„Þetta var sársaukafullt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 09:52 Heimir Hallgrímsson svekkir sig eftir að Portúgal skorar markið sitt í uppbótatíma leiksins. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu voru hársbreidd frá því að landa stigi á móti portúgalska landsliðinu í gær. Heimir hrósaði frábærri liðsframmistöðu og talaði um að 1-0 tap liðsins gegn Portúgal hafi verið „sársaukafullt“. Varði víti frá Ronaldo Írska liðið sýndi miklar framfarir frá hinu vandræðalega 2-1 tapi gegn Armeníu í september og þrautseig vörn Íra virtist ætla að duga til að tryggja þeim mikilvægt stig, sérstaklega eftir að Caoimhin Kelleher varði vítaspyrnu frá Cristiano Ronaldo. Það fór þó ekki svo. Ruben Neves skallaði fyrirgjöf Francisco Trincao í netið á 91. mínútu og tryggði Portúgal sigur sem kom þeim fimm stigum á undan á toppi riðilsins og nær því að tryggja sér sæti á HM. Deili tilfinningum leikmannanna „Ég deili tilfinningum leikmannanna, þetta var sársaukafullt. Eftir alla þessa vinnu var þetta ekki fullkomið en þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Heimir við írska ríkissjónvarpið eftir leikinn. „Við lögðum mikla orku í þennan leik, aðallega í vörn, en við vissum að við þyrftum að verjast og við gerðum það nokkuð vel mestallan tímann. Þegar við urðum þreyttir, þegar þeir náðu boltanum, hafa þessir leikmenn gæðin til að finna fullkomnar sendingar eins og sást í markinu. Við gáfum þeim of mikinn tíma til að hlaupa í svæði og finna úrslitasendinguna,“ sagði Heimir. View this post on Instagram A post shared by Off The Ball Football (@offtheball.football) Íslenski þjálfarinn hélt því fram að jákvæðu punktarnir í Lissabon hefðu vegið þyngra en þeir neikvæðu þar sem lið hans endurheimti nokkra reisn eftir niðurlæginguna í Jerevan í síðasta mánuði. Ættum að vera stoltir, ekki ánægðir „Okkur fannst auðvitað við eiga skilið stig því við lögðum mikla orku í leikinn. Þeir fengu fleiri færi en við en við fengum okkar tækifæri og ef við hefðum verið klókari með boltann er ákvarðanatakan ekki fullkomin þegar tækifæri gefst,“ sagði Heimir. „Við ættum að vera stoltir, ekki ánægðir, en það er margt gott sem við getum tekið með okkur. Þetta var liðsframmistaða; allir sinntu sínu hlutverki. Það voru engir farþegar í þessum leik,“ sagði Heimir. Írland er enn á botni F-riðils með eitt stig eftir þrjá leiki og stendur nú frammi fyrir leik gegn Armeníu á heimavelli á þriðjudag sem er algjör skyldusigur til að halda í veika von um að komast á mót næsta árs í Norður-Ameríku í gegnum umspilssæti. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Heimir hrósaði frábærri liðsframmistöðu og talaði um að 1-0 tap liðsins gegn Portúgal hafi verið „sársaukafullt“. Varði víti frá Ronaldo Írska liðið sýndi miklar framfarir frá hinu vandræðalega 2-1 tapi gegn Armeníu í september og þrautseig vörn Íra virtist ætla að duga til að tryggja þeim mikilvægt stig, sérstaklega eftir að Caoimhin Kelleher varði vítaspyrnu frá Cristiano Ronaldo. Það fór þó ekki svo. Ruben Neves skallaði fyrirgjöf Francisco Trincao í netið á 91. mínútu og tryggði Portúgal sigur sem kom þeim fimm stigum á undan á toppi riðilsins og nær því að tryggja sér sæti á HM. Deili tilfinningum leikmannanna „Ég deili tilfinningum leikmannanna, þetta var sársaukafullt. Eftir alla þessa vinnu var þetta ekki fullkomið en þetta var frábær liðsframmistaða,“ sagði Heimir við írska ríkissjónvarpið eftir leikinn. „Við lögðum mikla orku í þennan leik, aðallega í vörn, en við vissum að við þyrftum að verjast og við gerðum það nokkuð vel mestallan tímann. Þegar við urðum þreyttir, þegar þeir náðu boltanum, hafa þessir leikmenn gæðin til að finna fullkomnar sendingar eins og sást í markinu. Við gáfum þeim of mikinn tíma til að hlaupa í svæði og finna úrslitasendinguna,“ sagði Heimir. View this post on Instagram A post shared by Off The Ball Football (@offtheball.football) Íslenski þjálfarinn hélt því fram að jákvæðu punktarnir í Lissabon hefðu vegið þyngra en þeir neikvæðu þar sem lið hans endurheimti nokkra reisn eftir niðurlæginguna í Jerevan í síðasta mánuði. Ættum að vera stoltir, ekki ánægðir „Okkur fannst auðvitað við eiga skilið stig því við lögðum mikla orku í leikinn. Þeir fengu fleiri færi en við en við fengum okkar tækifæri og ef við hefðum verið klókari með boltann er ákvarðanatakan ekki fullkomin þegar tækifæri gefst,“ sagði Heimir. „Við ættum að vera stoltir, ekki ánægðir, en það er margt gott sem við getum tekið með okkur. Þetta var liðsframmistaða; allir sinntu sínu hlutverki. Það voru engir farþegar í þessum leik,“ sagði Heimir. Írland er enn á botni F-riðils með eitt stig eftir þrjá leiki og stendur nú frammi fyrir leik gegn Armeníu á heimavelli á þriðjudag sem er algjör skyldusigur til að halda í veika von um að komast á mót næsta árs í Norður-Ameríku í gegnum umspilssæti.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira