Innlent

„Ég hef aldrei skorast undan á­byrgð“

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Einar Þorsteinsson.
Einar Þorsteinsson. Vísir/Bjarni

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann komi til með að sækjast eftir embætti formanns. Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti í dag að hann ætli ekki að bjóða sig fram.

„Ég hef ekki tekið ákvörðun um það,“ segir Einar í samtali við fréttastofu en hann er staddur á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins.

„Við erum að melta fréttirnar hérna núna og nú verður kosið um nýjan formann eftir áramót. Það er flokksins að kalla þá til sem hann treystir til þess að leiða flokkinn. Stuðningurinn verður að koma úr grasrótinni þannig við verðum að fá aðeins tíma til að melta fréttirnar og meta stöðuna. En ég hef aldrei skorast undan ábyrgð.“

Einar segir þó að eins og staðan sé núna sé hugur hans bundinn við sveitarstjórnarkosningarnar sem verða næsta vor. Hann segist hafa fengið áskoranir en hefur sjálfur sagt að það sé mikilvægt að formaður sé vel tengdur þingflokknum.

„Þessi umræða á eftir að þroskast og skýrast núna þegar það liggur fyrir að Sigurður Ingi ætli ekki að leiða flokkinn áfram.“


Tengdar fréttir

Býður sig ekki fram til áfram­haldandi for­mennsku

Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×