Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2025 20:01 Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. Vísir/Stefán Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör, en það virðast vera að myndast gjá á milli ólíkra hópa launafólks í landinu að sögn ASÍ. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti nýja skýrslu um stöðu launafólks á Íslandi í dag. Könnunin nær til til félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB en þetta er fimmta árið í röð sem könnunin er framkvæmd og hefur þátttakan aldrei verið betri, en um 25 þúsund manns svöruðu könnuninni. Skýr skil á milli hópa „Meirihluti launafólks býr við ágætis lífsskilyrði, auðvitað misgóð. En síðan sjáum við að það er um þriðjungur sem á erfitt með að ná endum saman. En svo erum við með 23 prósent sem býr við skilgreindan skort á félagslegum og efnahagslegum gæðum, sem er mjög alvarleg mæling, þá erum við að tala um að fólk er í mjög slæmri stöðu,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. „Það virðast vera ótrúlega skýr skil á milli hópanna, það er okkar upplifun.“ Meðal annars má lesa úr könnuninni hvernig mismunandi fjárhagsstaða heimilanna getur haft áhrif á börn. „Við spyrjum um þætti sem fólk hefur ekki efni á, grunnþætti fyrir börnin sín, og það mælist alltaf hærra hlutfallið sem hefur ekki efni á þessum grunnþáttum sem er bara eins og næringarríkur matur, klæðnaður fyrir börnin, að börnin geti stundað félagslíf með vinum sínum, það er hærra hlutfall í hópunum sem standa verr að vígi fjárhagslega,“ segir Kristín. „Það á til dæmis við um innflytjendur, það er hærra hlutfall kvenna en karla, og svo höfum við auðvitað séð í fyrri könnunum að það er mjög mikill munur á stöðu sambúðarfólks og fólks ekki í sambúð þegar kemur að fjárhagsstöðu.“ Möguleg fylgni milli heimilistekna og andlegrar heilsu Stuðst var við aðrar spurningar breytta aðferðafræði í ár svo ekki var gerður beinn samanburður á milli ára að þessu sinni. Hins vegar var meðal annars spurt einnig um andlega og líkamlega heilsu og svör skoðuð eftir tekjuhópum. „Fólk sem býr á heimilum þar sem heimilistekjur eru lágar, þar er hærra hlutfall fólks sem býr við slæma andlega heilsu, og svo fylgist þetta bara alveg að upp eftir því sem tekjurnar hækka, þá er lægra hlutfall sem býr við slæma andlega heilsu. Þó að við getum ekki fullyrt um orsakasamhengi þá er mjög skýrt að sjá þetta svona,“ segir Kristín. Umtalsvert algengara að innflytjendur séu á leigumarkaði Staða innflytjenda var einnig skoðuð sérstaklega og þar kemur meðal annars í ljós, líkt og önnur opinber gögn hafa sýnt fram á að sögn Kristínar, að atvinnuþátttaka meðal innflytjenda á Íslandi er hærri en meðal innfæddra. „Það er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra sem eru í fullu starfi en innflytjendur og innfæddir eru kannski í svolítið ólíkum atvinnugreinum. Þannig bera innflytjendur uppi ræstingar, mjög hátt hlutfall í byggingarstarfsemi, ferðaþjónustu og í veitinga- og mötuneytageiranum,“ segir Kristín. Á sama tíma sé staða innflytjenda verri á öðrum vígstöðum. „En fjárhagsstaða innflytjenda er mun verri en innfæddra auk þess sem staða innflytjenda á húsnæðismarkaði er gjörólík en meðal innfæddra.