Innlent

Metþátttaka í golfsýningu

MYND/Haraldur J.

Vel á annað hundrað sýnendur hafa boðað þátttöku sína á golfsýningu sem fram fer í Fífunni í Kópavogi næstu helgi. Er þetta ein stærsta sýning í tengslum við golf sem haldin hefur verið hér á landi.

Þetta kemur fram á vef Samtaka ferðaþjónustunnar.

Boðið verður samhliða upp á þrjár sýningar í Fífunni næstu helgi, Ferðasýningin 2007, Golf 2007 og Sumar 2007. Alls hafa 300 sýnendur staðfest þátttöku og þar af 170 fyrir golfsýninguna.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×