Lífið

Leyndar­mál Móu að hinni full­komnu kvöldförðun

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Móeiður er óhrædd við að gefa fylgjendum sínum innsýn í líf fjölskyldunnar í Aþenu.
Móeiður er óhrædd við að gefa fylgjendum sínum innsýn í líf fjölskyldunnar í Aþenu.

Áhrifavaldurinn Móeiður Lárusdóttir deildi nýverið myndbandi á Instagram þar sem hún sýnir fylgjendum sínum, skref fyrir skref, hvernig hún útfærir hina fullkomnu kvöldförðun.

Móeiður og eiginmaður hennar, Hörður Björgvin, búa í Aþenu í Grikklandi með dætrum sínum tveimur, þar sem Hörður spilar með knattspyrnuliðinu Panathinaikos. Móeiður er þekkt fyrir dömulegan stíl og fágað útlit og er óhrædd við að gefa innsýn í líf sitt og fjölskyldunnar sem einkennist af glamúr og glæsileika.

Í myndbandinu fer Móa vandlega í gegnum hvert skref í förðuninni ásamt því að lista upp hvaða vörur hún notar, svo fylgjendur hennar geti auðveldlega fylgt eftir.

Myndbandið má sjá í færslunni hér að neðan.

Vörur sem leynast í snyrtitöskunni hennar Móu

Primer: Rare Beauty Always An Optimist – lýsandi

Farði: Charlotte Tilbury Beautiful Skin Foundation – 6 Neutral

Hyljari: Dior Forever Skin Glow – 3WP

Bronzer: Chilli in June Hot Bronzer – Sultry

Púður: Huda Beauty Easy Bake – Birthday Cake

Kinnalitur: Makeup by Mario Strawberry Sunset & Chilli in June Ivy

Augnblýantur: Make Up For Ever Artist Color Pencil – Limitless Brown

Augnskuggi: MAC Paint Pot – Layin’ Low & Makeup by Mario Master Mattes Palette






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.