Eldur logar á Siglufirði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 13. október 2025 21:01 Allt tiltækt slökkvilið er á vettvangi. Aðsend/Hilmar Eldur kviknaði í húsnæði Primex á Siglufirði um klukkan átta í kvöld. Enginn er talinn í hættu en allt tiltækt slökkvilið er á vettvangi. Fjölmiðilinn Héðinsfjörður.is greinir frá og segir að eldur sé í þaki hússins við Óskarsgötu 7 sem er við höfnina á Siglufirði. Húsið hýsir starfsemi fyrirtækisins Primex. Allt tiltækt slökkvilið frá Siglufirði og Dalvík er á staðnum. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, staðfestir í samtali við Vísi að um sé að ræða nokkuð umfangsmikið verkefni, og því hafi fljótlega verið kallað eftir aðstoð frá slökkviliðinu á Dalvík og á Akureyri sem hafi útvegað bæði dælubíl og körfubíl til að aðstoða við aðgerðir á vettvangi. „Þetta er stórt iðnaðarhúsnæði og það er eldur í þakinu og þar af leiðandi erum við að vinna slökkviliðsstarf ofan frá,“ segir Jóhann. Nokkur vindur er á svæðinu sem gerir slökkvistarfið öllu erfiðara við að eiga, en aðgerðir standa enn yfir. Maron Pétursson, varaslökkviliðsstjóri á Akureyri staðfestir í samtali við fréttastofu að tveir slökkviliðsmenn hafi verið sendir frá Akureyri með stigabíl með körfu til aðstoðar. Jón Ingi Sveinbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir að enginn sé talinn í hættu. Hilmar Daníel Valgeirsson, íbúi á Siglufirði og sjónarvottur, segir að mikill eldur sé í húsinu sem hefur dreift sér um þakið. Veistu meira? Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjallabyggð Slökkvilið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Fjölmiðilinn Héðinsfjörður.is greinir frá og segir að eldur sé í þaki hússins við Óskarsgötu 7 sem er við höfnina á Siglufirði. Húsið hýsir starfsemi fyrirtækisins Primex. Allt tiltækt slökkvilið frá Siglufirði og Dalvík er á staðnum. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, staðfestir í samtali við Vísi að um sé að ræða nokkuð umfangsmikið verkefni, og því hafi fljótlega verið kallað eftir aðstoð frá slökkviliðinu á Dalvík og á Akureyri sem hafi útvegað bæði dælubíl og körfubíl til að aðstoða við aðgerðir á vettvangi. „Þetta er stórt iðnaðarhúsnæði og það er eldur í þakinu og þar af leiðandi erum við að vinna slökkviliðsstarf ofan frá,“ segir Jóhann. Nokkur vindur er á svæðinu sem gerir slökkvistarfið öllu erfiðara við að eiga, en aðgerðir standa enn yfir. Maron Pétursson, varaslökkviliðsstjóri á Akureyri staðfestir í samtali við fréttastofu að tveir slökkviliðsmenn hafi verið sendir frá Akureyri með stigabíl með körfu til aðstoðar. Jón Ingi Sveinbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir að enginn sé talinn í hættu. Hilmar Daníel Valgeirsson, íbúi á Siglufirði og sjónarvottur, segir að mikill eldur sé í húsinu sem hefur dreift sér um þakið. Veistu meira? Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjallabyggð Slökkvilið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira