Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. desember 2025 22:00 Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fannar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir borgarstjóra ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt hún mælist ekki sem einn af vinsælustu borgarfulltrúunum. Það sé algengt meðal Reykvíkinga að vera óánægðir með bæði meiri- og minnihluta borgarstjórnar. Ný könnun Maskínu sýnir að einungis sextán prósent Reykvíkinga séu ánægðir með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Ánægja með störf borgarstjórans hefur ekki mælst jafn lág í þrjú ár. Hins vegar segist helmingur vera óánægður með störf Heiðu Bjargar, en óánægjan mældist mest síðustu þrjú ár þegar Dagur B. Eggertsson gegndi embætti borgarstjóra. „Við erum búin að vera með þrjá borgarstjóra á þessu tímabili og það virðist vera almenn tilhneiging að borgarbúar séu gagnrýnir borgarstjórann,“ segir Ólafur. „Menn eiga alltaf að taka til sín svona niðurstöður. Hins vegar ef við skoðum þessa mynd í heild þá er það þannig líka allan tímann að það eru miklu fleiri óánægðir með borgarstjórann heldur en ánægðir. Sá sem kemur best út ef við skoðum bara vinsældirnar er Dagur B. Eggertsson en tölurnar fyrir hana Heiðu eru gróft tekið, mjög svipaðar og þær voru fyrir Einar Þorsteinsson. Þarna eru engin heljarstökk á ferðinni.“ Óánægðir Reykvíkingar „Ef við skoðum myndirnar, fyrst myndirnar af afstöðunni til meirihlutans, þá sjáum við að allt síðasta kjörtímabil hafa miklu fleiri verið óánægðir með meirihlutann en þeir sem eru ánægðir. Það hefur í sjálfu sér nánast engin breyting orðið núna,“ segir Ólafur. Óánægja með störf meirihlutans mældist um 51 prósent og ánægjan um átján prósent. Ellefu prósent segjast ánægð með störf minnihlutans og 47 prósent óánægð. „Ef við skoðum minnihlutann þar sama sagan þar, það sem er merkilegast er að það eru fleiri sem eru óánægðir, eða öllu heldur enn færri sem eru ánægðir með minnihlutann en það sem slær sérstaklega er hversu stöðugt þetta er allt tímabilið,“ segir hann. „Þannig að Reykvíkingar eru óánægðir með meirihlutann sinn og óánægðir með minnihlutann sinn og þetta hefur ekki breyst síðustu fjögur árin.“ Vinsældir borgarfulltrúa segi ekkert til um fylgi Einnig voru þátttakendur í könnunni spurðir hver vinsælasti borgarfulltrúinn sé og trónir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, á toppnum. Þar á eftir kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Ólafur segir vinsældir einstakra borgarfulltrúa ekkert segja til um fylgi flokkanna. „Sanna Magdalena hefur lengi mælst sem vinsælasti borgarfulltrúinn, í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk hennar flokkur tæplega átta prósent. Hildur er að mælast með þarna 21 prósent, hennar flokkur mælist núna með 31 prósent og bæði hún og flokkurinn hafa hækkað í síðustu könnunum.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í þriðja sæti yfir vinsælustu borgarfulltrúana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er í því fjórða. „Síðan kemur Einar með níu prósent og flokkurinn hans er að mælast með á milli fjögur og fimm prósent. Heiða Björg kemst ekki á þennan topplista yfir besta borgarfulltrúann en ég myndu nú ekki hafa í hennar sporum sérstakar áhyggjur af því á meðan þessi könnun gefur flokkum hennar 26 prósent en flokkurinn fékk tuttugu prósent í síðustu kosningum. Fylgi flokksins er aðalatriðið.“ Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Ný könnun Maskínu sýnir að einungis sextán prósent Reykvíkinga séu ánægðir með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Ánægja með störf borgarstjórans hefur ekki mælst jafn lág í þrjú ár. Hins vegar segist helmingur vera óánægður með störf Heiðu Bjargar, en óánægjan mældist mest síðustu þrjú ár þegar Dagur B. Eggertsson gegndi embætti borgarstjóra. „Við erum búin að vera með þrjá borgarstjóra á þessu tímabili og það virðist vera almenn tilhneiging að borgarbúar séu gagnrýnir borgarstjórann,“ segir Ólafur. „Menn eiga alltaf að taka til sín svona niðurstöður. Hins vegar ef við skoðum þessa mynd í heild þá er það þannig líka allan tímann að það eru miklu fleiri óánægðir með borgarstjórann heldur en ánægðir. Sá sem kemur best út ef við skoðum bara vinsældirnar er Dagur B. Eggertsson en tölurnar fyrir hana Heiðu eru gróft tekið, mjög svipaðar og þær voru fyrir Einar Þorsteinsson. Þarna eru engin heljarstökk á ferðinni.“ Óánægðir Reykvíkingar „Ef við skoðum myndirnar, fyrst myndirnar af afstöðunni til meirihlutans, þá sjáum við að allt síðasta kjörtímabil hafa miklu fleiri verið óánægðir með meirihlutann en þeir sem eru ánægðir. Það hefur í sjálfu sér nánast engin breyting orðið núna,“ segir Ólafur. Óánægja með störf meirihlutans mældist um 51 prósent og ánægjan um átján prósent. Ellefu prósent segjast ánægð með störf minnihlutans og 47 prósent óánægð. „Ef við skoðum minnihlutann þar sama sagan þar, það sem er merkilegast er að það eru fleiri sem eru óánægðir, eða öllu heldur enn færri sem eru ánægðir með minnihlutann en það sem slær sérstaklega er hversu stöðugt þetta er allt tímabilið,“ segir hann. „Þannig að Reykvíkingar eru óánægðir með meirihlutann sinn og óánægðir með minnihlutann sinn og þetta hefur ekki breyst síðustu fjögur árin.“ Vinsældir borgarfulltrúa segi ekkert til um fylgi Einnig voru þátttakendur í könnunni spurðir hver vinsælasti borgarfulltrúinn sé og trónir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, á toppnum. Þar á eftir kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Ólafur segir vinsældir einstakra borgarfulltrúa ekkert segja til um fylgi flokkanna. „Sanna Magdalena hefur lengi mælst sem vinsælasti borgarfulltrúinn, í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk hennar flokkur tæplega átta prósent. Hildur er að mælast með þarna 21 prósent, hennar flokkur mælist núna með 31 prósent og bæði hún og flokkurinn hafa hækkað í síðustu könnunum.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í þriðja sæti yfir vinsælustu borgarfulltrúana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er í því fjórða. „Síðan kemur Einar með níu prósent og flokkurinn hans er að mælast með á milli fjögur og fimm prósent. Heiða Björg kemst ekki á þennan topplista yfir besta borgarfulltrúann en ég myndu nú ekki hafa í hennar sporum sérstakar áhyggjur af því á meðan þessi könnun gefur flokkum hennar 26 prósent en flokkurinn fékk tuttugu prósent í síðustu kosningum. Fylgi flokksins er aðalatriðið.“
Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira