„Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Agnar Már Másson skrifar 5. október 2025 18:33 Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eru ósáttir við brottflutninginn en þingflokksformaðurinn segir málið ekki á dagskrá þingflokksins. Samsett Mynd Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, er brugðið vegna brottvísunar ungbarna í vikunni og segir lögin greinilega ekki nægilega mannúðleg. Kurr er innan herbúða Samfylkingarinnar á Alþingi en Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður segir engan ágreining ríkja við aðra stjórnarflokka um málið. Gremju gætir meðal þingmanna Samfylkingarinnar vegna brottflutnings rússneskra flóttamanna, og tveggja vikna tvíburadætra þeirra, frá Íslandi til Króatíu. „Mér finnst það gefa augaleið að reglurnar okkar séu ekki nógu mannúðlegar ef þetta er útkoman,“ segir Ása Berglind í stuttu samtali við Vísi í kvöld en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Ása Berglind, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton Brink Ekki er útilokað að fjölskyldan endi í Rússlandi, að sögn lögfræðings fjölskyldunnar sem Vísir ræddi við á miðvikudag, en Króatía samþykkti aðeins 0,3 prósent verndarumsókna frá Rússlandi árið 2023 samkvæmt AIDA-gagnagrunninum. Víði Reynissyni þingmanni sagðist einnig brugðið vegna brottflutningsins þegar blaðamaður náði af honum tali í gær og hann lýsti því að fleiri þingmenn hefðu svipaða sögu að segja. Segir engan ágreining við hina stjórnarflokkana Fréttastofa náði á Guðmund Ara Sigurjónsson þingflokksformann og spurði hann út í óánægjuraddirnar innan þingflokksins en hann benti á að flokkurinn væri í kjördæmaviku og því hefði hann ekki hitt alla þingmenn flokksins síðustu daga. Hann kannaðist þó við málið. „Það hefur komið fram að fólk er óánægt með hvernig þetta blasir við í fjölmiðlum en þetta er ekki á borði þingflokksins,“ tók Guðmundur Ari fram, sem vildi lítið tjá sig um málið þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans síðdegis í dag. Honum þótti samt líklegt að þingmenn vildu fá upplýsingar um málið og hann útilokaði ekki að málið yrði rætt á fundi þingflokksins í vikunni, þó að það væri ekki formlega á dagskrá. „Á þingflokksfundum eru ýmis mál rædd,“ bætti þingmaðurinn við en ítrekaði þó að slík mál væru fyrst og fremst á borði Útlendingastofnunarinnar. Aðspurður sagði hann að enginn ágreiningur hafi myndast við aðra stjórnarflokka vegna málsins. „Ekki neitt svoleiðis,“ svaraði þingflokksformaður. „Enda hefur þetta ekki verið á borði þingmanna eða ráðherra.“ Fyrrverandi formaður gagnrýnir þingmenn flokksins Málefni útlendinga hafa reynst jafnaðarmönnum erfitt umræðuefni eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumum flokksins haustið 2022. Síðan þá hafa þeir sem voru hvað frjálslyndastir í innflytjendamálum sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, til dæmis Helga Vala Helgadóttir fyrrverandi þingmaður, eða hreinlega sagt sig úr flokknum, eins og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrrverandi varaþingmaður. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins, birti færslu á Facebook í vikunni þar sem hún hneykslaðist á brottflutningi fjölskyldunnar og spurði: „Hvað segið þið, góðir samfylkingarþingmenn?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti brást við færslunni með „leiðum kalli“ en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún lýst óánægju sinni yfir brottflutningnum Alþingi Samfylkingin Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Gremju gætir meðal þingmanna Samfylkingarinnar vegna brottflutnings rússneskra flóttamanna, og tveggja vikna tvíburadætra þeirra, frá Íslandi til Króatíu. „Mér finnst það gefa augaleið að reglurnar okkar séu ekki nógu mannúðlegar ef þetta er útkoman,“ segir Ása Berglind í stuttu samtali við Vísi í kvöld en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Ása Berglind, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton Brink Ekki er útilokað að fjölskyldan endi í Rússlandi, að sögn lögfræðings fjölskyldunnar sem Vísir ræddi við á miðvikudag, en Króatía samþykkti aðeins 0,3 prósent verndarumsókna frá Rússlandi árið 2023 samkvæmt AIDA-gagnagrunninum. Víði Reynissyni þingmanni sagðist einnig brugðið vegna brottflutningsins þegar blaðamaður náði af honum tali í gær og hann lýsti því að fleiri þingmenn hefðu svipaða sögu að segja. Segir engan ágreining við hina stjórnarflokkana Fréttastofa náði á Guðmund Ara Sigurjónsson þingflokksformann og spurði hann út í óánægjuraddirnar innan þingflokksins en hann benti á að flokkurinn væri í kjördæmaviku og því hefði hann ekki hitt alla þingmenn flokksins síðustu daga. Hann kannaðist þó við málið. „Það hefur komið fram að fólk er óánægt með hvernig þetta blasir við í fjölmiðlum en þetta er ekki á borði þingflokksins,“ tók Guðmundur Ari fram, sem vildi lítið tjá sig um málið þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans síðdegis í dag. Honum þótti samt líklegt að þingmenn vildu fá upplýsingar um málið og hann útilokaði ekki að málið yrði rætt á fundi þingflokksins í vikunni, þó að það væri ekki formlega á dagskrá. „Á þingflokksfundum eru ýmis mál rædd,“ bætti þingmaðurinn við en ítrekaði þó að slík mál væru fyrst og fremst á borði Útlendingastofnunarinnar. Aðspurður sagði hann að enginn ágreiningur hafi myndast við aðra stjórnarflokka vegna málsins. „Ekki neitt svoleiðis,“ svaraði þingflokksformaður. „Enda hefur þetta ekki verið á borði þingmanna eða ráðherra.“ Fyrrverandi formaður gagnrýnir þingmenn flokksins Málefni útlendinga hafa reynst jafnaðarmönnum erfitt umræðuefni eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumum flokksins haustið 2022. Síðan þá hafa þeir sem voru hvað frjálslyndastir í innflytjendamálum sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, til dæmis Helga Vala Helgadóttir fyrrverandi þingmaður, eða hreinlega sagt sig úr flokknum, eins og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrrverandi varaþingmaður. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins, birti færslu á Facebook í vikunni þar sem hún hneykslaðist á brottflutningi fjölskyldunnar og spurði: „Hvað segið þið, góðir samfylkingarþingmenn?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti brást við færslunni með „leiðum kalli“ en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún lýst óánægju sinni yfir brottflutningnum
Alþingi Samfylkingin Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira