Innlent

Laus úr haldi lög­reglu eftir hand­töku í tengslum við manns­lát

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Maðurinn fannst í heimahúsi á Kársnesi.
Maðurinn fannst í heimahúsi á Kársnesi. Vísir/Vilhelm

Karlmanninum, sem var handtekinn vegna mannsláts í Kópavogi, hefur verið sleppt úr haldi. Maður á fertugsaldri fannst látinn í heimahúsi í lok nóvember en ekki liggur fyrir hvernig andlát hans bar að.

Þetta kemur fram í frétt DV um málið. Þar staðfestir Elín Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að karlmanninum, sem er í kringum þrítugt, hafi verið sleppt úr haldi.

Samkvæmt umfjöllun Rúv er lögregla enn með til rannsóknar hvernig maðurinn lést. Ekki liggur fyrir hvort að ráðist var á hann eða hann hafi veitt sér áverka sjálfur.

Karlmaðurinn, sem var á fertugsaldri, fannst látinn í heimahúsi á Kársnesi í Kópavogi á sunnudag fyrir rúmri viku.


Tengdar fréttir

Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát

Karlmaður um þrítugt var handtekinn fyrr í vikunni í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti í Kópavogi um síðustu helgi.

Rannsaka mannslát í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mannslát í Kópavogi. Andlátið átti sér stað í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Kársnesi.

Vita enn ekki hvernig maðurinn lést

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns um fertugt, sem fannst látinn í heimahúsi í Kópavogi á sunnudagsmorgun, miðar ágætlega. Enn liggur ekki fyrir með hvaða hætti andlát mannsins bar að, en vinnu tæknideildar lögreglu í málinu er ekki lokið. Sömuleiðis er beðið niðurstöðu krufningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×