Innlent

For­seti biðst af­sökunar og ráð­herra vill snið­ganga Euro­vision

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um afsökunarbeiðni forseta Alþingis vegna ummæla sem hún lét falla síðastliðinn föstudag á leið úr pontu.

Afsökunarbeiðnin barst í morgun eftir að allir þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar höfðu tekið til máls og lýst vonbrigðum á að hún hafi ekki beðist afsökunar við upphaf þingfundarins.

Einnig verður rætt við menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, sem telur rétt að sniðganga Eurovision í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Hann tekur þó fram að það sé ekki hans að taka þá ákvörðun.

Að auki ræðum við við sveitarstjórnarfólk frá Múlaþingi sem kom í hópferð til höfuðborgarinnar í morgun þar sem þau ætla að ræða við þingmenn kjördæmisins um nýja samgönguáætlun sem mikil óánægja er með. 

Í sportinu verður farið yfir úrslitin í enska boltanum í gær og spjallað um Bónus-deild kvenna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×