Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2025 13:01 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Formaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir tölur frá ungloðnumælingum Hafrannsóknastofnunar gríðarlega jákvæðar. Hann vonast til að frekari mælingar gefi tilefni til að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. Hafrannsóknastofnun leggur til rúmlega 43.000 tonna hámarkskvóta á loðnu fyrir fiskveiðiárið og er þetta um 6% minni upphafskvóti en gefinn var út á sama tíma í fyrra. Þá var að endingu aðeins gefinn út rúmlega 8000 tonna kvóti og var vertíðin afar lítil. Stofnunin birti ráðgjöf sína í gær en hún er byggð á loðnumælingum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði. „Jákvætt þegar næst mæling á loðnu“ Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segist gera ráð fyrir að Hafró fari aftur út í desember til að sjá hvert loðnugangan sé komin og skipuleggi frekari leit í janúar. „Þegar kemur að loðnu þá er alltaf jákvætt þegar næst mæling á loðnu ef við skoðum síðustu ár. Að því leytinu til erum við mjög sátt við það að það hafi allavega náðst að staðfesta þetta,“ sagði Gunnþór í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir erfitt að áætla verðmæti þegar komið sé inn í tóma markaði en gera má ráðfyrir að áætlaður kvóti geti skilað tekjum upp á 15-20 milljarða króna. „Svo er annað gríðarlega jákvætt í þessum tölum, við erum að sjá samkvæmt vísitölu fjórðu bestu ungloðnumælingu sem verður þá veiðistofn 2027. Við erum að sjá fjórðu bestu ungloðnumælingu síðan 1980. Það er mjög jákvætt,“ bætir Gunnþór við. Vonast eftir meiri kvóta Ungloðnumæling að hausti gefur vísbendingu um veiðistofn veturinn eftir og Gunnþór segir að framreiknað gefi mæling þetta haustið byrjunarkvóta á næsta ári upp á 114.000 tonn samanborið við 46.000 í ár. Hann vonast til að frekari mælingar á næstu mánuðum þýði að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. „Við erum bjartsýn en auðvitað vonumst við á að þetta sé bara byrjun á loðnumælingu. Að það náist betur um þetta og stofninn sé stærri þannig að við fáum betri vertíð, þetta er ekki mikið magn. Að sama skapi fer þetta í verðmætar afurðir,“ segir Gunnþór. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Hafrannsóknastofnun leggur til rúmlega 43.000 tonna hámarkskvóta á loðnu fyrir fiskveiðiárið og er þetta um 6% minni upphafskvóti en gefinn var út á sama tíma í fyrra. Þá var að endingu aðeins gefinn út rúmlega 8000 tonna kvóti og var vertíðin afar lítil. Stofnunin birti ráðgjöf sína í gær en hún er byggð á loðnumælingum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði. „Jákvætt þegar næst mæling á loðnu“ Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segist gera ráð fyrir að Hafró fari aftur út í desember til að sjá hvert loðnugangan sé komin og skipuleggi frekari leit í janúar. „Þegar kemur að loðnu þá er alltaf jákvætt þegar næst mæling á loðnu ef við skoðum síðustu ár. Að því leytinu til erum við mjög sátt við það að það hafi allavega náðst að staðfesta þetta,“ sagði Gunnþór í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir erfitt að áætla verðmæti þegar komið sé inn í tóma markaði en gera má ráðfyrir að áætlaður kvóti geti skilað tekjum upp á 15-20 milljarða króna. „Svo er annað gríðarlega jákvætt í þessum tölum, við erum að sjá samkvæmt vísitölu fjórðu bestu ungloðnumælingu sem verður þá veiðistofn 2027. Við erum að sjá fjórðu bestu ungloðnumælingu síðan 1980. Það er mjög jákvætt,“ bætir Gunnþór við. Vonast eftir meiri kvóta Ungloðnumæling að hausti gefur vísbendingu um veiðistofn veturinn eftir og Gunnþór segir að framreiknað gefi mæling þetta haustið byrjunarkvóta á næsta ári upp á 114.000 tonn samanborið við 46.000 í ár. Hann vonast til að frekari mælingar á næstu mánuðum þýði að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. „Við erum bjartsýn en auðvitað vonumst við á að þetta sé bara byrjun á loðnumælingu. Að það náist betur um þetta og stofninn sé stærri þannig að við fáum betri vertíð, þetta er ekki mikið magn. Að sama skapi fer þetta í verðmætar afurðir,“ segir Gunnþór.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira