Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 10:29 Snorri Másson biðlar nú til samherja sinna í Miðflokknum um að kjósa sig í varaformannskjöri á flokksþingi síðar í þessum mánuði. Vísir/Anton Brink Þrjú eru um hituna í varaformannskjöri hjá Miðflokknum eftir að Snorri Másson tilkynnti um framboð sitt í dag. Áður höfðu Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, og Bergþór Ólason, sagst ætla að gefa kost á sér. Snorri greindi frá framboði sínu í færslu á samfélagsmiðli í morgun. Þar sagðist hann hafa fengið afar eindregna hvatningu frá flokksmönnum um að gefa kost á sér að undanförnu. „Niðurstaða mín er sú að fram sé komið raunverulegt ákall innan flokksins um endurnýjun í ásýnd forystunnar,“ skrifar Snorri. Mærði hann Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann sinn, sem hann sagði að byggi yfir meiri trúverðugleika en nokkur annar í íslenskum stjórnmálum. Hnýtti hann einnig í alþjóðavæðingu sem hann sagði misráðna. Hann gekk fyrst til liðs við Miðflokkinn í aðdraganda þingkosninga fyrir tæpu ári og leiddi lista hans í Reykjavíkurkjördæmi suður. Fyrir það hafði Snorri starfað sem bloggari og hlaðvarpsstjórnandi og þar áður sem þáttastjórnandi á Stöð 2 og blaðamaður á Mbl.is. Frambjóðandinn sætti harðri gagnrýni eftir umtalað viðtal í Kastljósi á Ríkisútvarpinu í byrjun síðasta mánaðar. Umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks en þar kvartaði Snorri undan því að hann og skoðanasystkini hans sættu skoðanakúgun vegna þess að þau vildu ekki viðurkenna tilvist trans fólks. Kosið verður um varaformann Miðflokksins á flokksþingi sem fer fram aðra helgi. Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Snorri greindi frá framboði sínu í færslu á samfélagsmiðli í morgun. Þar sagðist hann hafa fengið afar eindregna hvatningu frá flokksmönnum um að gefa kost á sér að undanförnu. „Niðurstaða mín er sú að fram sé komið raunverulegt ákall innan flokksins um endurnýjun í ásýnd forystunnar,“ skrifar Snorri. Mærði hann Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann sinn, sem hann sagði að byggi yfir meiri trúverðugleika en nokkur annar í íslenskum stjórnmálum. Hnýtti hann einnig í alþjóðavæðingu sem hann sagði misráðna. Hann gekk fyrst til liðs við Miðflokkinn í aðdraganda þingkosninga fyrir tæpu ári og leiddi lista hans í Reykjavíkurkjördæmi suður. Fyrir það hafði Snorri starfað sem bloggari og hlaðvarpsstjórnandi og þar áður sem þáttastjórnandi á Stöð 2 og blaðamaður á Mbl.is. Frambjóðandinn sætti harðri gagnrýni eftir umtalað viðtal í Kastljósi á Ríkisútvarpinu í byrjun síðasta mánaðar. Umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks en þar kvartaði Snorri undan því að hann og skoðanasystkini hans sættu skoðanakúgun vegna þess að þau vildu ekki viðurkenna tilvist trans fólks. Kosið verður um varaformann Miðflokksins á flokksþingi sem fer fram aðra helgi.
Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira