Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 12:07 Á augnabliki skapaðist stórhætta í Reynisfjöru. Hybaj na Island Enn eitt myndskeiðið af ferðafólki koma sér í klandur í Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli undanfarna daga á samfélagsmiðlum. Enginn virðist sem betur fer hafa slasast alvarlega. Slóvakar sem sækja Ísland reglulega heim og halda úti Facebook-síðu vöktu athygli á atvikinu á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku. Marek frá Slóvakíu tók myndskeiðið þriðjudaginn 7. október. Þar má sjá ferðamann í appelsínugulum regnjakka tylla sér við stuðlabergið í flæðamálinu í Reynisfjöru og stilla sér upp fyrir myndatöku. Á augabragði skellur alda á manninum og nærstöddu fólki með miklum tilþrifum. Marek segir ferðamennina hafa verið frá Kína og ekki orðið meint af. „Maðurinn var í nákvæmlega sömu stöðu eftir ölduna, nema rennandi blautur,“ segir Marek. Gul, appelsínugul og rauð viðvörunarljós eru notuð til að meta stöðuna í fjörunni hverju sinni. Marek segir að þennan dag hafi appelsínugulaljósið logað til marks um að töluverð hætta sé á ferðum og fólk beðið um að halda sig langt frá briminu. Marek segir að þennan dag hafi verið gott veður, sólríkur dagur en öldurnar alltaf jafnhættulegar. Hann bjó um tíma á Íslandi og reynir að koma hingað til lands einu sinni til tvisvar á ári. Hann hreinlega elski íslenska náttúru. Hann heldur heim til Slóvakíu á morgun og segir þessa heimsókn hafa verið í blautari kantinum enda töluvert rignt undanfarna daga. Atvikið er enn ein áminningin um hættuna í Reynisfjöru. Banaslys varð í Reynisfjöru í byrjun ágúst þegar að níu ára stúlka frá Þýskalandi varð öldunni að bráð. Faðir hennar og systir voru einnig hætt komin. Banaslysið var það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars aukið við upplýsingagjöf og merkingar, settar upp öryggismyndavélar og ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Borið hefur á því að ferðamenn í Reynisfjöru hunsi einfaldlega ljósin í fjörunni og setji sig í mjög meðvitaða hættu. Að neðan má sjá myndbönd frá Reynisfjöru í lok ágúst þar sem fólk virðir rautt viðvörunarljós að vettugi. Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Slóvakar sem sækja Ísland reglulega heim og halda úti Facebook-síðu vöktu athygli á atvikinu á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku. Marek frá Slóvakíu tók myndskeiðið þriðjudaginn 7. október. Þar má sjá ferðamann í appelsínugulum regnjakka tylla sér við stuðlabergið í flæðamálinu í Reynisfjöru og stilla sér upp fyrir myndatöku. Á augabragði skellur alda á manninum og nærstöddu fólki með miklum tilþrifum. Marek segir ferðamennina hafa verið frá Kína og ekki orðið meint af. „Maðurinn var í nákvæmlega sömu stöðu eftir ölduna, nema rennandi blautur,“ segir Marek. Gul, appelsínugul og rauð viðvörunarljós eru notuð til að meta stöðuna í fjörunni hverju sinni. Marek segir að þennan dag hafi appelsínugulaljósið logað til marks um að töluverð hætta sé á ferðum og fólk beðið um að halda sig langt frá briminu. Marek segir að þennan dag hafi verið gott veður, sólríkur dagur en öldurnar alltaf jafnhættulegar. Hann bjó um tíma á Íslandi og reynir að koma hingað til lands einu sinni til tvisvar á ári. Hann hreinlega elski íslenska náttúru. Hann heldur heim til Slóvakíu á morgun og segir þessa heimsókn hafa verið í blautari kantinum enda töluvert rignt undanfarna daga. Atvikið er enn ein áminningin um hættuna í Reynisfjöru. Banaslys varð í Reynisfjöru í byrjun ágúst þegar að níu ára stúlka frá Þýskalandi varð öldunni að bráð. Faðir hennar og systir voru einnig hætt komin. Banaslysið var það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars aukið við upplýsingagjöf og merkingar, settar upp öryggismyndavélar og ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Borið hefur á því að ferðamenn í Reynisfjöru hunsi einfaldlega ljósin í fjörunni og setji sig í mjög meðvitaða hættu. Að neðan má sjá myndbönd frá Reynisfjöru í lok ágúst þar sem fólk virðir rautt viðvörunarljós að vettugi.
Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira