Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 10:51 Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur beðið þingmenn afsökunar á ummælum sínum sem hún lét falla í síðustu viku. Vísir/Anton Brink Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar. Þórunni varð heitt í hamsi á þingfundi síðastliðin föstudag og lét ófögur orð falla í garð stjórnarandstöðunnar í heyranda hljóði í Alþingishúsinu. Ummælin rötuðu í fréttir og hefur Þórunn síðan sagst iðrast orða sinna, meðal annars í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Það þótti þingmönnum stjórnarandstöðunnar ekki duga til. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins stigu öll í pontu og kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta þar sem þau kölluðu eftir því að Þórunn bæðist afsökunar. Hún hafði ekki gert svo að eigin frumkvæði þegar forseti flutti tilkynningar til þingsins við upphaf þingfundar. Þegar þingflokksformennirnir höfðu allir kallað eftir afsökunarbeiðni svaraði Þórunn kallinu og sagði sér það ljúft og skylt að biðjast afsökunar á ummælunum. „Þau féllu í miklum hugaræsingi og ég biðst innilega afsökunar á því og ég bið háttvirta þingmenn alla afsökunar á þeim orðum sem hér féllu og vonast sannarlega til að ekkert slíkt hendi mig aftur hér í þingsal. Og ég bið þess að háttvirtir þingmenn taki afsökunarbeiðnina gilda. Hún er einlæg. Það hefur enginn verið jafn miður sín yfir því sem hér gerðist á föstudaginn og sú sem hér stendur. Og hér með er sú afsökunarbeiðni, sem áður hefur reyndar komið fram annars staðar, ítrekuð. Og ég biðst afsökunar á þeim ummælum sem hér féllu, einlæglega,“ sagði Þórunn. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna kölluðu eftir afsökunarbeiðninni og svar Þórunnar við því ákalli. Sömuleiðis brugðust tveir þingmenn til viðbótar við eftir að Þórunn hafði beðist afsökunar svo athygli vakti líkt og sjá má í klippunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Þórunni varð heitt í hamsi á þingfundi síðastliðin föstudag og lét ófögur orð falla í garð stjórnarandstöðunnar í heyranda hljóði í Alþingishúsinu. Ummælin rötuðu í fréttir og hefur Þórunn síðan sagst iðrast orða sinna, meðal annars í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Það þótti þingmönnum stjórnarandstöðunnar ekki duga til. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins stigu öll í pontu og kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta þar sem þau kölluðu eftir því að Þórunn bæðist afsökunar. Hún hafði ekki gert svo að eigin frumkvæði þegar forseti flutti tilkynningar til þingsins við upphaf þingfundar. Þegar þingflokksformennirnir höfðu allir kallað eftir afsökunarbeiðni svaraði Þórunn kallinu og sagði sér það ljúft og skylt að biðjast afsökunar á ummælunum. „Þau féllu í miklum hugaræsingi og ég biðst innilega afsökunar á því og ég bið háttvirta þingmenn alla afsökunar á þeim orðum sem hér féllu og vonast sannarlega til að ekkert slíkt hendi mig aftur hér í þingsal. Og ég bið þess að háttvirtir þingmenn taki afsökunarbeiðnina gilda. Hún er einlæg. Það hefur enginn verið jafn miður sín yfir því sem hér gerðist á föstudaginn og sú sem hér stendur. Og hér með er sú afsökunarbeiðni, sem áður hefur reyndar komið fram annars staðar, ítrekuð. Og ég biðst afsökunar á þeim ummælum sem hér féllu, einlæglega,“ sagði Þórunn. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna kölluðu eftir afsökunarbeiðninni og svar Þórunnar við því ákalli. Sömuleiðis brugðust tveir þingmenn til viðbótar við eftir að Þórunn hafði beðist afsökunar svo athygli vakti líkt og sjá má í klippunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira