Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. október 2025 13:43 Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins með syni sínum Má Snorrasyni. Vísir/Lýður Valberg Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. Landsþing Miðflokksins stendur yfir á Hilton hótelinu í Reykjavík og kjörið var í embætti flokksins í dag. Upphaflega voru þrír í framboði til varaformanns, Snorri Másson, Ingibjörg Davíðsdóttir, og Bergþór Ólason, en Bergþór dró framboð sitt til baka síðdegis í gær. Gunnar Bragi Sveinsson var síðasti varaformaður Miðflokksins, sem átti síðast varaformann árið 2020. Varaformannsembættið var lagt niður á landsþingi flokksins í nóvember 2020. Hér má sjá og heyra stutt viðtal Smára Jökuls Jónssonar við Snorra skömmu eftir sigurinn á landsþingi. Óárennilegt stjórnmálaafl í uppsiglingu Snorri Másson hélt stutta tölu eftir að tilkynnt var um úrslitin þar sem hann þakkaði fyrir sig og sagðist djúpt snortinn af stuðningnum. „Ég held að hér sé í myndun býsna óárennilegt stjórnmálaafl í íslenskum stjórnmálum sem að gæti endað á að ógna mjög miklum, og já umfangsmiklum öflum sem eru nú við lýði, og þau eru það, við verðum að horfast í augu við það.“ „Mig hefur þyrst í að byggja flokkinn allan upp og styrkja hann til muna, það er að segja þetta starf með ykkur, það er starfið og undirstaðan sem ég held að við þurfum, ef við ætlum að fara á þessa margboðuðu siglingu.“ „Hún er hér með boðuð aftur, og við ætlum að vinna hana, og við ætlum að vinna inn fyrir henni. Þið eruð grunnurinn að þessu öllu og þið eruð fólkið í Miðflokknum, við ætlum að vinna þetta saman. Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn, og ég ætla ekki að bregðast ykkur,“ sagði Snorri. Hér má sjá og heyra ræðu Snorra eftir sigurinn. Þorgrímur Sigmundsson og Heiðbrá Ólafsdóttir hlutu kjör í stjórn flokksins. Fimm voru í framboði og dreifðust atkvæði svona: Guðbjörg Ragnhildur - 29 Þorsteinn B Sæmundsson - 43 Lárus Guðmundsson - 60 Heiðbrá Ólafsdóttir - 118 Þorgrímur Sigmundsson - 130 Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01 Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06 Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Landsþing Miðflokksins stendur yfir á Hilton hótelinu í Reykjavík og kjörið var í embætti flokksins í dag. Upphaflega voru þrír í framboði til varaformanns, Snorri Másson, Ingibjörg Davíðsdóttir, og Bergþór Ólason, en Bergþór dró framboð sitt til baka síðdegis í gær. Gunnar Bragi Sveinsson var síðasti varaformaður Miðflokksins, sem átti síðast varaformann árið 2020. Varaformannsembættið var lagt niður á landsþingi flokksins í nóvember 2020. Hér má sjá og heyra stutt viðtal Smára Jökuls Jónssonar við Snorra skömmu eftir sigurinn á landsþingi. Óárennilegt stjórnmálaafl í uppsiglingu Snorri Másson hélt stutta tölu eftir að tilkynnt var um úrslitin þar sem hann þakkaði fyrir sig og sagðist djúpt snortinn af stuðningnum. „Ég held að hér sé í myndun býsna óárennilegt stjórnmálaafl í íslenskum stjórnmálum sem að gæti endað á að ógna mjög miklum, og já umfangsmiklum öflum sem eru nú við lýði, og þau eru það, við verðum að horfast í augu við það.“ „Mig hefur þyrst í að byggja flokkinn allan upp og styrkja hann til muna, það er að segja þetta starf með ykkur, það er starfið og undirstaðan sem ég held að við þurfum, ef við ætlum að fara á þessa margboðuðu siglingu.“ „Hún er hér með boðuð aftur, og við ætlum að vinna hana, og við ætlum að vinna inn fyrir henni. Þið eruð grunnurinn að þessu öllu og þið eruð fólkið í Miðflokknum, við ætlum að vinna þetta saman. Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn, og ég ætla ekki að bregðast ykkur,“ sagði Snorri. Hér má sjá og heyra ræðu Snorra eftir sigurinn. Þorgrímur Sigmundsson og Heiðbrá Ólafsdóttir hlutu kjör í stjórn flokksins. Fimm voru í framboði og dreifðust atkvæði svona: Guðbjörg Ragnhildur - 29 Þorsteinn B Sæmundsson - 43 Lárus Guðmundsson - 60 Heiðbrá Ólafsdóttir - 118 Þorgrímur Sigmundsson - 130
Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01 Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06 Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01
Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06
Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02