpar ljósi á landtöku-nýlendustefnu á hinu alþjóðlega sviði. Sagan af íslensku vesturförunum í Kanada hefur þannig víðtæka þýðingu. Rektor Háskóla Íslands og fulltrúi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra munu afhenda verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 6. nóvember næstkomandi og mun Eyford flytja erindi af því tilefni. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar (starfrækt undir merkjum UNESCO) efndu til Vigdísarverðlauna í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur vorið 2020, en þá voru jafnframt liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar,“ segir í tilkynningunni. Fyrri handhafar Fyrri handhafar Vigdísarverðlaunanna eru Asifa Majid (2024), sálfræðingur og málfræðingur, Anne Carson (2023), skáld og sérfræðingur í klassískum fræðum, Juergen Boos (2022), forstjóri Bókastefnunnar í Frankfurt, grænlenska ljóðskáldið og málvísindakonan Katti Frederiksen (2021), og færeyski málvísindamaðurinn, kennarinn og útgefandinn Jonhard Mikkelsen (2020). Í stjórn Vigdísarverðlauna frá 2022 sitja Rósa Signý Gísladóttir dósent í málvísindum (formaður stjórnar), tilnefnd af rektor Háskóla Íslands; Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur í bókmenntum, tilnefnd af Vigdísarstofnun, og Páll Valsson, rithöfundur og útgáfustjóri bókaforlagsins Bjarts, tilnefndur af menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, starfar með nefndinni. Vigdís Finnbogadóttir Íslensk tunga Menning Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að Eyford hljóti verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sögu Nýja Íslands í Manitoba. „Bók hans White Settler Reserve: New Iceland and the Colonization of the Canadian West (University of British Columbia Press, 2016) umbyltir viðteknum skoðunum fólks á sögu Nýja Íslands. Hún flytur lesendur úr goðsagnakenndri sýn á íslensku vesturfarana yfir í djúpstæðari skilning á þátttöku þeirra, sem og annarra evrópskra vesturfara, í landtöku-nýlendustefnu Kanada þess tíma. Í bókinni fjallar Eyford meðal annars um hlutskipti Cree-, Ojibwe- og Métis-frumbyggjanna við landtöku íslensku vesturfaranna og hvernig flókið og margþætt gangvirkið í þessari sögu við Winnipegvatn á 19. öld varpar ljósi á landtöku-nýlendustefnu á hinu alþjóðlega sviði. Sagan af íslensku vesturförunum í Kanada hefur þannig víðtæka þýðingu. Rektor Háskóla Íslands og fulltrúi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra munu afhenda verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 6. nóvember næstkomandi og mun Eyford flytja erindi af því tilefni. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar (starfrækt undir merkjum UNESCO) efndu til Vigdísarverðlauna í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur vorið 2020, en þá voru jafnframt liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar,“ segir í tilkynningunni. Fyrri handhafar Fyrri handhafar Vigdísarverðlaunanna eru Asifa Majid (2024), sálfræðingur og málfræðingur, Anne Carson (2023), skáld og sérfræðingur í klassískum fræðum, Juergen Boos (2022), forstjóri Bókastefnunnar í Frankfurt, grænlenska ljóðskáldið og málvísindakonan Katti Frederiksen (2021), og færeyski málvísindamaðurinn, kennarinn og útgefandinn Jonhard Mikkelsen (2020). Í stjórn Vigdísarverðlauna frá 2022 sitja Rósa Signý Gísladóttir dósent í málvísindum (formaður stjórnar), tilnefnd af rektor Háskóla Íslands; Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur í bókmenntum, tilnefnd af Vigdísarstofnun, og Páll Valsson, rithöfundur og útgáfustjóri bókaforlagsins Bjarts, tilnefndur af menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, starfar með nefndinni.
Vigdís Finnbogadóttir Íslensk tunga Menning Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Sjá meira