„Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2025 19:09 Gauti Kristmannsson er varaformaður Íbúasamtaka Laugardals. Vísir/Lýður Valberg/Egill Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. Fyrsti áfangi Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur frá Gufunesi yfir á Sæbraut. Þar eru tveir valkostir til skoðunar, annars vegar brú og hins vegar göng. Vegagerðin birti tilkynningu á vef sínum í vikunni þar sem fullyrt var að markmið um bættar samgöngur náist frekar með brú heldur en göngum. Þá tilkynningu eru íbúar í Laugardal ekki ánægðir með. Í grein sem birtist á Vísi í dag er þeirri spurningu velt upp hvort Vegagerðin sé við völd á Íslandi. Í greininni gagnrýna formaður og varaformaður Íbúasamtaka Laugardals að Vegagerðin birit tilkynninguna þrátt fyrir að samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og valdhafar ekki ákveðið hvor kosturinn verði valinn. „Mér finnst þetta mjög furðulegt. Það er búið að tala um það að það yrði ekki talað um neitt áður en umhverfismatið lægi fyrir og það er ekki komið fram. Mér sýnist þeir reyna að vera að hafa áhrif á umræðuna og þetta er einhvers konar pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vera að vinna fyrir borgarana,“ sagði Gauti Kristmannsson varaformaður Íbúasamtaka Laugardals í kvöldfréttum Sýnar. „Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Gauti á sæti í samráðshópi vegna Sundabrautar en áðurnefnt umhverfismat er væntanlegt í næstu viku. Íbúasamtökin segja ákvörðun um hvort brú eða göng verði fyrir valinu ekki liggja hjá Vegagerðinni. „Að sjálfsögðu eiga þeir að hafa eitthvað um þetta að segja. Það er samið um það að tala ekki um neitt fyrr en umhverfismatið er komið en síðan koma þeir með þetta útspil. Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Á myndinni til vinstri sést hvernig Sundagöng myndu tengjast inn á Sæbraut. Myndin til hægri sýnir hvernig fyrirhuguð Sundabrú kemur inn á Holtaveg.Myndir frá Eflu Tveir valkostir eru til skoðunar varðandi þverun Kleppsvíkur sem er fyrsti áfangi Sundabrautar. Fyrirhuguð brú myndi tengjast beint inn á Holtaveg og Sæbraut en göngin hins vegar tengjast Sæbraut á tveimur stöðum og umferðin færi ekki inn á Holtaveg. Íbúasamtökin fullyrða að verði brú fyrir valinu þýði það aukna umferð inn í gróið íbúahverfi. „Þó sumir fari Sæbrautina, þá muni einhver þúsund fara hér í gegnum hverfið. Hérna er leikskóli, þarna er frístundaheimili, Langholtsskóli og gróið íbúahverfi. Við viljum ekki fá alla þessa umferð í gegnum hverfið,“ sagði Gauti að lokum. Sundabraut Samgöngur Vegagerð Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Fyrsti áfangi Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur frá Gufunesi yfir á Sæbraut. Þar eru tveir valkostir til skoðunar, annars vegar brú og hins vegar göng. Vegagerðin birti tilkynningu á vef sínum í vikunni þar sem fullyrt var að markmið um bættar samgöngur náist frekar með brú heldur en göngum. Þá tilkynningu eru íbúar í Laugardal ekki ánægðir með. Í grein sem birtist á Vísi í dag er þeirri spurningu velt upp hvort Vegagerðin sé við völd á Íslandi. Í greininni gagnrýna formaður og varaformaður Íbúasamtaka Laugardals að Vegagerðin birit tilkynninguna þrátt fyrir að samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og valdhafar ekki ákveðið hvor kosturinn verði valinn. „Mér finnst þetta mjög furðulegt. Það er búið að tala um það að það yrði ekki talað um neitt áður en umhverfismatið lægi fyrir og það er ekki komið fram. Mér sýnist þeir reyna að vera að hafa áhrif á umræðuna og þetta er einhvers konar pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vera að vinna fyrir borgarana,“ sagði Gauti Kristmannsson varaformaður Íbúasamtaka Laugardals í kvöldfréttum Sýnar. „Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Gauti á sæti í samráðshópi vegna Sundabrautar en áðurnefnt umhverfismat er væntanlegt í næstu viku. Íbúasamtökin segja ákvörðun um hvort brú eða göng verði fyrir valinu ekki liggja hjá Vegagerðinni. „Að sjálfsögðu eiga þeir að hafa eitthvað um þetta að segja. Það er samið um það að tala ekki um neitt fyrr en umhverfismatið er komið en síðan koma þeir með þetta útspil. Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Á myndinni til vinstri sést hvernig Sundagöng myndu tengjast inn á Sæbraut. Myndin til hægri sýnir hvernig fyrirhuguð Sundabrú kemur inn á Holtaveg.Myndir frá Eflu Tveir valkostir eru til skoðunar varðandi þverun Kleppsvíkur sem er fyrsti áfangi Sundabrautar. Fyrirhuguð brú myndi tengjast beint inn á Holtaveg og Sæbraut en göngin hins vegar tengjast Sæbraut á tveimur stöðum og umferðin færi ekki inn á Holtaveg. Íbúasamtökin fullyrða að verði brú fyrir valinu þýði það aukna umferð inn í gróið íbúahverfi. „Þó sumir fari Sæbrautina, þá muni einhver þúsund fara hér í gegnum hverfið. Hérna er leikskóli, þarna er frístundaheimili, Langholtsskóli og gróið íbúahverfi. Við viljum ekki fá alla þessa umferð í gegnum hverfið,“ sagði Gauti að lokum.
Sundabraut Samgöngur Vegagerð Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira