„Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2025 08:02 Í nýjum þætti af Eftirmálum lýsa systurnar Ásta Kristín og Ásdís Lúðvíksdætur atburðarásinni í þá tvo tæpu sólarhringa sem föður þeirra var leitað - og því sem tók við í kjölfar þess að leitinni var hætt. Samsett „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það sem við upplifðum,” segir Ásta Kristín Lúðvíksdóttir, dóttir Lúðvíks Péturssonar sem féll ofan í sprungu og lést þegar unnið var að því að bjarga húsi í Hópshverfi í Grindavík í janúar árið 2024. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf, sem var að endingu blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Í dag, tveimur árum síðar, situr fjölskylda Lúðvíks uppi með ótal spurningar en lítið er um svör. Í fyrsta þætti nýrrar seríu af Eftirmálum ræða Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorleifsdóttir við þær systur Ásdísi og Ástu Kristínu Lúðvíksdætur og rifja upp atburðarásina í kringum Grindavíkurmálið svokallaða. Hræðilegt banaslys á dimmum og köldum janúardegi árið 2024, sem á sínum tíma skók þjóðina alla. Hættulegar aðstæður á vettvangi leitarinnar Að morgni 10. janúar á seinasta ári birtist frétt á Vísi undir fyrirsögninni: „Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík.“ Í fréttinni segir: „Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur hafi þó vaknað um slysið. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að útkallið hafa borist um klukkan 10:40 í morgun. Fréttastofa náði tali af Jóni Þór um klukkan 11:20 og sagði hann þá að leit standi enn yfir. Lögreglumenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmenn séu að störfum á vettvangi. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir við fréttastofu að leit sé í gangi. Maðurinn hafi verið að störfum við að fylla upp í sprungu en Úlfar veit þó ekki til þess að nokkur hafi séð manninn falla ofan í sprunguna. Grunur hafi samt vaknað um slysið og lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir voru kallaðar út á ellefta tímanum. Úlfar segir ekki tímabært að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“ Fljótlega kom í ljós að maðurinn sem um ræddi var verktaki sem hafði verið að störfum við að fylla upp í sprunguna. Vinnufélagi mannsins hafði tilkynnt um slysið en enginn sjónarvottur var þó að slysinu. Umfangsmiklar leitaraðgerðir voru settar í gang og átti leitin eftir að spanna hátt í tvo sólarhringa. Mikill viðbúnaður var í Grindavík á meðan á aðgerðunum stóð; 30 til 40 björgunarsveitarmenn, sigmenn frá sérsveitinni, leitarhundar og stórvirkar vinnuvélar, meðal annars grafa sem átti að grafa tíu metra metra holu ofan í jörðina. Það blasti hins vegar við að aðstæður á vettvangi voru afar hættulegar, sprungan var djúp, þröng og full af vatni og mikil hætta var á að það myndi hrynja úr veggjum sprungunnar. „Þetta er pabbi þinn“ Maðurinn sem leitað var að hét Lúðvík Pétursson, 51 árs gamall verktaki og fjögurra barna faðir. Ásdís Lúðvíksdóttir og Ásta Kristín Lúðvíksdóttir eru dætur Lúðvíks en þær eiga tvo yngri bræður og sá yngsti á aðra mömmu. Í samtali við Eftirmál rifja þær upp atburðarásina þennan örlagaríka dag. Lúðvík átti stóra fjölskyldu, kærustu, fjögur börn og barnabörn.Aðsend Þegar fréttir bárust af atvikinu læddist grunur að þeim systrum að umræddur gröfumaður væri hugsanlega faðir þeirra. „Okkur grunaði það alveg og við vorum alveg að tala saman þennan dag. Ég var í vinnunni og allt í volli einhvern veginn. Ég hugsaði með mér: „Þetta er ekki pabbi. Ástæðan fyrir því að hann er ekki að svara í símann er að hann er að hjálpa til við að leita. Þetta er ekki hann.“ Svona myndi ekki koma fyrir okkur,“ segir Ásta. Það liðu síðan tæpar þrjár klukkustundir þar til systurnar fengu að vita að faðir þeirra væri sá sem leitað væri að. „Það var klukkan tvær mínútur yfir eitt. Ég man þetta mjög vel. Þá fæ ég símtal og staðfestingu á að þetta sé pabbi en að það sé allt í lagi því það sé verið að leita að honum. Sem betur fer var ég heima hjá mömmu þegar ég fæ það símtal. Eftir að hafa grátið aðeins hringi ég í Ásdísi og segi: „Þetta er hann“ og hún segir bara: „Ókei, ég er að koma í bæinn.“ Ég hringi í manninn minn og svo heyrum við í litla bróður okkar,“ rifjar Ásta upp en Ásdís kveðst hafa haft samband við mömmu yngsta bróður þeirra. „Ég sendi skilaboð á kærustuna hans pabba og spyr: „Ertu búin að heyra í pabba í dag?“ Hún hringdi - og um leið vissi ég þetta. Ég svara og hún segir: „Þetta er pabbi þinn.“ Ég hryn þarna niður í gólfið og svo segir hún: „ Það er allt í lagi, það er verið að leita. Löggan er að reyna að ná í systur þína og ná í Bjössa,“ sem er annar litli bróðir okkar. Svo ligg ég þarna á gólfinu heima hjá mömmu og græt.“ Aðspurðar segjast systurnar hafa ríghaldið í vonina um að pabbi þeirra myndi finnast á lífi. „Við héldum í vonina alveg þar til leitinni var hætt.“ Skrítin tímalína Í þættinum lýsa systurnar því sem fór í gegnum huga þeirra á þeim tæpu tveimur sólarhringum sem leitin stóð yfir. Sú staðreynd að faðir þeirra var gífurlega vel á sig kominn líkamlega og stálhraustur gaf þeim von. Þetta var rosalega mikið svona upp og niður. Eina stundina var kannski öll von úti en svo allt í einu kom þessi von aftur: „Það verður náð í hann, hann verður kannski smá slasaður og svo bara fer hann á spítala í smá tíma og svo verður bara allt í góðu.“ Eftir fyrsta sólarhringinn áttuðu þær sig á því hvernig aðstæðurnar raunverulega voru á leitarsvæðinu. „Ég og maðurinn minn erum bæði í björgunarsveitinni og þekktum mikið af fólkinu sem var á svæðinu. Við fengum að sjá hvernig þetta liti út þarna niðri og þá fattaði ég strax: það eru litlar sem engar líkur á því að hann komi til baka á lífi,“ segir Ásdís og Ásta tekur undir. „Fyrst þegar ég hugsa um sprungur þá hugsa ég um sprungur uppi á jökli, þær eru stórar til að byrja með en þær minnka. Þarna var þetta akkúrat öfugt, þetta var bara pínulítið op og svo heill geimur, opið svæði og vatn og einhverjir svona litlir hliðarhellar. Þannig að hann hefði ekki lifað þetta af, og það er stórt grjót þarna niðri. Þetta er stór gjá sem var alltaf til staðar.“ Systurnar Ásta og Ásdís ásamt bræðrum sínum tveimur.Aðsend Systurnar segjast einnig hafa haldið í vonina þar sem yfirlýsingar lögreglustjórans á Suðurnesjum í samtölum við fjölmiðla hafi gefið tilefni til bjartsýni. „Um morguninn segir hann að hann sé mjög bjartsýnn að leitin klárist í dag. Í hádeginu segir hann að hann sé mjög bjartsýnn á að þeir nái manninum upp í dag. Síðan um klukkan hálf sex er hringt í okkur og tilkynnt: „Við erum hætt að leita, megum við fara með þetta í sex fréttir?“ Þetta var rosalega skrítin tímalína. Við vorum rosalega bjartsýn á allt, alveg þangað til við fengum símtalið um að þeir væru hættir.“ Systurnar taka fram að þær hafi skilið fullkomlega þá ákvörðun um að hætta leitinni, aðstæðurnar hafi verið hættulegar fyrir björgunarsveitarmennina og alla þá sem stóðu að leitinni.“ „Auðvitað á ekki að leggja annarra manna líf í hættu við að reyna að bjarga einhverjum öðrum, sem er mjög augljóst að hafi ekki lifað þetta af. Þannig að við skildum það,“ segir Ásdís. „En það hefði kannski verið næs að fá aðeins meiri tíma til að melta áður en öll þjóðin fékk að vita að pabbi væri dáinn,“ bætir Ásta við. Fá engin svör Systurnar lýsa martröðinni sem þær og fjölskyldan gengu í gegnum næstu daga og vikur á eftir – og þeim óteljandi spurningum sem brunnu á vörum þeirra en engin svör hafa fengist við. „Við viljum fá að vita meira og það er einhvern veginn enginn sem getur svarað neinu. Á laugardeginum var búið að lofa okkur að lögreglan myndi koma og hitta okkur til að ræða málin en þegar leitinni var hætt þá töldu þeir ekki þörf á því. Við vorum komin þarna, öll systkini hans pabba og öll börnin þeirra, komin saman að bíða og svo mætti enginn á svæðið. Það hafði rosalega mikil áhrif á okkar líðan gagnvart kerfinu,“ segir Ásdís. „Það er sagt við okkur á föstudeginum, þegar lögga og prestur koma að tala við okkur, að Ásdís myndi fara á mánudeginum og sækja dánarvottorð, eins og þetta væri bara voða klippt og skorið. Það er víst ekki þannig, maður þarf víst að bíða í svolítinn tíma til að fá dánarvottorðið til að fara áfram með hlutina. Við höfum ekki enn þá fengið það vottorð. Þrátt fyrir að það sé kominn dómsúrskurður um að hann sé látinn,“ segir Ásta. „Af hverju var hann þarna?“ Þann 26. janúar, eða tveimur vikum eftir að Lúðvík féll ofan í sprunguna, birtist viðtal við bróður Lúðvíks í Heimildinni undir fyrirsögninni: „Fjölskylda Lúðvíks vill heiðarlega rannsókn.“ Þar segir að fjölmörgum spurningum sé enn ósvarað um ákvarðanatöku og atburðarás í aðdraganda þess að Lúðvík féll ofan í sprunguna, sem lá í gegnum húsagarð í Grindavík. Veðurstofan hafði sérstaklega varað við sprunguhreyfingum en áhættumat lá ekki enn fyrir. „Við höfum alveg spurt: „Af hverju var hann þarna? Af hverju?“ Og einu svörin sem við fáum í rauninni eru: „Þetta var það verkefni sem hann var settur í.“ Það er enginn sem getur komið með virkilega góð rök fyrir því af hverju hann átti að vera að fylla í sprungu fyrir neðan hús sem var búið að segja að væri ónýtt. Það er enginn sem getur komið með mjög góð og klippt og skorin rök fyrir þessu, annað en bara það að þetta var verkefni sem hann fékk. Pabbi var bara þannig að ef hann fékk verkefni í hendurnar þá gerði hann það. sinnir þeim, segir ekki nei og sinnir þeim vel. Við höfum spurt að þessu oft áður og aldrei fengið nein svör,“ segir Ásdís. „Af hverju þurfti að fylla upp í þessa sprungu hjá þessu húsi? Það er fullt af öðrum húsum sem var búið að dæma ónýt og greitt út fyrir þau. Af hverju var eitthvað spurningamerki með þetta hús? Það er eitthvað sem ég skil ekki, af því það kemur líka fram í samskiptum við eigandann að hann vildi ekki að það yrði fyllt þarna upp í, það var ekki hans ósk. Þannig að – þetta er mjög skrítið,“ bætir Ásta við. Líkt og fram kemur í þættinum þá er það Náttúruhamfarastofnun Íslands sem ber ábyrgð á þeirri ákvörðun sem tekin var um að fylla upp í sprunguna. Eftir því sem við best vitum. Af því að það hefur enginn svarað því hver ber ábyrgðina á því að þetta hús var valið. Fjölskyldan þjappaðist saman í kjölfar áfallsins Í lok janúar árið 2024 greindi Vísir frá því að Vinnueftirlitið hefði hafið rannsókn og kallað eftir lögregluskýrslu um málið. Þann 31. janúar 2024 ræddi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur við Vísi og sagði að ekki væri hægt að kalla atvikið slys. Sagðist hann telja óafsakanlegt að vinna hafi þegar verið hafin við að fylla í sprungur sem ekki var nauðsynlegt að fylla í, né heldur að Lúðvík hafi verið einn að störfum. Betur hefði farið á því ef metið hefði verið hvaða sprungur væri nauðsynlegt að fylla í, og hvaða sprungur hefðu mátt bíða. „Ég skil alveg að menn vilji koma ákveðnum leiðum í gang, svo hægt sé að fara um bæinn án þess að hafa of miklar áhyggjur og annað. Menn fara þá bara varlega í það, skoða málið og leysa það. En svæðin þar fyrir utan eru náttúrulega óþörf, þar til þetta er búið,“ sagði Þorvaldur. Áherslu hefði átt að leggja á að fylla í sprungur sem annars hefðu aftrað ferðum og aðgerðum lögreglu, björgunarsveita og annarra sem þurfa að starfa á svæðinu. En svæði sem eru fyrir utan það, af hverju erum við að hugsa um þau núna? Á öðrum stað í viðtalinu sagði Þorvaldur: „Við þurfum að læra að vinna þessa hluti rétt, við erum ekki alltaf að vinna þá alveg hundrað prósent. Að maður skuli vera einn að vinna við sprungu á svæði sem er í gliðnun, þar sem sprungur eru að myndast, það er ekki afsakanlegt.“ Í október á seinasta ári lá fyrir niðurstaða rannsóknar Vinnueftirlitsins. Þar segir að slysið megi rekja til þess að „ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi.“ Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. „Þarna kemur einmitt fram spurningin um hvort það hafi verið þess virði að senda mann í þetta verkefni. Við erum ofboðslega þakklát fyrir að það er einhver annar utanaðkomandi sem sér þetta svona, að þetta sé ekki bara einhver hystería hjá börnunum hans,“ segir Ásdís í samtali við Eftirmál. Þann 12. febrúar á þessu ári greindi Vísir síðan frá því að Lögreglan á Suðurnesjum hefði lokið rannsókn sinni og að fimm einstaklingar væru með réttarstöðu sakbornings í málinu, sem væri nú á borði héraðssaksóknara. Í samtali við Eftirmál segjast systurnar enn engar upplýsingar hafa fengið um stöðuna á rannsókninni, annað en það að henni sé lokið. Þær hafi enga hugmynd um hvort gefnar verði út ákærur í málinu eða ekki. Við upplifum að við eigum að geta svarað svona spurningum af því að þetta kemur okkur við. En við fáum engin svör frá neinum. Margt af því sem við höfum fengið að vita um mál hans pabba höfum við lesið um í fréttum. Aðspurðar um hvernig þær, og fjölskyldan öll, hafi tekist á við þetta gífurlega áfall segja systurnar að þeim hafi verið boðinn áfallahjálpsfundur með Rauða Krossinum á meðan leitin stóð yfir, en síðan hafi þau alfarið sjálf þurft að bera sig á eftir viðeigandi sálfræðiaðstoð. Vinnuveitandi föður þeirra hafi þó hlaupið undir bagga og greitt fyrir minningarathöfnina sem haldin var fyrir Lúðvík í Langholtskirkju. Fyrir það eru þær afar þakklátar. Þær segja einnig að áfallið hafi þjappað fjölskyldunni verulega saman. Stundirnar sem við áttum saman í kjölfarið á þessu voru ómetanlegar. Þarna sá maður hversu stórt bakland maður hafði – og maður fær svo ótrúlega hlýtt í hjartað. Jörðin opnaðist og gleypti hann En eftir stendur að lík Lúðvíks hefur enn ekki fundist. Fjölskyldan hefur gengið hart á eftir því að leitin verði tekin upp að nýju og ýmsum leiðum hefur verið velt upp. Í þættinum lýsir Ásta því hversu sárt og erfitt það sé að fá ekki tækifæri til að jarða föður sinn í vígðri mold, tala við hann, kveðja hann og sitja hjá honum. „Ef ég keyri til Keflavíkur, keyri fram hjá Grindavík, þá fer ég bara í eitthvað kerfi. Áfallastreituröskunin eftir þetta er svakaleg. Maður vill náttúrulega bara fá hann; fá að setja hann einhvers staðar þar sem maður getur farið og átt stund með honum.“ „Við höfum talað við lögregluna um þetta og Grindavíkurnefnd. Við fórum á fund með þeim og það eru allir frekar jákvæðir með þetta, að reyna að finna hann og reyna að ná honum upp. Það er bara spurning hvenær og hvernig það verður gert. Við vonum bara að það verði sem fyrst, svo við getum fengið smá svona „closure.“ Minningarathöfnin var voða falleg - en við vorum ekki að segja „bless,“ segir Ásdís. Í þættinum eru systurnar spurðar um hvaða skýringar þær hafi fengið á því sem gerðist þennan dag þegar faðir þeirra féll ofan í sprunguna. „Bara það að jörðin opnaðist,“ segir Ásta. „Þarna undir er sprunga og hann er að vinna með jarðvegsþjöppu. Ætli það sé ekki titringurinn og hristingurinn frá henni sem verður til þess að þetta hrynur allt niður og hann með. En af því að það er enginn á staðnum þegar þetta gerist þá er ekki hægt að segja til um hundrað prósent hver ástæðan er fyrir því að þetta gerðist,“ segir Ásdís. Undanfarin tvö ár hafa tekið gífurlega á fjölskylduna, en þau standa þétt saman.Aðsend Aðspurðar um hvort þær séu reiðar út í einhvern nefna systurnar fyrst og fremst hægagang kerfisins. „Hvað það er erfitt, allt. Ef kerfið segir nei, það er það bara nei. Við erum búin að fara fyrir dóm, fá hann úrskurðaðan látinn, en það er ekki komið í gegn. Við hringdum í sýslumann til að fá dánarvottorðið, aðallega fyrir yngsta bróður okkar af því að hann er undir lögaldri og á þar af leiðandi rétt á alls konar bótum frá ríkinu, frá stéttarfélaginu hans pabba og þess háttar. En sýslumaður segir bara nei. Það verða að líða þrjú ár frá því slysið gerist þar til pabbi er skráður látinn. Við erum með pappír í höndunum og dómsúrskurð en það er bara „computer says no.“ Óvissan um hversu lengi faðir þeirra var á lífi ofan í sprungunni var á tímabili óbærileg. Systurnar tóku þó meðvitaða ákvörðun á sínum tíma, eftir að leitinni var hætt, að leyfa huganum ekki að fara á þann stað að ímynda sér það allra versta. „Ég er búin að ákveða, fyrir mig, að hann deyi bara strax. Hann dó um leið og slysið gerðist. Ég er búin að ákveða að hann fann ekki til. Ég er bara búin að ákveða þetta og ég held að ég muni lifa eftir þessu, bara alltaf. Tilhugsunin um eitthvað annað er bara óbærileg,“ segir Ásta og Ásdís tekur undir. Maður vonar og gerir sér í hausnum að hann hafi bara dáið um leið. Að hann hafi ekki þurft að að þjást eða finna fyrir neinu. Vilja fá lokun á málið Eftir stendur þó spurningin: „Hvers vegna var Lúðvík að vinna við sprunguna þennan umrædda dag? Hver ber ábyrgð?“ „Ég held að stærsta spurningin sé alltaf: „Af hverju var hann að vinna þarna? Af hverju var einhver þarna? Var þetta þess virði? Það eru aðallega þessar spurningar, og svo náttúrulega: Hver ber ábyrgð? Þó svo að við séum ekki að kenna neinum um, þá þarf samt einhver að viðurkenna að það voru gerð mistök. Það hefur enginn gert það hingað til,“ segir Ásta og bætir við að brýnt sé að reglugerðir og annað verði endurskoðað. „Af því að þetta má aldrei gerast aftur.“ Systurnar eiga sér þá ósk heitasta að lík föður þeirra verði náð upp úr sprungunni. Fyrr geti þær, og fjölskyldan, ekki öðlast hugarró. „Það er sennilega eitthvað sem við munum berjast fyrir til síðasta dags, það er að fá pabba aftur. Það skiptir svo rosalega miklu máli að geta farið og heimsótt hann í kirkjugarð.“ Eftirmál Grindavík Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fleiri fréttir Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Sjá meira
Í fyrsta þætti nýrrar seríu af Eftirmálum ræða Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorleifsdóttir við þær systur Ásdísi og Ástu Kristínu Lúðvíksdætur og rifja upp atburðarásina í kringum Grindavíkurmálið svokallaða. Hræðilegt banaslys á dimmum og köldum janúardegi árið 2024, sem á sínum tíma skók þjóðina alla. Hættulegar aðstæður á vettvangi leitarinnar Að morgni 10. janúar á seinasta ári birtist frétt á Vísi undir fyrirsögninni: „Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík.“ Í fréttinni segir: „Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur hafi þó vaknað um slysið. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að útkallið hafa borist um klukkan 10:40 í morgun. Fréttastofa náði tali af Jóni Þór um klukkan 11:20 og sagði hann þá að leit standi enn yfir. Lögreglumenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmenn séu að störfum á vettvangi. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir við fréttastofu að leit sé í gangi. Maðurinn hafi verið að störfum við að fylla upp í sprungu en Úlfar veit þó ekki til þess að nokkur hafi séð manninn falla ofan í sprunguna. Grunur hafi samt vaknað um slysið og lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir voru kallaðar út á ellefta tímanum. Úlfar segir ekki tímabært að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“ Fljótlega kom í ljós að maðurinn sem um ræddi var verktaki sem hafði verið að störfum við að fylla upp í sprunguna. Vinnufélagi mannsins hafði tilkynnt um slysið en enginn sjónarvottur var þó að slysinu. Umfangsmiklar leitaraðgerðir voru settar í gang og átti leitin eftir að spanna hátt í tvo sólarhringa. Mikill viðbúnaður var í Grindavík á meðan á aðgerðunum stóð; 30 til 40 björgunarsveitarmenn, sigmenn frá sérsveitinni, leitarhundar og stórvirkar vinnuvélar, meðal annars grafa sem átti að grafa tíu metra metra holu ofan í jörðina. Það blasti hins vegar við að aðstæður á vettvangi voru afar hættulegar, sprungan var djúp, þröng og full af vatni og mikil hætta var á að það myndi hrynja úr veggjum sprungunnar. „Þetta er pabbi þinn“ Maðurinn sem leitað var að hét Lúðvík Pétursson, 51 árs gamall verktaki og fjögurra barna faðir. Ásdís Lúðvíksdóttir og Ásta Kristín Lúðvíksdóttir eru dætur Lúðvíks en þær eiga tvo yngri bræður og sá yngsti á aðra mömmu. Í samtali við Eftirmál rifja þær upp atburðarásina þennan örlagaríka dag. Lúðvík átti stóra fjölskyldu, kærustu, fjögur börn og barnabörn.Aðsend Þegar fréttir bárust af atvikinu læddist grunur að þeim systrum að umræddur gröfumaður væri hugsanlega faðir þeirra. „Okkur grunaði það alveg og við vorum alveg að tala saman þennan dag. Ég var í vinnunni og allt í volli einhvern veginn. Ég hugsaði með mér: „Þetta er ekki pabbi. Ástæðan fyrir því að hann er ekki að svara í símann er að hann er að hjálpa til við að leita. Þetta er ekki hann.“ Svona myndi ekki koma fyrir okkur,“ segir Ásta. Það liðu síðan tæpar þrjár klukkustundir þar til systurnar fengu að vita að faðir þeirra væri sá sem leitað væri að. „Það var klukkan tvær mínútur yfir eitt. Ég man þetta mjög vel. Þá fæ ég símtal og staðfestingu á að þetta sé pabbi en að það sé allt í lagi því það sé verið að leita að honum. Sem betur fer var ég heima hjá mömmu þegar ég fæ það símtal. Eftir að hafa grátið aðeins hringi ég í Ásdísi og segi: „Þetta er hann“ og hún segir bara: „Ókei, ég er að koma í bæinn.“ Ég hringi í manninn minn og svo heyrum við í litla bróður okkar,“ rifjar Ásta upp en Ásdís kveðst hafa haft samband við mömmu yngsta bróður þeirra. „Ég sendi skilaboð á kærustuna hans pabba og spyr: „Ertu búin að heyra í pabba í dag?“ Hún hringdi - og um leið vissi ég þetta. Ég svara og hún segir: „Þetta er pabbi þinn.“ Ég hryn þarna niður í gólfið og svo segir hún: „ Það er allt í lagi, það er verið að leita. Löggan er að reyna að ná í systur þína og ná í Bjössa,“ sem er annar litli bróðir okkar. Svo ligg ég þarna á gólfinu heima hjá mömmu og græt.“ Aðspurðar segjast systurnar hafa ríghaldið í vonina um að pabbi þeirra myndi finnast á lífi. „Við héldum í vonina alveg þar til leitinni var hætt.“ Skrítin tímalína Í þættinum lýsa systurnar því sem fór í gegnum huga þeirra á þeim tæpu tveimur sólarhringum sem leitin stóð yfir. Sú staðreynd að faðir þeirra var gífurlega vel á sig kominn líkamlega og stálhraustur gaf þeim von. Þetta var rosalega mikið svona upp og niður. Eina stundina var kannski öll von úti en svo allt í einu kom þessi von aftur: „Það verður náð í hann, hann verður kannski smá slasaður og svo bara fer hann á spítala í smá tíma og svo verður bara allt í góðu.“ Eftir fyrsta sólarhringinn áttuðu þær sig á því hvernig aðstæðurnar raunverulega voru á leitarsvæðinu. „Ég og maðurinn minn erum bæði í björgunarsveitinni og þekktum mikið af fólkinu sem var á svæðinu. Við fengum að sjá hvernig þetta liti út þarna niðri og þá fattaði ég strax: það eru litlar sem engar líkur á því að hann komi til baka á lífi,“ segir Ásdís og Ásta tekur undir. „Fyrst þegar ég hugsa um sprungur þá hugsa ég um sprungur uppi á jökli, þær eru stórar til að byrja með en þær minnka. Þarna var þetta akkúrat öfugt, þetta var bara pínulítið op og svo heill geimur, opið svæði og vatn og einhverjir svona litlir hliðarhellar. Þannig að hann hefði ekki lifað þetta af, og það er stórt grjót þarna niðri. Þetta er stór gjá sem var alltaf til staðar.“ Systurnar Ásta og Ásdís ásamt bræðrum sínum tveimur.Aðsend Systurnar segjast einnig hafa haldið í vonina þar sem yfirlýsingar lögreglustjórans á Suðurnesjum í samtölum við fjölmiðla hafi gefið tilefni til bjartsýni. „Um morguninn segir hann að hann sé mjög bjartsýnn að leitin klárist í dag. Í hádeginu segir hann að hann sé mjög bjartsýnn á að þeir nái manninum upp í dag. Síðan um klukkan hálf sex er hringt í okkur og tilkynnt: „Við erum hætt að leita, megum við fara með þetta í sex fréttir?“ Þetta var rosalega skrítin tímalína. Við vorum rosalega bjartsýn á allt, alveg þangað til við fengum símtalið um að þeir væru hættir.“ Systurnar taka fram að þær hafi skilið fullkomlega þá ákvörðun um að hætta leitinni, aðstæðurnar hafi verið hættulegar fyrir björgunarsveitarmennina og alla þá sem stóðu að leitinni.“ „Auðvitað á ekki að leggja annarra manna líf í hættu við að reyna að bjarga einhverjum öðrum, sem er mjög augljóst að hafi ekki lifað þetta af. Þannig að við skildum það,“ segir Ásdís. „En það hefði kannski verið næs að fá aðeins meiri tíma til að melta áður en öll þjóðin fékk að vita að pabbi væri dáinn,“ bætir Ásta við. Fá engin svör Systurnar lýsa martröðinni sem þær og fjölskyldan gengu í gegnum næstu daga og vikur á eftir – og þeim óteljandi spurningum sem brunnu á vörum þeirra en engin svör hafa fengist við. „Við viljum fá að vita meira og það er einhvern veginn enginn sem getur svarað neinu. Á laugardeginum var búið að lofa okkur að lögreglan myndi koma og hitta okkur til að ræða málin en þegar leitinni var hætt þá töldu þeir ekki þörf á því. Við vorum komin þarna, öll systkini hans pabba og öll börnin þeirra, komin saman að bíða og svo mætti enginn á svæðið. Það hafði rosalega mikil áhrif á okkar líðan gagnvart kerfinu,“ segir Ásdís. „Það er sagt við okkur á föstudeginum, þegar lögga og prestur koma að tala við okkur, að Ásdís myndi fara á mánudeginum og sækja dánarvottorð, eins og þetta væri bara voða klippt og skorið. Það er víst ekki þannig, maður þarf víst að bíða í svolítinn tíma til að fá dánarvottorðið til að fara áfram með hlutina. Við höfum ekki enn þá fengið það vottorð. Þrátt fyrir að það sé kominn dómsúrskurður um að hann sé látinn,“ segir Ásta. „Af hverju var hann þarna?“ Þann 26. janúar, eða tveimur vikum eftir að Lúðvík féll ofan í sprunguna, birtist viðtal við bróður Lúðvíks í Heimildinni undir fyrirsögninni: „Fjölskylda Lúðvíks vill heiðarlega rannsókn.“ Þar segir að fjölmörgum spurningum sé enn ósvarað um ákvarðanatöku og atburðarás í aðdraganda þess að Lúðvík féll ofan í sprunguna, sem lá í gegnum húsagarð í Grindavík. Veðurstofan hafði sérstaklega varað við sprunguhreyfingum en áhættumat lá ekki enn fyrir. „Við höfum alveg spurt: „Af hverju var hann þarna? Af hverju?“ Og einu svörin sem við fáum í rauninni eru: „Þetta var það verkefni sem hann var settur í.“ Það er enginn sem getur komið með virkilega góð rök fyrir því af hverju hann átti að vera að fylla í sprungu fyrir neðan hús sem var búið að segja að væri ónýtt. Það er enginn sem getur komið með mjög góð og klippt og skorin rök fyrir þessu, annað en bara það að þetta var verkefni sem hann fékk. Pabbi var bara þannig að ef hann fékk verkefni í hendurnar þá gerði hann það. sinnir þeim, segir ekki nei og sinnir þeim vel. Við höfum spurt að þessu oft áður og aldrei fengið nein svör,“ segir Ásdís. „Af hverju þurfti að fylla upp í þessa sprungu hjá þessu húsi? Það er fullt af öðrum húsum sem var búið að dæma ónýt og greitt út fyrir þau. Af hverju var eitthvað spurningamerki með þetta hús? Það er eitthvað sem ég skil ekki, af því það kemur líka fram í samskiptum við eigandann að hann vildi ekki að það yrði fyllt þarna upp í, það var ekki hans ósk. Þannig að – þetta er mjög skrítið,“ bætir Ásta við. Líkt og fram kemur í þættinum þá er það Náttúruhamfarastofnun Íslands sem ber ábyrgð á þeirri ákvörðun sem tekin var um að fylla upp í sprunguna. Eftir því sem við best vitum. Af því að það hefur enginn svarað því hver ber ábyrgðina á því að þetta hús var valið. Fjölskyldan þjappaðist saman í kjölfar áfallsins Í lok janúar árið 2024 greindi Vísir frá því að Vinnueftirlitið hefði hafið rannsókn og kallað eftir lögregluskýrslu um málið. Þann 31. janúar 2024 ræddi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur við Vísi og sagði að ekki væri hægt að kalla atvikið slys. Sagðist hann telja óafsakanlegt að vinna hafi þegar verið hafin við að fylla í sprungur sem ekki var nauðsynlegt að fylla í, né heldur að Lúðvík hafi verið einn að störfum. Betur hefði farið á því ef metið hefði verið hvaða sprungur væri nauðsynlegt að fylla í, og hvaða sprungur hefðu mátt bíða. „Ég skil alveg að menn vilji koma ákveðnum leiðum í gang, svo hægt sé að fara um bæinn án þess að hafa of miklar áhyggjur og annað. Menn fara þá bara varlega í það, skoða málið og leysa það. En svæðin þar fyrir utan eru náttúrulega óþörf, þar til þetta er búið,“ sagði Þorvaldur. Áherslu hefði átt að leggja á að fylla í sprungur sem annars hefðu aftrað ferðum og aðgerðum lögreglu, björgunarsveita og annarra sem þurfa að starfa á svæðinu. En svæði sem eru fyrir utan það, af hverju erum við að hugsa um þau núna? Á öðrum stað í viðtalinu sagði Þorvaldur: „Við þurfum að læra að vinna þessa hluti rétt, við erum ekki alltaf að vinna þá alveg hundrað prósent. Að maður skuli vera einn að vinna við sprungu á svæði sem er í gliðnun, þar sem sprungur eru að myndast, það er ekki afsakanlegt.“ Í október á seinasta ári lá fyrir niðurstaða rannsóknar Vinnueftirlitsins. Þar segir að slysið megi rekja til þess að „ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi.“ Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. „Þarna kemur einmitt fram spurningin um hvort það hafi verið þess virði að senda mann í þetta verkefni. Við erum ofboðslega þakklát fyrir að það er einhver annar utanaðkomandi sem sér þetta svona, að þetta sé ekki bara einhver hystería hjá börnunum hans,“ segir Ásdís í samtali við Eftirmál. Þann 12. febrúar á þessu ári greindi Vísir síðan frá því að Lögreglan á Suðurnesjum hefði lokið rannsókn sinni og að fimm einstaklingar væru með réttarstöðu sakbornings í málinu, sem væri nú á borði héraðssaksóknara. Í samtali við Eftirmál segjast systurnar enn engar upplýsingar hafa fengið um stöðuna á rannsókninni, annað en það að henni sé lokið. Þær hafi enga hugmynd um hvort gefnar verði út ákærur í málinu eða ekki. Við upplifum að við eigum að geta svarað svona spurningum af því að þetta kemur okkur við. En við fáum engin svör frá neinum. Margt af því sem við höfum fengið að vita um mál hans pabba höfum við lesið um í fréttum. Aðspurðar um hvernig þær, og fjölskyldan öll, hafi tekist á við þetta gífurlega áfall segja systurnar að þeim hafi verið boðinn áfallahjálpsfundur með Rauða Krossinum á meðan leitin stóð yfir, en síðan hafi þau alfarið sjálf þurft að bera sig á eftir viðeigandi sálfræðiaðstoð. Vinnuveitandi föður þeirra hafi þó hlaupið undir bagga og greitt fyrir minningarathöfnina sem haldin var fyrir Lúðvík í Langholtskirkju. Fyrir það eru þær afar þakklátar. Þær segja einnig að áfallið hafi þjappað fjölskyldunni verulega saman. Stundirnar sem við áttum saman í kjölfarið á þessu voru ómetanlegar. Þarna sá maður hversu stórt bakland maður hafði – og maður fær svo ótrúlega hlýtt í hjartað. Jörðin opnaðist og gleypti hann En eftir stendur að lík Lúðvíks hefur enn ekki fundist. Fjölskyldan hefur gengið hart á eftir því að leitin verði tekin upp að nýju og ýmsum leiðum hefur verið velt upp. Í þættinum lýsir Ásta því hversu sárt og erfitt það sé að fá ekki tækifæri til að jarða föður sinn í vígðri mold, tala við hann, kveðja hann og sitja hjá honum. „Ef ég keyri til Keflavíkur, keyri fram hjá Grindavík, þá fer ég bara í eitthvað kerfi. Áfallastreituröskunin eftir þetta er svakaleg. Maður vill náttúrulega bara fá hann; fá að setja hann einhvers staðar þar sem maður getur farið og átt stund með honum.“ „Við höfum talað við lögregluna um þetta og Grindavíkurnefnd. Við fórum á fund með þeim og það eru allir frekar jákvæðir með þetta, að reyna að finna hann og reyna að ná honum upp. Það er bara spurning hvenær og hvernig það verður gert. Við vonum bara að það verði sem fyrst, svo við getum fengið smá svona „closure.“ Minningarathöfnin var voða falleg - en við vorum ekki að segja „bless,“ segir Ásdís. Í þættinum eru systurnar spurðar um hvaða skýringar þær hafi fengið á því sem gerðist þennan dag þegar faðir þeirra féll ofan í sprunguna. „Bara það að jörðin opnaðist,“ segir Ásta. „Þarna undir er sprunga og hann er að vinna með jarðvegsþjöppu. Ætli það sé ekki titringurinn og hristingurinn frá henni sem verður til þess að þetta hrynur allt niður og hann með. En af því að það er enginn á staðnum þegar þetta gerist þá er ekki hægt að segja til um hundrað prósent hver ástæðan er fyrir því að þetta gerðist,“ segir Ásdís. Undanfarin tvö ár hafa tekið gífurlega á fjölskylduna, en þau standa þétt saman.Aðsend Aðspurðar um hvort þær séu reiðar út í einhvern nefna systurnar fyrst og fremst hægagang kerfisins. „Hvað það er erfitt, allt. Ef kerfið segir nei, það er það bara nei. Við erum búin að fara fyrir dóm, fá hann úrskurðaðan látinn, en það er ekki komið í gegn. Við hringdum í sýslumann til að fá dánarvottorðið, aðallega fyrir yngsta bróður okkar af því að hann er undir lögaldri og á þar af leiðandi rétt á alls konar bótum frá ríkinu, frá stéttarfélaginu hans pabba og þess háttar. En sýslumaður segir bara nei. Það verða að líða þrjú ár frá því slysið gerist þar til pabbi er skráður látinn. Við erum með pappír í höndunum og dómsúrskurð en það er bara „computer says no.“ Óvissan um hversu lengi faðir þeirra var á lífi ofan í sprungunni var á tímabili óbærileg. Systurnar tóku þó meðvitaða ákvörðun á sínum tíma, eftir að leitinni var hætt, að leyfa huganum ekki að fara á þann stað að ímynda sér það allra versta. „Ég er búin að ákveða, fyrir mig, að hann deyi bara strax. Hann dó um leið og slysið gerðist. Ég er búin að ákveða að hann fann ekki til. Ég er bara búin að ákveða þetta og ég held að ég muni lifa eftir þessu, bara alltaf. Tilhugsunin um eitthvað annað er bara óbærileg,“ segir Ásta og Ásdís tekur undir. Maður vonar og gerir sér í hausnum að hann hafi bara dáið um leið. Að hann hafi ekki þurft að að þjást eða finna fyrir neinu. Vilja fá lokun á málið Eftir stendur þó spurningin: „Hvers vegna var Lúðvík að vinna við sprunguna þennan umrædda dag? Hver ber ábyrgð?“ „Ég held að stærsta spurningin sé alltaf: „Af hverju var hann að vinna þarna? Af hverju var einhver þarna? Var þetta þess virði? Það eru aðallega þessar spurningar, og svo náttúrulega: Hver ber ábyrgð? Þó svo að við séum ekki að kenna neinum um, þá þarf samt einhver að viðurkenna að það voru gerð mistök. Það hefur enginn gert það hingað til,“ segir Ásta og bætir við að brýnt sé að reglugerðir og annað verði endurskoðað. „Af því að þetta má aldrei gerast aftur.“ Systurnar eiga sér þá ósk heitasta að lík föður þeirra verði náð upp úr sprungunni. Fyrr geti þær, og fjölskyldan, ekki öðlast hugarró. „Það er sennilega eitthvað sem við munum berjast fyrir til síðasta dags, það er að fá pabba aftur. Það skiptir svo rosalega miklu máli að geta farið og heimsótt hann í kirkjugarð.“
Eftirmál Grindavík Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fleiri fréttir Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Sjá meira