“ Þannig búa 77% af launafólki í hópi innfæddra innan ASÍ og BSRB í eigin húsnæði en aðeins fjórðungur innflytjenda. Þar af leiðandi er hátt hlutfall innflytjenda á leigumarkaði, einkum á almennum leigumarkaði, sem meðal annars getur verið kostnaðarsamt og húsnæðisöryggi þessa hóps sömuleiðis ekki eins mikið að sögn Kristínar. Vinnumarkaður ASÍ Stéttarfélög Fjármál heimilisins Geðheilbrigði Innflytjendamál Húsnæðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti nýja skýrslu um stöðu launafólks á Íslandi í dag. Könnunin nær til til félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB en þetta er fimmta árið í röð sem könnunin er framkvæmd og hefur þátttakan aldrei verið betri, en um 25 þúsund manns svöruðu könnuninni. Skýr skil á milli hópa „Meirihluti launafólks býr við ágætis lífsskilyrði, auðvitað misgóð. En síðan sjáum við að það er um þriðjungur sem á erfitt með að ná endum saman. En svo erum við með 23 prósent sem býr við skilgreindan skort á félagslegum og efnahagslegum gæðum, sem er mjög alvarleg mæling, þá erum við að tala um að fólk er í mjög slæmri stöðu,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. „Það virðast vera ótrúlega skýr skil á milli hópanna, það er okkar upplifun.“ Meðal annars má lesa úr könnuninni hvernig mismunandi fjárhagsstaða heimilanna getur haft áhrif á börn. „Við spyrjum um þætti sem fólk hefur ekki efni á, grunnþætti fyrir börnin sín, og það mælist alltaf hærra hlutfallið sem hefur ekki efni á þessum grunnþáttum sem er bara eins og næringarríkur matur, klæðnaður fyrir börnin, að börnin geti stundað félagslíf með vinum sínum, það er hærra hlutfall í hópunum sem standa verr að vígi fjárhagslega,“ segir Kristín. „Það á til dæmis við um innflytjendur, það er hærra hlutfall kvenna en karla, og svo höfum við auðvitað séð í fyrri könnunum að það er mjög mikill munur á stöðu sambúðarfólks og fólks ekki í sambúð þegar kemur að fjárhagsstöðu.“ Möguleg fylgni milli heimilistekna og andlegrar heilsu Stuðst var við aðrar spurningar breytta aðferðafræði í ár svo ekki var gerður beinn samanburður á milli ára að þessu sinni. Hins vegar var meðal annars spurt einnig um andlega og líkamlega heilsu og svör skoðuð eftir tekjuhópum. „Fólk sem býr á heimilum þar sem heimilistekjur eru lágar, þar er hærra hlutfall fólks sem býr við slæma andlega heilsu, og svo fylgist þetta bara alveg að upp eftir því sem tekjurnar hækka, þá er lægra hlutfall sem býr við slæma andlega heilsu. Þó að við getum ekki fullyrt um orsakasamhengi þá er mjög skýrt að sjá þetta svona,“ segir Kristín. Umtalsvert algengara að innflytjendur séu á leigumarkaði Staða innflytjenda var einnig skoðuð sérstaklega og þar kemur meðal annars í ljós, líkt og önnur opinber gögn hafa sýnt fram á að sögn Kristínar, að atvinnuþátttaka meðal innflytjenda á Íslandi er hærri en meðal innfæddra. „Það er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra sem eru í fullu starfi en innflytjendur og innfæddir eru kannski í svolítið ólíkum atvinnugreinum. Þannig bera innflytjendur uppi ræstingar, mjög hátt hlutfall í byggingarstarfsemi, ferðaþjónustu og í veitinga- og mötuneytageiranum,“ segir Kristín. Á sama tíma sé staða innflytjenda verri á öðrum vígstöðum. „En fjárhagsstaða innflytjenda er mun verri en innfæddra auk þess sem staða innflytjenda á húsnæðismarkaði er gjörólík en meðal innfæddra.“ Þannig búa 77% af launafólki í hópi innfæddra innan ASÍ og BSRB í eigin húsnæði en aðeins fjórðungur innflytjenda. Þar af leiðandi er hátt hlutfall innflytjenda á leigumarkaði, einkum á almennum leigumarkaði, sem meðal annars getur verið kostnaðarsamt og húsnæðisöryggi þessa hóps sömuleiðis ekki eins mikið að sögn Kristínar.
Vinnumarkaður ASÍ Stéttarfélög Fjármál heimilisins Geðheilbrigði Innflytjendamál Húsnæðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira