Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2025 12:02 Þegar hafa þingmennirnir Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og Snorri Másson gefið kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins. Vísir Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. Ný stjórn Miðflokksins verður kjörin á landsþingi flokksins helgina 11.-12. október. Ekki er búist við öðru en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði endurkjörinn formaður en flokkurinn hefur ekki haft varaformann síðan embættið var lagt niður árið 2020, en nú verður embættið endurvakið. Brugðist við áskorunum og augun á innra starfinu Fyrstur til að greina frá framboði til varaformanns var Bergþór Ólason, þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. „Mér hefur þótt í dálítinn tíma vera svigrúm fyrir okkur til að styrkja innra starfið, og það er nú hlutverk varaformanns að halda utan um innra starf flokksins og félagauppbygginguna. Þannig það er nú það sem mig langar til að verja orku minni í núna eftir að ég hef skapað mér ákveðið svigrúm til þess með því að stíga til hliðar úr þingflokksformennskunni sem að var auðvitað mjög tímafrek og erilssöm. Þannig að það er nú bara löngunin til að styðja áfram við uppbyggingu flokksins,“ segir Bergþór í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Bergþór vill verða varaformaður Þá tilkynnti Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður úr Norðvesturkjördæmi, um framboð í morgun. „Ég fór að fá áskoranir um að bjóða mig fram í embættið fyrir nokkru síðan, fyrir nokkrum vikum, og það hefur bara aukist þunginn í þessum áskorunum síðustu daga. Þetta er ört stækkandi flokkur og margt framundan. Þetta er ungur flokkur, það þarf að styrkja innviði flokksins, það er fjölmargt sem þarf að gera og ég ákvað bara að verða við þessum fjölmörgu áskorunum og bjóða mig fram,“ segir Ingibjörg. Það sé styrkleikamerki fyrir flokkinn að það séu fleiri en einn og fleiri en tveir sem bjóði fram krafta sína. Sjá einnig: Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Loks hefur Snorri Másson, þingmaður í Reykjavík Suður, lýst yfir framboði. „Síðustu daga hefur maður verið í nánu samtali við fólk úr öllum áttum í flokknum og niðurstaða mín er sú að það er komið fram skýrt ákall í flokknum um ákveðna endurnýjun í heildarásýnd forystu flokksins. Og við að fá slíka áskorun og slíka eindregna áskorun úr svona fjölbreyttum hópi, þá bara get ég eiginlega ekki vikist undan því að alla veganna gefa kost á mér í þetta,“ segir Snorri. Sjá einnig: Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Óttast ekki að slettist upp á vinskapinn Öll segjast þau eiga von á drengilegri kosningabaráttu framundan næstu vikuna fram að landsþingi en kjörið fer fram á síðasta degi landsþingsins á sunnudeginum. „Alveg algjörlega. Ég held að við séum bara öll mjög góðir og nánir vinir í þingflokknum og það myndi aldrei fara að skvettast neitt á það,“ segir Snorri sem kveðst hlakka til landsþingsins. Ingibjörg tekur í svipaðan streng. „Þingflokkurinn starfar saman sem ein heild, við erum miklir vinir og ég hef engar áhyggjur af öðru en að þetta verði drengileg kosningabarátta,“ segir Ingibjörg. „Ég er bara mjög peppuð.“ Bergþór tekur undir og kveðst fullur tilhlökkunar. „Það eina sem er öruggt er að varafomannsembætti Miðflokksins verður vel skipað og þingflokksformannsembættið sömuleiðis, það er þannig mannval í flokknum nú um stundir,“ segir Bergþór. Enn liggur ekki fyrir hver tekur við þingflokksformennsku en þess er vænst að formaður flokksins geri tillögu um það á næstu dögum. Þangað til fer Karl Gauti Hjaltason, varaþingflokksformaður með hlutverkið. Miðflokkurinn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Ný stjórn Miðflokksins verður kjörin á landsþingi flokksins helgina 11.-12. október. Ekki er búist við öðru en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði endurkjörinn formaður en flokkurinn hefur ekki haft varaformann síðan embættið var lagt niður árið 2020, en nú verður embættið endurvakið. Brugðist við áskorunum og augun á innra starfinu Fyrstur til að greina frá framboði til varaformanns var Bergþór Ólason, þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. „Mér hefur þótt í dálítinn tíma vera svigrúm fyrir okkur til að styrkja innra starfið, og það er nú hlutverk varaformanns að halda utan um innra starf flokksins og félagauppbygginguna. Þannig það er nú það sem mig langar til að verja orku minni í núna eftir að ég hef skapað mér ákveðið svigrúm til þess með því að stíga til hliðar úr þingflokksformennskunni sem að var auðvitað mjög tímafrek og erilssöm. Þannig að það er nú bara löngunin til að styðja áfram við uppbyggingu flokksins,“ segir Bergþór í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Bergþór vill verða varaformaður Þá tilkynnti Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður úr Norðvesturkjördæmi, um framboð í morgun. „Ég fór að fá áskoranir um að bjóða mig fram í embættið fyrir nokkru síðan, fyrir nokkrum vikum, og það hefur bara aukist þunginn í þessum áskorunum síðustu daga. Þetta er ört stækkandi flokkur og margt framundan. Þetta er ungur flokkur, það þarf að styrkja innviði flokksins, það er fjölmargt sem þarf að gera og ég ákvað bara að verða við þessum fjölmörgu áskorunum og bjóða mig fram,“ segir Ingibjörg. Það sé styrkleikamerki fyrir flokkinn að það séu fleiri en einn og fleiri en tveir sem bjóði fram krafta sína. Sjá einnig: Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Loks hefur Snorri Másson, þingmaður í Reykjavík Suður, lýst yfir framboði. „Síðustu daga hefur maður verið í nánu samtali við fólk úr öllum áttum í flokknum og niðurstaða mín er sú að það er komið fram skýrt ákall í flokknum um ákveðna endurnýjun í heildarásýnd forystu flokksins. Og við að fá slíka áskorun og slíka eindregna áskorun úr svona fjölbreyttum hópi, þá bara get ég eiginlega ekki vikist undan því að alla veganna gefa kost á mér í þetta,“ segir Snorri. Sjá einnig: Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Óttast ekki að slettist upp á vinskapinn Öll segjast þau eiga von á drengilegri kosningabaráttu framundan næstu vikuna fram að landsþingi en kjörið fer fram á síðasta degi landsþingsins á sunnudeginum. „Alveg algjörlega. Ég held að við séum bara öll mjög góðir og nánir vinir í þingflokknum og það myndi aldrei fara að skvettast neitt á það,“ segir Snorri sem kveðst hlakka til landsþingsins. Ingibjörg tekur í svipaðan streng. „Þingflokkurinn starfar saman sem ein heild, við erum miklir vinir og ég hef engar áhyggjur af öðru en að þetta verði drengileg kosningabarátta,“ segir Ingibjörg. „Ég er bara mjög peppuð.“ Bergþór tekur undir og kveðst fullur tilhlökkunar. „Það eina sem er öruggt er að varafomannsembætti Miðflokksins verður vel skipað og þingflokksformannsembættið sömuleiðis, það er þannig mannval í flokknum nú um stundir,“ segir Bergþór. Enn liggur ekki fyrir hver tekur við þingflokksformennsku en þess er vænst að formaður flokksins geri tillögu um það á næstu dögum. Þangað til fer Karl Gauti Hjaltason, varaþingflokksformaður með hlutverkið.
Miðflokkurinn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira