Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Árni Sæberg skrifar 21. október 2025 14:12 Reikna má með því að maðurinn hafi tekið þátt í fjölmennum baráttufundi á Arnarhóli 24. október árið 2023. Vísir/Vilhelm Kærunefnd jafnréttismála telur að Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, hafi mátt mismuna karlmanni á grundvelli kyns, með því að veita honum ekki leyfi til þess að taka þátt í kvennaverkfalli. Leyfi frá störfum sem konum og kynsegin fólki var veitt til að taka þátt hafi verið sértækar aðgerðar sem fælu ekki í sér brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að maðurinn hafi í apríl í fyrra kært synjun Ísor á því að veita honum laun fyrir 4,2 klukkustunda fjarveru úr starfi til stuðnings kvennaverkfalli hinn 24. október 2023. Atvik málsins hafi verið þau að hópur stéttarfélaga, hagsmunasamtaka og félaga hafi boðað til kvennaverkfalls sem fram færi hinn 24. október 2023. Þann dag hafi 48 ár verið liðin frá kvennafrídeginum árið 1975. Tilkynnt forföll og spurði hvort tryggt væri að ekki yrði mismunað Forstjóri Ísor hafi sent tölvubréf til starfsfólks nokkrum dögum fyrir boðað verkfall um að hann tæki undir hvatningu til kvenna og kvára um þátttöku í kvennafrídeginum 24. október 2023. Ekki yrði gerð krafa um vinnuframlag þeirra sem vildu taka þátt en óskað hafi verið eftir að sviðsstjórar stofnunarinnar yrðu upplýstir um væntanlega fjarveru eftir því sem kostur væri. Maðurinn hafi sent tölvubréf á forstjórann að morgni verkfallsdagsins og upplýst að hann þyrfti að vera frá vinnu eftir hádegi þann dag til að styðja við kröfur um jafnrétti kynjanna og þá ekki síst þar sem hallaði á konur og kvár. „Spurði kærandi hvort ekki væri tryggt að kynjum yrði ekki mismunað vegna launaðrar fjarveru til stuðnings við málstaðinn. Vísaði hann til jafnlaunastefnu og -vottunar kærða og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna máli sínu til stuðnings.“ Bara fyrir konur og kvár Forstjórinn hafi svarað honum skömmu áður en verkfallið hófst eftir að hafa kannað málið frekar. Hann hafi sagt að kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefði sent forstöðumönnum ríkisstofnana leiðbeiningar vegna kvennaverkfallsins þar sem fram hefði komið að ekki yrði litið á fjarvistir kvenna og kvára vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá, með samþykki stjórnenda, sem óréttmætar né yrði dregið af launum vegna þeirra. Að mati forstjórans væri skýrt að í leiðbeiningunum væri einungis vísað til fjarveru kvenna og kvára en ekki karla. Manninum væri hins vegar frjálst að vinna heima það sem eftir væri dags, nýta sér styttingu vinnuviku, nýta unnar umframvinnustundir gegn leyfi eða vinna tímana síðar upp. Maðurinn hafi til bráðabirgða nýtt uppsafnaðar ólaunaðar umframvinnustundir á móti fjarveru þann dag en gert fyrirvara um að bera synjunina undir kærunefndina. Sértæk aðgerð Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að að mati nefndarinnar sé engum vafa til að dreifa um það að kvennaverkfallið 24. október 2023 hafi verið sértæk aðgerð í skilningi laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem uppfylli þau skilyrði sem mælt er fyrir um í lögunum. Hún hafi verið tímabundin og afmörkuð, það er takmörkuð við að konur og kvár legðu niður störf í einn dag og beinst að misrétti sem aðstandendur verkfallsins hafi bent á að væri enn til staðar og þörf væri á að bregðast við. „Sú samstaða, vitundarvakning, fræðsla og mótmæli gegn vanmati á störfum kvenna, kynbundnum launamun og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum var aðgerð á ákveðnu sviði þar sem enn hallar á annað kynið. Þá var hún til þess fallin að bæta stöðu kvenna og kynsegin fólks í því skyni að koma á jafnri stöðu kynjanna og jafnri meðferð. Aðgerðin telst því innan þess svigrúms sem atvinnurekandi hefur á grundvelli laga [um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna]. Sjónarmið kæranda um annað hagga ekki þessari niðurstöðu.“ Ekki yrði fallist á að synjun um launað leyfi mannsins hluta verkfallsdagsins hafi falið í sér íþyngjandi réttindaskerðingu gagnvart honum eða að hann hafi verið sérstaklega útsettur fyrir neikvæðum áhrifum vegna hennar. Þá verði ekki tekið undir það með manninum að aðgerðir sem snúi að misrétti gegn einu kyni eða kynsegin fólki teljist í eðli sínu almennar. Að mati nefndarinnar sé engum vafa til að dreifa um það að aðgerðirnar beindust að misrétti á ákveðnu sviði, það er vanmati á störfum kvenna, launamun og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum. Jafnlaunavottun skipti ekki máli Loks segir að sú ákvörðun Ísor að veita konum og kynsegin fólki launað leyfi til þátttöku í kvennaverkfalli hafi verið samrýmanleg ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Aðrar röksemdir og sjónarmið mannsins í málinu hafi ekki áhrif á þessa niðurstöðu. Þannig hafi jafnlaunavottun Ísor, jafnlaunastefna eða staða kynja sem starfa hjá stofnuninni engin áhrif á heimild eða svigrúm hennar eins og hér stóð á. Þá liggi fyrir í gögnum málsins að forstjóri Ísor hafi boðið manninum ýmsa valkosti til þess að koma til móts við óskir hans um leyfi að því undanskildu að hann nyti sérstaklega launa vegna þess. „Gengu athafnir kærða því ekki lengra en nauðsyn stóð til eða voru andstæðar meðalhófi.“ Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mannauðsmál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Í úrskurði kærunefndarinnar segir að maðurinn hafi í apríl í fyrra kært synjun Ísor á því að veita honum laun fyrir 4,2 klukkustunda fjarveru úr starfi til stuðnings kvennaverkfalli hinn 24. október 2023. Atvik málsins hafi verið þau að hópur stéttarfélaga, hagsmunasamtaka og félaga hafi boðað til kvennaverkfalls sem fram færi hinn 24. október 2023. Þann dag hafi 48 ár verið liðin frá kvennafrídeginum árið 1975. Tilkynnt forföll og spurði hvort tryggt væri að ekki yrði mismunað Forstjóri Ísor hafi sent tölvubréf til starfsfólks nokkrum dögum fyrir boðað verkfall um að hann tæki undir hvatningu til kvenna og kvára um þátttöku í kvennafrídeginum 24. október 2023. Ekki yrði gerð krafa um vinnuframlag þeirra sem vildu taka þátt en óskað hafi verið eftir að sviðsstjórar stofnunarinnar yrðu upplýstir um væntanlega fjarveru eftir því sem kostur væri. Maðurinn hafi sent tölvubréf á forstjórann að morgni verkfallsdagsins og upplýst að hann þyrfti að vera frá vinnu eftir hádegi þann dag til að styðja við kröfur um jafnrétti kynjanna og þá ekki síst þar sem hallaði á konur og kvár. „Spurði kærandi hvort ekki væri tryggt að kynjum yrði ekki mismunað vegna launaðrar fjarveru til stuðnings við málstaðinn. Vísaði hann til jafnlaunastefnu og -vottunar kærða og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna máli sínu til stuðnings.“ Bara fyrir konur og kvár Forstjórinn hafi svarað honum skömmu áður en verkfallið hófst eftir að hafa kannað málið frekar. Hann hafi sagt að kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefði sent forstöðumönnum ríkisstofnana leiðbeiningar vegna kvennaverkfallsins þar sem fram hefði komið að ekki yrði litið á fjarvistir kvenna og kvára vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá, með samþykki stjórnenda, sem óréttmætar né yrði dregið af launum vegna þeirra. Að mati forstjórans væri skýrt að í leiðbeiningunum væri einungis vísað til fjarveru kvenna og kvára en ekki karla. Manninum væri hins vegar frjálst að vinna heima það sem eftir væri dags, nýta sér styttingu vinnuviku, nýta unnar umframvinnustundir gegn leyfi eða vinna tímana síðar upp. Maðurinn hafi til bráðabirgða nýtt uppsafnaðar ólaunaðar umframvinnustundir á móti fjarveru þann dag en gert fyrirvara um að bera synjunina undir kærunefndina. Sértæk aðgerð Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að að mati nefndarinnar sé engum vafa til að dreifa um það að kvennaverkfallið 24. október 2023 hafi verið sértæk aðgerð í skilningi laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem uppfylli þau skilyrði sem mælt er fyrir um í lögunum. Hún hafi verið tímabundin og afmörkuð, það er takmörkuð við að konur og kvár legðu niður störf í einn dag og beinst að misrétti sem aðstandendur verkfallsins hafi bent á að væri enn til staðar og þörf væri á að bregðast við. „Sú samstaða, vitundarvakning, fræðsla og mótmæli gegn vanmati á störfum kvenna, kynbundnum launamun og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum var aðgerð á ákveðnu sviði þar sem enn hallar á annað kynið. Þá var hún til þess fallin að bæta stöðu kvenna og kynsegin fólks í því skyni að koma á jafnri stöðu kynjanna og jafnri meðferð. Aðgerðin telst því innan þess svigrúms sem atvinnurekandi hefur á grundvelli laga [um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna]. Sjónarmið kæranda um annað hagga ekki þessari niðurstöðu.“ Ekki yrði fallist á að synjun um launað leyfi mannsins hluta verkfallsdagsins hafi falið í sér íþyngjandi réttindaskerðingu gagnvart honum eða að hann hafi verið sérstaklega útsettur fyrir neikvæðum áhrifum vegna hennar. Þá verði ekki tekið undir það með manninum að aðgerðir sem snúi að misrétti gegn einu kyni eða kynsegin fólki teljist í eðli sínu almennar. Að mati nefndarinnar sé engum vafa til að dreifa um það að aðgerðirnar beindust að misrétti á ákveðnu sviði, það er vanmati á störfum kvenna, launamun og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum. Jafnlaunavottun skipti ekki máli Loks segir að sú ákvörðun Ísor að veita konum og kynsegin fólki launað leyfi til þátttöku í kvennaverkfalli hafi verið samrýmanleg ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Aðrar röksemdir og sjónarmið mannsins í málinu hafi ekki áhrif á þessa niðurstöðu. Þannig hafi jafnlaunavottun Ísor, jafnlaunastefna eða staða kynja sem starfa hjá stofnuninni engin áhrif á heimild eða svigrúm hennar eins og hér stóð á. Þá liggi fyrir í gögnum málsins að forstjóri Ísor hafi boðið manninum ýmsa valkosti til þess að koma til móts við óskir hans um leyfi að því undanskildu að hann nyti sérstaklega launa vegna þess. „Gengu athafnir kærða því ekki lengra en nauðsyn stóð til eða voru andstæðar meðalhófi.“
Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mannauðsmál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira